12 episodes

Hlaðvarpið um Harry Potter í Versló er verkefni Ármanns Halldórssonar, styrkt af Rannsóknarsjóði Kennarasambands Íslands. Verkefnið er unnið á árunum 2019-2020. Ármann flokkast í Gryffindor og hefur verið ensku- og heimspekikennari við Verzlunarskóla Íslands í rétt röska tvo áratugi. Ármann er jafnframt trommari og stundum söngvari í hljómsveitinni Mosa frænda, en öll tónlistin í þáttunum er úr lögum þeirrar hljómsveitar, af plötunum Óbreytt ástand (2016) og Aðalfundurinn (2019). Ármann er framleiðandi og tæknimaður. https://www.facebook.com/Harry-Potter-%C3%AD-Versl%C3%B3-100804385173568

Harry Potter í Versl‪ó‬ Ármann Halldórsson

    • Education

Hlaðvarpið um Harry Potter í Versló er verkefni Ármanns Halldórssonar, styrkt af Rannsóknarsjóði Kennarasambands Íslands. Verkefnið er unnið á árunum 2019-2020. Ármann flokkast í Gryffindor og hefur verið ensku- og heimspekikennari við Verzlunarskóla Íslands í rétt röska tvo áratugi. Ármann er jafnframt trommari og stundum söngvari í hljómsveitinni Mosa frænda, en öll tónlistin í þáttunum er úr lögum þeirrar hljómsveitar, af plötunum Óbreytt ástand (2016) og Aðalfundurinn (2019). Ármann er framleiðandi og tæknimaður. https://www.facebook.com/Harry-Potter-%C3%AD-Versl%C3%B3-100804385173568

    Harry Potter í Breiðholti

    Harry Potter í Breiðholti

    In this episode, unusually in English for the most part, we explore how Harry Potter has been taught in other colleges besides Versló. In Breiðholt College, Iveta Licha has taught an elective course with a Harry Potter theme five times, and has the next run scheduled for next term. Iveta has been a Harry Potter fan for nearly 20 years and fell in love with the first HP book before the first movie came out! She is a proud Slytherin and aims to break down the stereotypes :) She lived in England and Scotland before moving to Iceland. She teaches “normal” English as well as Harry Potter and other fantasy in Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. In her free time she likes to read books, play board games, play & listen to Irish-Scottish folk music, go hiking, camping and snowboarding.

    • 22 min
    Kvistbolti - Quidditch á Íslandi

    Kvistbolti - Quidditch á Íslandi

    Þessi þáttur fjallar um eina hlið Harry Potter menningarinnar, en það er þróun íþróttarinnar Quidditch, sem hefur hlotið íslenska heitið Kvistbolti. Ég tala við Breka Bragason. Breki, sem flokkast í Ravenclaw, er stofnmeðlimur í kvistboltaliðinu Reykjavík Ragnarök. Hann spilar þar sem markavörður og var í stjórn liðsins 2019-2020, en er nú búsettur í Þýskalandi þar sem hann starfar sem sjálfboðaliði. Ragnarök hefur keppt erlendis, bæði sem félags- og landslið! Kvistbolti hefur, eins og aðrar íþróttir, legið í láginni á tímum veirunnar, en um leið og birtir til með það bendi ég hlustendum eindregið á að kynna sér betur þessa spennandi íþrótt! 

    • 22 min
    Þræðir andans - lokabardaginn

    Þræðir andans - lokabardaginn

    Í lokaþættinum   fjöllum við um tengsl heims Harry Potters við heim fornra trúarsagna og   goðsagna, einkum þó úr Biblíunni, bæði gamla og nýja testamentinu. Viðmælandi   þáttarins er Jón Ásgeir Sigurvinsson sem tilheyrir Ravenclaw. Jón Ásgeir tók   nýlega við embætti sem héraðsprestur í Reykjavík. Hann er doktor í   gamlatestamentisfræðum frá Háskóla Íslands og bakar alveg sérdeilis gott   súrdeigsbrauð. Inngangsstef þáttarins er úr laginu Niturdrep af Aðalfundinum   en lokastefið er úr Prinsessan á Mars.

    • 42 min
    Lectio divina - á skrifstofu Dumbledore

    Lectio divina - á skrifstofu Dumbledore

    Í þessum þætti skoðum við aðferð til að lesa bókmenntir sem á rætur sínar í aldagamalli hefð úr lestri helgirita sem er kölluð Lectio Divina. Viðmælandi þessa þáttar er María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir, sem flokkast í Ravenclaw. María er prestur í Fossvogsprestakalli, hún hefur stundað kristna íhugun í þrjátíu ár. Hún er doktor í guðfræði og sérhæfir sig í trúfræði og tengslum. Í lok þáttarins þá er í stað hefðbundinnar afkynningar smá tilraun Ármanns til að framkvæma lectio í einrúmi. Stef í upphafi og enda þáttarins er úr laginu Biblíusögur á hafsbotni af Aðalfundinum.

    • 50 min
    Aðdáendur og aðrir höfundar - í Godrics Hollow

    Aðdáendur og aðrir höfundar - í Godrics Hollow

    Í þessum þætti skoðum við heim Harrys Potter í ljósi þess hvað það þýðir að vera aðdáandi, og hvernig þessi verk J.K. Rowling hafa áhrif á aðra rithöfunda. Viðmælandi þáttarins er Hildur Knútsdóttir, rithöfundur, sem flokkast í Gryffindor. Hildur skrifar bæði fyrir börn og fullorðna og velur sér sögusvið jöfnum höndum úr hversdeginum og heimi furðusagna – stundum á mörkum beggja þessara heima. Fyrsta skáldsaga hennar, Sláttur, kom út 2011. Vetrarfrí, sem er skáldsaga af furðusagnaætt ætluð ungmennum, hlaut Fjöruverðlaunin 2015 og framhaldsbókin Vetrarhörkur fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2016. Doddi: Bók sannleikans, sem hún skrifaði ásamt Þórdísi Gísladóttur var tilnefnd bæði til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar og Fjöruverðlaunanna 2017. Þá var Hildur tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Ljónið í flokki barna- og ungmennabóka árið 2018 og hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2019 fyrir sömu bók. Hildur er með BA-gráðu í bókmenntum og skapandi skrifum frá Háskóla Íslands. Stef þáttarins er úr laginu Losti í meinum af Aðalfundinum.

    • 49 min
    Leikvæðing og önnur skólastig - á Quidditchvellinum

    Leikvæðing og önnur skólastig - á Quidditchvellinum

    Viðfangsefni þessa þáttar er leikurinn sem kennsluaðferð, og reyndar líka vinna með viðfangsefni úr Harry Potter á öðrum skólastigum, samvinnu kennara og margt fleira. Viðmælendur mínir eru annars vegar Snjólaug Árnadóttir sem flokkast í Gryffindor, en hún útskrifaðist úr Kennó árið 1995, hún er Dalvíkingur en hefur búið í Vestmannaeyjum frá árinu 2001 og hins vegar Unnur Líf Ingadóttir Imsland sem tilheyrir Ravenclaw. Hún útskrifaðist frá Háskóla Íslands með meistarapróf 2019 og með B.Ed próf 2012. Hún er Seyðfirðingur, en býr líka í Vestmannaeyjum. Þær eru báðar kennarar við Grunnskólann þar í bæ. Viðtalið við Snjólaugu og Unni fór fram í gegnum Zoom, sem má aðeins heyra á gæðunum. Stefið í þessum þætti er úr laginu Milli af Aðalfundinum.

    • 24 min

Top Podcasts In Education

The Mel Robbins Podcast
Mel Robbins
The Subtle Art of Not Giving a F*ck Podcast
Mark Manson
The Jordan B. Peterson Podcast
Dr. Jordan B. Peterson
TED Talks Daily
TED
anything goes with emma chamberlain
emma chamberlain
The Rich Roll Podcast
Rich Roll