25 episodes

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Umsjón: Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Heimskviður RÚV

  • News

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Umsjón: Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

  25 | Umskurður kvenna, Ástralía og Extinction Rebellion

  25 | Umskurður kvenna, Ástralía og Extinction Rebellion

  Í tuttugasta og fimmta þætti Heimskviðna er fjallað um umskurð kvenna, en á hverjum fimmtán sekúndum eru kynfæri stúlku limlest einhvers staðar í heiminum og um 200 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna lifa með afleiðingum slíkra aðgerða. Umskurður er gjarnan notað fyrir þennan verknað en þau sem til þekkja vilja frekar tala um limlestingu á kynfærum kvenna. Áform eru um að útrýma þessum aldagamla sið, en það er ekki auðunnið verkefni. Birta Björnsdóttir fjallar um málið. Dýralæknir hefur áhyggjur af afkomu villtra dýra eftir fordæmalausa skógarelda í Ástralíu. Talið er að yfir milljarður viltra dýra hafi drepist á síðustu mánuðum, þar með talið dýr sem voru þá þegar í útrýmingarhættu. Eftir langvarandi ágang manna á búsvæði dýra í Ástralíu gætu eldarnir hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Halla Ólafsdóttir, fréttamaður sem er nú búsett í Sydney kynnti sér málið. Getur borgaraleg óhlýðni haft þau áhrif að stjórnvöld teki til hendinni í loftslagsaðgerðum. Grasrótarsamtökin Exitinction Rebellion eru ekki nema rétt tæplega tveggja ára gömul en hafa þegar náð að festa sig í sessi í yfir fimmtíu löndum. Samtökin fordæma ofbeldi, en það þýðir þó ekki að meðlimir þeirra hafi ekki komist í kast við lögin. Guðmundur Björn Þorbjörnsson segir frá. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

  24 | AfD skekur Þýskaland, bræðraþjóðir í S-Ameríku, og flóttafólk

  24 | AfD skekur Þýskaland, bræðraþjóðir í S-Ameríku, og flóttafólk

  Í tuttugasta og fjórða þætti Heimskviðna er fjallað um upplausnarástand í þýskum stjórnmálum, eftir að flokkur þjóðernissinna, AfD, studdi nýjan forsætisráðherra í sambandsríkinu Thuringen. Kristilegir demókratar og frjálslyndir og taldir hafa gengið á bak þeirra orða sinna um að vinna aldrei með flokkum þjóðernissinna. Þá hefur formaður Kristilegra demókrata sagt af sér formennsku. Það kom mörgum á óvart því hún var af mörgum talinn ótvíræður arftaki Angelu Merkel sem næsti kanslari. Guðmundur Björn ræðir við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann, og Vanessu Moniku Isenmann, doktorsnema við Háskóla Íslands. Flóttamenn frá Venesúela streyma í þúsundatali yfir til Kólumbíu á hverjum einasta degi. Þar er þeim tekið opnum örmum enda eru þetta bræðraþjóðir frá fornu fari og voru í raun á fyrrihluta 19. aldar ein og sama þjóðin. En það gæti breyst á næstu misserum, nú eru efnahagsþrengingar í Kólumbíu og þá eru flóttamenn frá Venesúela ekki jafn vel séðir og áður. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá. Þá fjallar Ólöf Ragnarsdóttir um stöðu flóttafólks í heiminum. Á einni viku núna í febrúar neyddust yfir hundrað þúsund manns til þess að flýja heimili sín í Idlib-héraði í Sýrlandi. Það sem af er þessu ári hafa nærri tveir á dag drukknað á Miðjarðarhafinu á leið sinni til Evrópu. Frá því Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tók til starfa fyrir sjötíu árum, hafa aldrei verið fleiri á flótta. Hvaðan er fólk að flýja og hvert flýr það? Hver er munurinn á flóttamanni og hælisleitanda? Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

  23 | Framtíð Trumps, friðaráætlun Ísrael og Palestínu, og Óskarinn

  23 | Framtíð Trumps, friðaráætlun Ísrael og Palestínu, og Óskarinn

  Í tuttugasta og þriðja þætti Heimskviðna er fjallað er um réttarhöldin yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en þeim lauk í vikunni. Forsetinn var sem kunnugt er ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir embættisglöp í starfi; fyrir að misnota völd sín sem forseti annars vegar, og fyrir að hindra framgang rannsóknar fulltrúadeildarinnar hins vegar. Hvernig fór þetta allt saman, og hvernig kemur forsetinn út úr þessu, nú þegar um níu mánuðir eru þangað til forsetakosningar fara fram Vestanhafs? Rætt er við Silju Báru Ómarsdóttur, dósent í stjórnmálafræði. Bandaríkjaforseti og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels kynntu á dögunum nýja friðaráætlun fyrir Palestínu. Hún hefur fallið í grýttan jarðveg þar. Er áætlunin raunveruleg leið til friðar eftir áratuga átök milli Ísraelsmanna og Palestínumanna eða gerir hún í raun illt verra? Hallgrímur Indriðason skoðaði áætlunina og ræddi við Magnús Þorkel Bernharðsson um næstu skref í þessari langvinnu deilu. Þá fer Birta Björnsdóttir yfir og rifjar upp samspil pólitíkur og Óskarsverðlauna, um umdeilda verðlaunahafa og hvernig sum þeirra hafa nýtt sviðsljósið til að koma málefnum í umræðuna. Og hvort að það hafi einhver áhrif. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

  22 | Spilling í Argentínu, Brexit og leit Kobes að fullkomnun

  22 | Spilling í Argentínu, Brexit og leit Kobes að fullkomnun

  Í tuttugasta og öðrum þætti Heimskviðna er fjallað er um AMIA-sprengjuárásina í landinu árið 1994, versta gyðingahatursglæp frá helförinni og saksóknarann Alberto Nisman. Nisman var líklega myrtur degi áður en hann ætlaði að greina opinberlega frá ásökunum um að þáverandi forseti og núverandi varaforseti hefði hylmt yfir með árásarmönnum í skiptum fyrir viðskiptasamninga við Íran. Dauði saksóknarans er til umfjöllunar í nýrri þáttaröð á Netflix, sem vakið hefur mikil viðbrögð í Argentínu. Brexit er orðið að veruleika, þremur og hálfu ári eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem klauf bresku þjóðina og Bretar hafa loks yfirgefið Evrópusambandið. En þótt Bretar séu á leið út, er enn langur vegur fram undan og nú taka við ellefu mánaða samningaviðræður við Evrópusambandið um framtíðar samskipti þeirra. Dóra Sif Tynes er gestur Heimskviðna í síðustu Brexit umfjöllun þáttarins, Í bili. Einn besti körfuboltamaður allra tíma, Kobe Bryant, lést á sunnudagskvöld, aðeins 41 árs. Hver var Kobe Bryant og hver verður arfleið hans? Guðmundur Björn ræðir við Svala Björgvinsson, sálfræðing og körfuboltaspekúlant, um manninn að baki goðsögunni Kobe og linnulausa leit hans að fullkomnun. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

  21 | Megxit, ráðabrugg Pútíns og ný samsæriskenning um dauða Tupacs

  21 | Megxit, ráðabrugg Pútíns og ný samsæriskenning um dauða Tupacs

  Í tuttugasta og fyrsta þætti Heimskviðna er fjallað um málið sem skekur bresku pressuna um þessar mundir: Megxit. Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan, vilja draga sig í hlé, draga úr embættisverkum á vegum bresku konungsfjölskyldunnar og standa á eigin fótum. Það gera þau meðal annars til að forða sér og sínum undan vökulum augum fjölmiðla. En er víst að ákvörðun þeirra verði til þess að draga úr áhuga fjölmiðla og almennings á þeim Harry og Meghan? Birta Björnsdóttir segir okkur frá Megxit. Ríkisstjórn Rússlands fór frá völdum í síðustu viku og nýr forsætisráðherra tók af Dimitry Medvedev. Það er þó engin stjórnarkreppa í landinu, og en þessi óvænta uppstokun ríkisstjórnarinnar tengist fyrirhuguðum, og viðamiklum breytingum á stjórnarskrá landsins. Fjögur ár eru þangað til Vladimír Pútín forseti þarf að láta að völdum, og talið er að nú ætli hann tryggja áframhaldandi völd sín, eftir að forsetatíð hans lýkur. Þrátt fyrir þetta þykja fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar einnig benda til þess að Rússland sé að styrkjast sem lýðræðisríki. Guðmundur Björn fjallar um málið og ræðir við Dagnýju Huldu Erlendsdóttur, fréttamann, um nýjasta útspil Pútíns. Þá fjallar Hallgrímur Indriðason um rapparann Tupac Shakur, sem var myrtur í september 1996. Eða hvað? Samsæriskenningar um að hann hafi sviðsett dauða sinn hafa verið lífseigar - og nú fyrir skömmu fengu þær enn meiri byr á óhefðbundinn hátt, svo ekki sé meira sagt. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

  20 | Átök Bandaríkjanna og Írans og ný heimastjórn á Norður-Írlandi

  20 | Átök Bandaríkjanna og Írans og ný heimastjórn á Norður-Írlandi

  Í tuttugasta þætti Heimskviðna, og þeim fyrsta á nýju ári, er fjallað um samskipti Bandaríkjanna og Íran, en í upphafi árs hitnaði heldur betur í kolunum. Þann þriðja janúar síðastliðinn var Qasem nokkur Soleimani, yfirhershöfðingi í íranska hernum, myrtur í drónaárás bandaríska hersins í Bagdad í Írak. Árásin naut samþykkis Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, sem sagði hana nauðsynlega til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Morðið á Soleimani vakti strax mikla reiði í Íran, enda Soleimani einn af valdamestu mönnum landsins. Og Íranir létu morðið ekki óátalið. En hver er baksaga þessara átaka og hvað gerist næst? Ólöf Ragnarsdóttir og Guðmundur Björn fjalla um málið. Rætt er við Magnús Þorkel Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams háskóla í Massachusetts. Þá fjallar Bogi Ágústsson um sögulega samninga á Norður-Írlandi. Um helgina tókust samningar um að endurreisa heimastjórn í landinu. Þá voru liðin þrjú ár frá því að Sinn Féin, flokkur lýðveldissinna sem nýtur stuðnings flestra kaþólikka á Norður-Írlandi, sleit samstarfi við stærsta flokk sambandssinna, Democratic Unionist Party. Bogi ræðir meðal annars við Sólveigu Jónsdóttur, sem þekkir vel til á Norður-Írlandi. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Top Podcasts In News

Listeners Also Subscribed To