15 episódios

Áhugavert fólk, áhugaverðar sögur.

Börkurinn Ásgeir B. Ásgeirsson

    • Música

Áhugavert fólk, áhugaverðar sögur.

    #15 Inga Birna Ársælsdóttir

    #15 Inga Birna Ársælsdóttir

    Inga Birna er ein af okkar fremstu glímukonum. Hún er brúnbeltingur í Brasilísku Jiu-Jitsu, einkaþjálfari og all around bad ass! Ég byrjaði viðtalið á smá fanboy momenti þar sem ég tjáði henni að hún væri uppáhalds glímarinn minn. Hún hefði vissulega getað labbað út en hún ákvað að sitja aðeins lengur og úr varð frábært og mjög fræðandi spjall! Ræddum hvar glímu áhuginn byrjaði, mikilvægi styrktarþjálfunar, virðingar kúltúrinn í bardaga íþróttum, næringarfræði, mat og matseld og margt margt fleirra! Inga Birna er næsti gestur minn í Börkurinn Hlaðvarp.

    • 1h 11 min
    #14 Eyrún Telma Jónsdóttir

    #14 Eyrún Telma Jónsdóttir

    Eyrún Telma er næsti gestur minn í Börkurinn Hlaðvarp. Það sem hefur alltaf hrifið mig við bæði hana og mannin hennar, Rúnar Geirmunds, er hversu hreinskilinn og opinn þau eru með lífið almennt. Það eru engin vandamál einungis lausnir. Ræddum nýafstaðna giftingu, fimleika, lyftingar, lífið með Endómetríósu, glasafrjóvgun, ástina á Grundarfirði, húðflúr og margt fleirra. Opið, einlægt og áhugavert spjall! Takk fyrir mig Eyrún!

    • 1h 15 min
    #13 Þórsteinn Sigurðsson

    #13 Þórsteinn Sigurðsson

    Ljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson er næsti gestur minn í Börkurinn Hlaðvarp. Að fanga íslenskan raunveruleika, í myndum, er hægara sagt en gert. En ef ástríðan og það að vera ekki sama um hlutina er til staðar, þá eru allir vegir færir. Við ræddum Container Society, Juvenile Bliss, frú Ragnheiði, veganisma, húðflúr, hip-hop og margt fleirra. Stórskemmtilegt spjall við hella áhugaverðan gaur!

    • 1h 18 min
    #12 Atli Fannar Bjarkason

    #12 Atli Fannar Bjarkason

    Fyrstu kynni mín af Atla Fannari var í gegnum pönk rokk hljómsveitina Hölt Hóra. Hann byrjaði þó snemma að grúska í fjölmiðlageiranum. Fyrst sem penni hjá héraðsfréttablaði, svo varð hann ritstjóri Monitor og seinna meir stofnandi og eigandi vefmiðilsins Nútímans. Töluðum um Höltu Hóruna, hvar áhuginn á fréttamennsku byrjaði, málefnaleg og ómálefnaleg tíst, pólítík, geðveikina sem fylgir því að stofna fyrirtæki, heilsu / hreyfingu og margt margt fleirra. Stórskemmtilegur, málgóður ( bjó til þetta orð ) og áhugaverður gaur sem hefur gert allan andskotan! Forréttindi að fá að spjalla við Atla og skyggnast inn í heim fjölmiðlamanns. Atli Fannar Bjarkason er næsti gestur minn í Börkurinn Hlaðvarp.

    • 1h 17 min
    #11 Bjarki 'The Kid' Ómarsson

    #11 Bjarki 'The Kid' Ómarsson

    Bjarki Ómarsson er einn af okkar fremstu MMA bardagamönnum. Hann stundaði ýmsar íþróttir á sínum yngri árum en innst inni blundaði alltaf áhugi á bardagaíþróttum. Hann byrjaði frekar snemma að sækja í það sem Mjölnir hafði upp á að bjóða og hefur ekki litið í baksýnis spegilinn síðan þá. Hann hefur stóra drauma og fyrsta skrefið tók hann á síðasta ári þegar hann barðist sinn fyrsta atvinnumanna bardaga. Við ræddum upphafið, nautnina að lemja á eldri andstæðingum, meiðsli, hvernig atvinnubardagamaður æfir & lifir, fyrirmyndir, hugsanlega búsetu erlendis, Bolamótið part 2 og margt margt fleirra. Ekki láta þetta andlit plata þig, maðurinn er mean motherfucker. Bjarki 'The Kid' er næsti gestur minn í Börkurinn Hlaðvarp.

    • 1h 29 min
    #10 Andri & Ólafía x Immortal

    #10 Andri & Ólafía x Immortal

    Andri og Ólafía eru eigendur tattoo stofunar Immortal. Immortal er svolítið sér á báti hérlendis hvað varðar allt ferlið sem fylgir því að fá sér húðflúr. Þau leggja mikið upp úr því að upplifunin allt frá byrjun og til enda sé ánægjuleg, viðskiptavinurinn fær verk sem skapað er frá grunni og umhverfið er þess eðlis að upplifunin verður sjálfkrafa jákvæð. Eins og þau segja sjálf þá eru þau alveg svart og hvítt. Andri sér um allt sem tengist rekstrinum og Ólafía fær að njóta þess að vera listamaðurinn sem hún er. Þetta endurspeglast klárlega í því hversu faglegur reksturinn er. Ef einhver heldur að tattoo búllur séu allar sveittar og staðsettar niður við höfn ættu að kynna sér starfsemina á Immortal. Mér fannst stofan fáranlega spennandi í undirbúningnum fyrir spjallið okkar góða og álit mitt á henni hækkaðu 100 falt eftir að hafa rætt hlutina í tæpa 2 tíma. Auk þess eru þau bæði algert topp fólk, metnaðarfull og vita klárlega hvernig þau vilja koma listini frá sér!

    • 1h 42 min

Top podcasts em Música

Sambas Contados
Globoplay
The Story of Classical
Apple Music
Apple Music Today
Various
Discoteca Básica Podcast
Discoteca Básica Podcast
AS MAIS TOCADAS DJ LEVADO
DJ LEVADO
Sabe Aquela Música?
Rádio Mix FM