472 episodes

Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.

Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.

Samstöðin Samstöðin

    • News

Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.

Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.

    Rauða borðið 28. maí - Bein útsending af forsetafundi

    Rauða borðið 28. maí - Bein útsending af forsetafundi

    Þriðjudagurinn 28. maí
    Upptaka af fundi frambjóðenda í Kolaportinu

    Forsetaframbjóðendurnir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Þórisson, sem kalla sig Meistaradeildina, halda sameiginlegan framboðsfund og kvöldvöku í Kolaportinu. Samstöðin sendir beint út frá fundinum á venjulegum útsendingartíma Rauða borðsins. Fundarstjóri er Margrét Örnólfsdóttir.

    • 1 hr 53 min
    Rauða borðið 29. maí - Forsetakjör, Nató og kolefnalosun

    Rauða borðið 29. maí - Forsetakjör, Nató og kolefnalosun

    Miðvikudagurinn 29. maí:
    Forsetakjör, Nató og kolefnalosun

    Við byrjum á umræðu um forsetakosningar og elítuna: Hallgrímur Helgason rithöfundur og málari, Oddný Eir Ævarsdóttir heimspekingur og rithöfundur, Magnús Scheving höfundur, leikstjóri og framleiðandi og Ester Bíbí Ásgeirsdóttir tónlistarkona ræða átökin í kringum kosningarnar, sem herðast og herðast. Við ræðum öryggisstefnu íslands í háskalegum heimi við Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóra félagssviðs Eflingar, Tjörvi Schiöth doktorsnema og Andrés Ingi Jónsson þingmann Pírata. Og í lokin kemur Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og fjallar um afleiðingar þess að ekkert plan sé í gangi hjá íslenskum stjórnvöldum hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda.

    • 3 hrs 16 min
    Rauður raunveruleiki - Gaza 2024: A Catastrophic Man Made Disaster - Dr. Mads Gilbert

    Rauður raunveruleiki - Gaza 2024: A Catastrophic Man Made Disaster - Dr. Mads Gilbert

    Rauður raunveruleiki - 28. maí
    Red Reality - Gaza 2024: A man made disaster - Dr. Mads Gilbert

    Dr. Mads Gilbert er norskur læknir sem hefur látið sig málefni Palestínu varða í langan tíma.

    Við ræddum við Mads um hryllinginn á Gasa, um styrk mannkynsins og nauðsyn þess að við berjumst fyrir því sem er rétt, fallegt og gott. Það er enginn frjáls heimur án frjálsrar Palestínu.

    Við viljum þakka Félaginu Ísland-Palestína fyrir að bjóða honum hingað. Fyrirlestur Mads í Háskólabíói í gær var átakanlegur en veitti líka innblástur. Við vonum að viðtalið nái að fanga inntak erindis Mads en hann talar af mikilli reynslu og þekkingu af svæðinu, baráttunni og starfinu.

    Það hefur aldrei verið mikilvægara að standa upp fyrir mannréttindum, mennskunni og fyrir áreiðanleika alþjóðalaga. Mads er fyrirmynd fyrir okkur öll.

    Það er skylda okkar að tala gegn aðskilnaðarstefnunni, gegn fjöldamorðunum, glæpunum gegn mannkyni sem við sjáum á hverjum degi á Gasa og síðast en ekki síst gegn meðvirkni og samsekt vestrænna leiðtoga og stofnanna.

    Með því að virkjast í fjölda getum við neydd ríkisstjórnir okkar til þess að bregðast við, að styðja ákæru Suður Afríku gegn Ísrael og kalla eftir tafarlausu og endanlegu vopnahléi. Við þurfum efnahagsþvinganir á Ísrael og við þurfum að beita okkur fyrir því að fyrirtæki okkar, stofnanir og skólar færi fjárfestingar sínar úr Ísrael.

    Það þarf að auka pressuna á Íslenska valdhafa áfram, við getum náð í gegn. Við erum mjög nálægt því. Höldum áfram ✊❤️🖤🤍💚

    "Við vitum það of vel að okkar frelsi er ófullkomið þegar Palestína er ekki frjáls." - Nelson Mandela

    -------------------------------------------------------------

    English:

    We just did an awesome interview with the great Dr. Mads Gilbert

    We want to thank Félagið Ísland-Palestína for inviting him to Iceland to tell us about his work in solidarity medicine and about the man made catastrophe going on in Gaza right now.

    It has never been more important to stand up for human rights, decency and international rule of law and Mads is a shining example to us all.

    It is our duty to speak out against the apartheid regime, the horrible atrocities being committed by the occupation forces and the horrendous complicity of western governments and institutions. Through mass mobilisation we can force our governments to intervene, to support South Africa's case against Israel in the International Court of Justice and to call for immediate sanction and divestment from Israeli companies supporting apartheid and occupation.

    The pressure needs to be increased further and we can do it. In Iceland we are very close to breaking through. Keep fighting ✊❤️🖤🤍💚

    "We know too well that our freedom is incomplete without the freedom of the Palestinians." - Nelson Mandela

    The show will air on Samstöðin tonight and we remind everyone that Dr. Mads will also hold a lecture in Akureyri tomorrow evening in Hof at 19:30.

    • 1 hr 17 min
    Frelsið er yndislegt - #9 Kraftur jákvæðra samskipta og þjónandi leiðsagnar

    Frelsið er yndislegt - #9 Kraftur jákvæðra samskipta og þjónandi leiðsagnar

    Þriðjudagur 28. maí
    Frelsið er yndislegt - #9
    Kraftur jákvæðra samskipta og þjónandi leiðsagnar

    Í þættinum er rætt um kraft jákvæðra samskipta og þjónandi leiðsagnar. Gestir þáttarins eru Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju, Halldóra Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots og Margrét Rán, fangavörður á Hólmsheiði. Stjórnendur þáttarins eru: Ásdís Birna Bjarkadóttir og Guðmundur Ingi Þóroddsson.

    Hægt að ná sambandi við Afstöðu, allan sólarhringinn í síma 556-1900 og Lögfræðiaðstoð Afstöðu í síma 666-1211.

    • 1 hr 4 min
    Rauða borðið 27. maí - Kosningar, snjóflóð, friður, fátækt og kynjaþing

    Rauða borðið 27. maí - Kosningar, snjóflóð, friður, fátækt og kynjaþing

    Mánudagurinn 27. maí
    Kosningar, snjóflóð, friður, fátækt og kynjaþing

    Baldur Héðinsson stærðfræðingur segir okkur frá kosningaspá sinni og Þorkell Helgason stærðfræðingur og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur segja okkur frá írsku aðferðinni í kosningum, sem meðal annars kemur í veg fyrir að óvinsæll frambjóðandi nái kjöri með takmarkað fylgi. Fjallið það öskrar er heimildarmynd um snjóflóðið á Súðavík. Hafsteinn Númason eftirlaunamaður, Daníel Bjarnason leikstjóri og Aron Guðmundsson meðframleiðandi og höfundur samnefndra útvarpsþátta koma að Rauða borðinu og ræða myndina og hina hryllilegu atburði. Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi ræðir við okkur um frið og stríðsógn og Ásta Lóa Þórsdóttir þingkona um fátækt. Í lokin koma þær Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB, og Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélagsins og segja okkar frá kynjaþingi og spá í stöðuna á kvenfrelsisbaráttunni.

    • 3 hrs 47 min
    Sjávarútvegsspjallið - 6. þáttur - Togarasjómenn

    Sjávarútvegsspjallið - 6. þáttur - Togarasjómenn

    Mánudagur 27. maí
    Sjávarútvegsspjallið - Togarasjómenn

    Að þessu sinni ræðir Grétar Mar við þá Eirík Ragnarsson, Brynjólf Halldórsson og Örn Berg Guðmundsson.

    • 58 min

Top Podcasts In News

De 7
De Tijd
DS Vandaag
De Standaard
Het Punt van Van Impe
Nieuwsblad
LEGEND
Guillaume Pley
Björn in the USA
VRT NWS
Les Grosses Têtes
RTL

You Might Also Like

Rauða borðið
Gunnar Smári Egilsson
Spursmál
Ritstjórn Morgunblaðsins
Þjóðmál
Þjóðmál
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
Í ljósi sögunnar
RÚV