37 episódios

Í tilefni 110 ára afmælis Morgunblaðsins leggjum við land undir fót og ræðum við 110 Íslendinga
hringinn um landið. Ferðin stendur yfir í heilt ár og í henni verður jafnt og þétt dregin upp spennandi mynd af lífinu í landinu frá sjónarhóli heimamanna á hverjum stað, með sögum af fólki, því sem helst er að frétta og hvar tækifærin liggja til þess að efla samfélagið til framtíðar. Ferðin stendur yfir í heilt ár og mun jafnt og þétt draga upp spennandi mynd af því sem helst er að frétta og hvar tækifærin liggja.

Hringferðin Ritstjórn Morgunblaðsins

    • Sociedade e cultura

Í tilefni 110 ára afmælis Morgunblaðsins leggjum við land undir fót og ræðum við 110 Íslendinga
hringinn um landið. Ferðin stendur yfir í heilt ár og í henni verður jafnt og þétt dregin upp spennandi mynd af lífinu í landinu frá sjónarhóli heimamanna á hverjum stað, með sögum af fólki, því sem helst er að frétta og hvar tækifærin liggja til þess að efla samfélagið til framtíðar. Ferðin stendur yfir í heilt ár og mun jafnt og þétt draga upp spennandi mynd af því sem helst er að frétta og hvar tækifærin liggja.

    #37 - Þjóðhátíð er handan við hornið

    #37 - Þjóðhátíð er handan við hornið

    Eyjamenn standa nú í stórræðum við undirbúning Þjóðhátíðar. Fyrstu helgina í ágúst breytir Heimaey um svip og þúsundir gesta sækja hana heim í þeim tilgangi að skemmta sér og öðrum. Í mörg horn er að líta og Morgunblaðsmenn tóku hús á mönnum sem eru öllum hnútum kunnugir við undirbúninginn - fyrr og nú.

    • 33 min
    #36 - Skúrinn undir Eyjafjöllum

    #36 - Skúrinn undir Eyjafjöllum

    Fjölskyldan í Varmahlíð undir Eyjafjöllum opnaði gistiheimilið Skúrinn árið 2017 og segir Anna Birna Þráinsdóttir, eigandi Skúrsins, það hafa verið mikið heillaspor. Anna Birna og dóttir hennar Ingveldur Anna Sigurðardóttir, fulltrúi sýslumanns og 2. Varaþingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, tóku hlýlega á móti blaðamönnum í Skúrnum og ræddu um lífið undir Eyjafjöllum.

    • 39 min
    #35 - Bræðrabrugg í Eyjum

    #35 - Bræðrabrugg í Eyjum

    Brothers Brewery hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem eitt áhugaverðasta brugghús landsins. Það er starfrækt í glæsilegu húsnæði í Vestmannaeyjum og nú hefur fyrirtækið opnað minnsta bar á Íslandi við höfnina í Eyjum. Þessu öllu fengu blaðamenn Morgunblaðsins að kynnast á ferð sinni út í Heimaey.

    • 40 min
    #34 - Eldheimar í Vestmannaeyjum

    #34 - Eldheimar í Vestmannaeyjum

    Þegar hugmyndir um minjavörslu tengda Vestmannaeyjagosinu fóru að taka á sig mynd upp úr aldamótum óraði engan fyrir því hvers konar aðdráttarafl fælist í því að segja þessa sögu. Eldheimar hafa sannað sig sem mikilvægur áfangastaður fyrir erlenda ferðamenn jafnt sem Íslendinga þegar Heimaeyjar er vitjað.

    • 25 min
    #33 - Listamaður á Háaleitisbraut og í Den Haag

    #33 - Listamaður á Háaleitisbraut og í Den Haag

    Sigurður Sævar Magnúsarson hefur um nokkurra ára skeið verið mjög áberandi í íslensku myndlistarlífi. Hann hefur á sama tíma stundað nám við Konunglegu listaakademíuna í Den Haag í Hollandi. Hann heldur úti vinnustofu á Háaleitisbraut en stefnir á útrás með haustinu. Moggamenn tóku hús á listamanninum.

    • 36 min
    #32 - Heitar kappræður í Hádegismóum

    #32 - Heitar kappræður í Hádegismóum

    Fyr­ir svör­um eru þeir fimm for­setafram­bjóðend­ur sem hlotið hafa 10% fylgi í skoðana­könn­un­um eða meira: Þau Bald­ur Þór­halls­son pró­fess­or, Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri, Halla Tóm­as­dótt­ir for­stjóri, Jón Gn­arr leik­ari og Katrín Jak­obs­dótt­ir fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra.

    Í upp­hafi kapp­ræðna eru kynnt­ar glóðvolg­ar niður­stöður síðustu skoðana­könn­un­ar sem Pró­sent ger­ir fyr­ir Morg­un­blaðið og mbl.is.

    • 1h 17 min

Top podcasts em Sociedade e cultura

NerdCast
Jovem Nerd
O Último Plano
G1
Desconhecido
Chico Felitti & Isabel Dias
É nóia minha?
Camila Fremder
Rádio Novelo Apresenta
Rádio Novelo
Que História É Essa, Porchat?
GNT

Você Também Pode Gostar de

Spursmál
Ritstjórn Morgunblaðsins
Þjóðmál
Þjóðmál
Snorri Másson ritstjóri
Snorri Másson
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Ræðum það...
Hlaðvarp Góðra samskipta - Ræðum það
Rauða borðið
Gunnar Smári Egilsson