103 episodes

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Heimskviður RÚV

    • Notícias

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

    6 | Deilur Bandaríkjanna og Íran, Amazon-eldar og Abbey Road

    6 | Deilur Bandaríkjanna og Íran, Amazon-eldar og Abbey Road

    Í sjötta þætti Heimskviðna er fjallað drónaárásir Írana, eða Jemena, það fer eftir því hverjum þið trúið - á olíuvinnslustöðvar í Sádí Arabíu. Málið er sem olía á eld milliríkjadeilu Bandaríkjanna og Írana.

    Þá fjallar Hallgrímur Indriðason um elda í regnskógum Amazon í Suður-Ameríku - aðallega Brasilíu - sem hafa vakið meiri athygli nú en oft áður. Eldar hafa reyndar brunnið í skógunum árum saman, ýmist af mannavöldum eða af náttúrulegum orsökum. En nú eru áhyggjur manna meiri af áhrifum eldanna á loftslag heimsins. Og svo er það pólitíkin, forseti Brasilíu er harðlega gagnrýndur fyrir að hafa dregið úr aðgerðum stjórnvalda til að vernda skóginn.

    Svo er það Abbey Road, síðasta platan sem Bítlarnir hljóðritðu allir saman. Samband Bítlanna hafði oft verið betra, og Yoko Ono lá í hjónarúmi inni í hljóðverinu á meðan platan var tekin upp. Ásgeir Tómasson rifjar þessa sögu upp því í næstu viku verða 50 ár liðin frá því Abbey Road kom út.

    Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

    • 52 min
    7 | Loftslagsfundur SÞ, rannsókn á Trump, og hinn eftirlýsti al-Bashir

    7 | Loftslagsfundur SÞ, rannsókn á Trump, og hinn eftirlýsti al-Bashir

    Í sjöunda þætti Heimskviðna komumst við að því hvað fór fram á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í New York í vikunni, þar sem loftslagsmál voru til umræðu. Ríki heims voru krafin um skýr svör um hvernig þau ætli að sporna við hlýnun jarðar, og uppfylla ákvæði Parísarsamningsins. Greta Thunberg sagði ráðamönnum til syndanna, og vísaði sem fyrr í vísindalegar rannsóknir. Rætt er við Halldór Þorbergsson, formann Loftslagsráðs, og Elínu Björk Jónsdóttur veðurfræðing.

    Þá halda Heimskviður til Súdan. Forsetanum Omar al-Bashir var steypt af stóli fyrr á þessu ári eftir margra mánaða mótmæli í landinu. Hann er einmitt eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólunum í Haag fyrir aðild að þjóðarmorði. Ólöf Ragnarsdóttir fjallar um þennan umdeilda forseta og stöðuna í þessu stríðshrjáða landi.

    Ekki verður komist hjá því að ræða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Demókratar ætla að hefja formlega rannsókn á því hvort forsetinn hafi gerst brotlegur í starfi þegar hann óskaði eftir því við yfirvöld í Úkraínu myndu rannsaka mál Joe Bidens, sem þykir líklegur til að verða forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningunum á næsta ári. Við hlýðum á samtal Boga Ágústssonar og Silju Báru Ómarsdóttur, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um þetta merkilega mál og sýn hennar á hvernig Donald Trump hefur tekist að breyta bandarískum stjórnmálum.

    Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

    • 49 min
    8 | Stórafmæli Kína, blæðingaskömm og langþráð neðanjarðarlest í Köben

    8 | Stórafmæli Kína, blæðingaskömm og langþráð neðanjarðarlest í Köben

    Í áttunda þætti Heimskviðna er fjallað um sjötíu ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína, en árið 1949 komst kommúnistaflokkur Maós formanns til valda. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, og þetta stórveldi - sem gerir sig sífellt meira gildandi á alþjóðavettvangi - er gjörbreytt frá því fyrir 70 árum. Guðmundur Björn ræðir við Magnús Björnsson, forstöðumann Konfúsíusarstofnunarinnar á Íslandi, um fortíð, nútíð og framtíð Kína.

    Blæðingaskömm er hugtak sem er kannski ekki á allra vörum daglega, en hún getur verið dauðans alvara. Unglingsstúlka í Kenýa fyrirfór sér á dögunum eftir að kennarinn hennar hafði smánað hana fyrir að vera á blæðingum. Og víðar um heim blasir viðlíka smánun mörgum konum um það bil einu sinni í mánuði. Birta Björnsdóttir ræðir við Sigríði Dögg Arnardóttur, kynfræðing.

    Eitt þúsund beinagrindum, 6750 kvörtunum og 569 vinnuslysum síðar var ný metró leið opnuð með pompi og prakt í Kaupmannahöfn síðastliðna helgi. Framkvæmdirnar eru þær umfangsmestu í borginni í ein 400 ár.

    Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

    • 49 min
    9 | Vandræði Trumps, Kína fer í hart við NBA, og Danir á norðurslóðum

    9 | Vandræði Trumps, Kína fer í hart við NBA, og Danir á norðurslóðum

    Í níunda þætti Heimskviðna er fjallað um hvernig Bandaríkjaforseti nýtir sér innrás Tyrkja inn í Sýrland til draga athyglina frá vandræðum heima fyrir, þar sem hann á yfir höfði sér ákæru fyrir embættisglöp. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um forsetann, en ólíklegt er að heitasta ósk Demókrata, um að koma forsetanum frá völdum, rætist.

    Svo er það körfuboltinn og pólitíkin. Það fór allt á hvolf í Kína eftir að aðalframkvæmdastjóri NBA liðsins Houston Rockets lýsti yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong. Yfirlýsing hans hefur dregið dilk á eftir sér og ljóst er að NBA deildin verður af umtalsverðum tekjum vegna þessa. Deilan varpar ljósi á flókið samband íþrótta og kapítalisma.

    Danir hafa aukið viðveru herafla við Grænland, enda fáir meðvitaðari um mikilvægi Grænlands á Norðurslóðum. Það er viðeigandi umfjöllunarefni nú þegar Arctic Circle þingið stendur sem hæst hér á landi. Bogi Ágústsson ræðir við danska sagnfræðinginn Rasmus Dahlberg.

    Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

    • 45 min
    11 | Kosningar í Póllandi, krísa í Katalóníu og falsfréttir

    11 | Kosningar í Póllandi, krísa í Katalóníu og falsfréttir

    Í ellefta þætti Heimskviðna er fjallað um nýafstaðnar þingkosningar í Póllandi, þar sem þjóðernissinnaði hægriflokkurinn Lög og réttur vann stórsigur. Flokkurinn hefur gert umtalsverðar breytingar í landinu frá því hann tók við völdum 2015. Pólland er á hættulegri leið út af braut lýðræðis og frelsis - segja sumir. Pólverjar eiga rétt á því að ákveða sjálfir hvernig þeir vilja haga sínu samfélagi og gera það í frjálsum lýðræðislegum kosningum - segja aðrir. Ólöf Ragnarsdóttir fór til Póllands, fylgdist með kosningunum og ræddi við fólk.

    Þá er sömuleðis fjallað um stöðuna í Katalóníu, en síðustu viku voru níu katalónskir stjórnmálamenn dæmdir í 9 til 12 ára fangelsi fyrir aðkomu sína að þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur árum þar sem greidd voru atkvæði um sjálfstæði Katalóníu. Sjálfsstæðissinnar höfðu betur og í kjölfarið lýsti Katalónía yfir sjálfstæði. Spænsk stjórnvöld tóku vægast sagt illa í þann gjörning eins og fólk kannski man, og sem fyrr segir féllu þessir hörðu dómar í síðustu viku. Mótmæli hafa færst í aukanna í þessari viku og erfitt er að segja til um hvað gerist. Guðmundur Björn fjallar um málið og ræðir við hinn katalónska Ramon Flavia Piera, sem er búsettur á Patreksfirði.

    Þá fjallar Birta Björnsdóttir um baráttuna við falsfréttir, og bætur sem bandarískum manni voru dæmdar í síðastliðinni viku. Bæturnar fær maðurinn frá samsæriskenningasmiðum sem halda því fram að dauði sex ára sonar mannsins hafi verið sviðsettur. Að skotárásin sem framin var í Sandy Hook barnaskólanum 2012, þar sem 20 börn voru myrt, hafi í raun aldrei átt sér stað.

    Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

    • 55 min
    16 | Skógareldar í Ástralíu, forval Demókrata og baráttan við Trump

    16 | Skógareldar í Ástralíu, forval Demókrata og baráttan við Trump

    Í sextánda þætti Heimskviðna förum við til Ástralíu. Halla Ólafsdóttir, fréttamaður, er búsett þar um þessar mundir og flytur hún okkur pistil um fordæmalausa skógarelda sem hafa geisað í landinu síðustu vikur, og ekkert lát er á. Það er ekki síst umfang eldanna og tímasetningin sem er fordæmalaus en í Ástralíu er sumarið rétt að byrja og og heitasti og þurrasti tíminn fram undan. Halla fór á stúfanna og ræddi við heimamenn um ástandið, og Íslendinga sem eru búsettir í nágrenni Sydney.

    Þann 3. nóvember á næsta ári fara fram forsetakosningar í Bandaríkjunum. Þau eru þó nokkur sem ætla að freista þess að ná embættinu af sitjandi forseta fyrir hönd Demókrata. En tölfræðin er Trump í hag, meirihluti þeirra Bandaríkjaforseta sem sóst hafa eftir endurkjöri hafa haft erindi sem erfiði. En hvaða fólk er þetta sem vill verða keppinautar Trumps? Eiga þau möguleika? Og hvernig verður kosningabaráttan? Birta og Guðmundur Björn fjalla um málið.

    Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

    • 53 min

Top Podcasts In Notícias

O Assunto
G1
Petit Journal
Petit Journal
Foro de Teresina
piauí
the news ☕️
waffle 🧇
Medo e Delírio em Brasília
Central 3 Podcasts
Durma com essa
Nexo Jornal

You Might Also Like

Í ljósi sögunnar
RÚV
Eftirmál
Tal
Þetta helst
RÚV
Þjóðmál
Þjóðmál
Heimsglugginn
RÚV
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson