1,997 episodes

Podcastþættir Fótbolta.net

Fotbolti.net Fotbolti.net

    • Sport

Podcastþættir Fótbolta.net

    Útvarpsþátturinn - Bestu og verstu kaupin í Bestu, bikarinn og EM

    Útvarpsþátturinn - Bestu og verstu kaupin í Bestu, bikarinn og EM

    Hringborð í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 laugardaginn 15. júní.

    Elvar Geir skoðar helstu fótboltafréttir vikunnar með sérfræðingunum Baldvini Borgarssyni þjálfara Árbæjar og Sölva Haraldsson fréttamanni Fótbolta.net.

    Rætt er um bestu og verstu kaupin í Bestu deildinni, besta leikmann Lengjudeildarinnar, leiki vikunnar í bikarnum, landsliðið og fleira.

    Í seinni hlutanum er sjónum síðan beint að EM. Björn Már Ólafsson sérfræðingur í ítalska boltanum rýnir í liðið sem ríkjandi Evrópumeistarar senda á mótið.

    Leiðin á Laugardalsvöll - Ástríðan í Fífunni og Bjarni Jó í viðtali

    Leiðin á Laugardalsvöll - Ástríðan í Fífunni og Bjarni Jó í viðtali

    Önnur útgáfan af Fótbolti.net bikarnum hefst á sjálfan þjóðhátíðardaginn á mánudaginn þegar KFA og ÍH mætast. Svo eru hinir leikirnir spilaðir á miðvikudaginn.

    Í kringum keppnina verða hlaðvarpsþættir hér á síðunni og er þetta fyrsti þátturinn í sumar.

    Arnar Laufdal og Eysteinn Þorri, leikmenn Augnabliks, mættu í spjall um ástríðuna í Fífunni og fóru yfir leikina í 32-liða úrslitunum.

    Þá var Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, á línunni undir lok þáttarins en hann er virkilega spenntur að taka þátt í þessu móti í fyrsta sinn.

    Allir riðlarnir á EM skoðaðir með Gunna Birgis og Jóa Ástvalds

    Allir riðlarnir á EM skoðaðir með Gunna Birgis og Jóa Ástvalds

    Evrópumótið í fótbolta hefst núna á föstudaginn með opnunarleik Þýskalands og Skotlands. Það er afar spennandi mót framundan og mörg lið sigurstrangleg.

    Guðmundur Aðalsteinn fékk nýverið Gunnar Birgisson og Jóhann Pál Ástvaldsson, íþróttafréttamenn á RÚV, í heimsókn til að hita upp fyrir mótið.

    Farið var í gegnum alla riðlana og liðin skoðuð. Skemmtileg yfirferð svona stuttu fyrir mót.

    Útvarpsþátturinn - Birkir Már og landsliðsgleðin á Wembley

    Útvarpsþátturinn - Birkir Már og landsliðsgleðin á Wembley

    Útvarpsþátturinn 8. júní. Tómas Þór og Benedikt Bóas halda um stýrið og að sjálfsögðu er sigur Íslands í vináttulandsleiknum gegn Englandi á Wembley fyrirferðarmikill.

    Birkir Már Sævarsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, er gestur þáttarins en hann er eini Íslendingurinn sem hefur fengið rautt spjald á Wembley.

    Þá er fjallað um íslenska boltann.

    Guðrún Elísabet og Jasmín: Heiður að taka þátt í vegferðinni

    Guðrún Elísabet og Jasmín: Heiður að taka þátt í vegferðinni

    Fyrsti þriðjungur af deildarkeppni Bestu deildar kvenna - fyrir skiptingu - er lokið og má með sanni segja að deildin sé að spilast á mjög svo áhugaverðan hátt.

    Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir, leikmenn Íslandsmeistara Vals, komu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í dag og ræddu aðeins byrjunina á mótinu, tímann sinn hjá Val til þessa og margt fleira.

    Guðrún Elísabet er á sínu öðru tímabili með Val og Jasmín er á sínu fyrsta tímabili hjá Íslandsmeisturunum, en þær eru báðar að finna sig vel í öflugu umhverfi á Hlíðarenda.

    Innkastið - Ömurlegur varnarleikur í markaveislu

    Innkastið - Ömurlegur varnarleikur í markaveislu

    Innkastið eftir 9. umferð Bestu deildarinnar. Valur Gunnarsson stýrir að þessu sinni en með honum eru Haraldur Árni Hróðmarsson og Tómas Þór Þórðarson.

    Það var sett markamet fyrir eina umferð en varnarleikurinn var ekki upp á marga fiska, þá sérstaklega ekki hjá KR í Vesturbænum.

    Ísak Snær sendi skilaboð í Kórnum, Víkingur þurfti að hlaupa mikið gegn Fylki, Vestri barði á Stjörnumönnum, ÍA lagði vonlausa KA-menn og FH tapaði niður þriggja marka forystu gegn Fram.

Top Podcasts In Sport

The Rest Is Football
Goalhanger Podcasts
OverDrive
TSN 1050 Radio
Football Weekly
The Guardian
Busted Open
SiriusXM
Wrestling Inc. Podcast
Wrestling Inc. Audio
Go Deeper
The Athletic

You Might Also Like

Þungavigtin
Tal
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Gula Spjaldið
Gula Spjaldið
433.is
433.is