9 episódios

Eitthvað grasserar á Glerársöndum og margir búast við svörum. Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður og Tómas Valgeirsson bíófíkill grandskoða sjónvarpsþættina Svörtu sanda frá ólíkum hliðum. Vangaveltur neytandans koma ferskar að skaparanum, en Tómas kemur með getspár, kenningar og fyrirspurnir á meðan þeir í sameiningu varpa ljósi á framvindu sögunnar, persónurnar, þemu og myndlíkingar. Þá er líka stutt í sturlaðar staðreyndir á bakvið gerð seríunnar og um kvikmyndagerð eins og hún leggur sig. Hefst þá stúderingin.

Sandkorn: Stúdering á Svörtu söndum TV/BZ

    • Filme e TV

Eitthvað grasserar á Glerársöndum og margir búast við svörum. Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður og Tómas Valgeirsson bíófíkill grandskoða sjónvarpsþættina Svörtu sanda frá ólíkum hliðum. Vangaveltur neytandans koma ferskar að skaparanum, en Tómas kemur með getspár, kenningar og fyrirspurnir á meðan þeir í sameiningu varpa ljósi á framvindu sögunnar, persónurnar, þemu og myndlíkingar. Þá er líka stutt í sturlaðar staðreyndir á bakvið gerð seríunnar og um kvikmyndagerð eins og hún leggur sig. Hefst þá stúderingin.

    Aukaþáttur: Saman í sandkassa

    Aukaþáttur: Saman í sandkassa

    Er ævintýrum Svörtu sanda lokið? Gæti verið að það sé pláss fyrir framhald og þar af leiðandi aðra seríu? 

    Í þessum hátíðlega aukaþætti Sandkorna taka þeir Tómas og Baldvin á móti helstu leikendum syrpunnar. Þau deila á milli sín sögum, fróðleiksmolum og nýtíðindum, allt sem að baki var og það sem bíður í nálægri (sem fjarlægri) framtíð. 

    Berlinale, sería tvö, leiktækni, undanþágur vegna Covid og væntingar og viðtökur áhorfenda eru á meðal umræðuefna, ásamt því hvort til séu náriðlar með hjarta, hvernig var fyrir alla að vinna í miðjum heimsfaraldri, ketilbjöllum Ævars Þórs o.fl. 

    Velkomin í Sandkassann (e. „cast-castið“). Þáttastjórnendur taka á móti Aldísi Amah Hamilton, Kolbeini Arnbjörnssyni, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, Þór Tulinius og Ævari víkingamanni.

    • 1h 27 min
    8. Búið og blessuð börnin

    8. Búið og blessuð börnin

    Móðurhjarta í rústum, dauðsföllum fjölgar, mömmustrákur með magnandi berserksgang og allar byssur komnar á loft. Nú er engin æfing, allt komið í há(drama)gír og má vont síður versna hjá Anítu á þessu stigi, en neyðin kennir naktri konu að spinna á meðan allt er á suðupunkti og ómögulegt er að aðskilja starfið frá persónulega lífinu.

    Tómas og Baldvin hafa margt að ræða, gera upp, endurskoða, spekúlera og skella upp úr yfir á meðan horft er yfir fjörið í alvörunni.

    Baldvin lítur yfir stærra ferðalagið, hvernig hugmyndin var á bak við stysta þátt seríunnar sem þó inniheldur 14 mínútna langa “klæmax” senu. Kannað er grimmt og hressilega hvort allt komi heim og saman á þessari taugatrekkjandi endastöð þar sem lokauppgjör karaktera ákvarðar endanlega útkomu. Eru þræðir of opnir? Eru holur í handriti? Kemst tilfinningakjarninn til skila? Tókst vel til að gera subbuskapinn smekklegan? Stenst þetta allt undir tilsettum krafti og hvaða fleiri páskaegg gætu hafa farið fram hjá áhorfendum í gegnum alla þáttaröðina?

    Tómas gerir upp getspárnar og tilviljanirnar í gegnum innslögin með leikstjóranum á vikunum liðnum. Kemst tilfinningakjarninn til skila? Stenst þetta allt undir tilsettum krafti og hvaða fleiri páskaegg gætu hafa farið framhjá áhorfendum yfir alla þáttaröðina?

    Það sem hófst hjá Zetunni með áhrifum Twin Peaks endaði með lofsöng til hinnar sígildu Se7en frá David Fincher. Þá ber að kanna hvað er í kassanum og hvernig öll heild Svörtu sanda raðast upp þegar öllu er á botninn hvolft. Þetta er stúdering lokasprettsins þar sem sérstaklega er rökrætt hvernig og hvort eigi að drepa “Kevin Spacey” sögunnar eða ekki - og síðan spyrja:

    Hvað svo?

    • 1h 10 min
    7. Hversu milt er móðurhjartað?

    7. Hversu milt er móðurhjartað?

    Oft er nauðsynlegt að stíga til baka að geta komist lengra áfram. Í sjöunda þætti Svörtu sanda er horft aftur til fortíðar og hrært vandlega í tímalínum til að varpa nánara ljósi á ógnina sem herjar á Anítu, fjölskyldu hennar og teymi innan bæjarins. Í kjölfar uppákomunnar með Helgu hefur hinn dularfulli og margumtalaði Davíð skotið loksins upp kollinum eftir margra ára fjarveru. Davíð kemur þó ekki án farangurs sjálfur á meðan dauðinn er yfirvofandi þessa dagana á Glerársandi, auk spurningarinnar um hvort móðurhöndin sé skilyrðislaust mjúk.

    Heimur Anítu farinn að hringsnúast sem aldrei fyrr á meðan áframhaldið veltur á því hvort náunganum sé treystandi og enn fremur hvort sannleikurinn geti bætt úr hlutum eða valdið frekari á verstu stundu.  

    Á meðan brátt líður að stóra lokasprettinum kafa þeir Tómas og Baldvin út í sífjölgandi ‘mömmu-issjú’ seríunnar, mynstur fjöldamorðingja og hvað stóru flassbakk-senurnar segja okkur í raun um framvinduna liðnu og klæmaxinn handan við hornið. Einnig er rætt um mynstur sem og triggera Salómóns, stöðugan persónuvöxt Ragnars og kaflaskilin í lífi Fríðu. Auk þess er eitt gífurlega minnisstætt hótelherbergi og enn eftirminnilegra baðkar í tærum fókus þessa innslags ásamt óvæntri leiktækni Pálma Gestssonar og ferlið að skrifa tónlistina fyrst inn í handrit og síðan spyrja um leyfi.

    Og jú, Baldvin flytur bitastætt kvæði.

    • 54 min
    6. Lítill drengur með frómas í hausnum

    6. Lítill drengur með frómas í hausnum

    Rauðsíldarflaggið er úr sögunni en rauðir fánar alls staðar í lífi Anítu og félaga, enda púslin hægt og bítandi farin að smella saman á meðan fleiri spurningar raðast upp. Grímur falla, kúli er tapað og verða ‘mömmukomplexar’ allsráðandi en á þessu stigi í sögunni verður ekki aftur snúið. Til að bæta gráu ofan á svart er ömurlegasta pizzukvöld allra tíma í vændum á heimili Elínar.

    Nú eru það eitraðir sjarmörar og vafasamir mömmustrákar sem koma rakleiðis til umræðu hjá Tómasi og Baldvini, auk þess hvernig meira er í Fríðu og Ragnar spunnið en áður bar að geta. Tómas telur tilvísanir í Alfred Hitchcock vera þarna nokkrar skýrar og kemst ekki hjá því að ræða fyndnu fjarvistarsönnunina og leiktakta Kolbeins Arnbjörnssonar. 

    Baldvin segir frá földum konfektmolum sögunnar, „föndurpitsu“ og rifjar einnig upp hvernig ferlið gekk fyrir sig að skjóta sjónvarpsseríu þegar COVID-faraldurinn var nýfarinn að herja á heimsbyggðina. Þá er líka varpað ljósi á breyttu tíma kvikmyndagerðar á Íslandi, spuna á setti og óvænta tengingu Tómasar við framleiðslu seríunnar - en þar er einmitt heimili Elínar í brennidepli. 

    Búið ykkur undir ‘Sækó-súpu’.

    • 49 min
    5. Enn ein súpan

    5. Enn ein súpan

    Veganréttir og makamál eru áberandi í fókus í fimmta hluta Svörtu sanda. Hér að sinni er varpað ljósi á klassíska klisju í morðsögugeiranum sem hér byrjar að laumast inn í Svörtu sanda, þegar tengingar við hundgamalt, dularfullt sakamál fara að birtast úr óvæntum áttum. Þá er aldeilis kannaður púlsinn á ástarmálum okkar fólks. Nú sitja allir helstu karakterar í súpunni, með salt í sári á meðan nokkrir þeirra slást um betri hamborgarann. Velkomin í 'Stóra sambandsþáttinn'.

    Á rammpökkuðum klukkutíma ræða Tómas og Baldvin viðbrögð við þáttunum hingað til, óvænta boðið á Berlinale á meðan sjálfskipaðri sóttkví stóð og þetta helsta sem að baki liggur og mögulega framundan í framvindu seríunnar.

    Þá biður Tómas leikstjórann um sambandsráð á meðan leitast er eftir svörum um hvernig það var að skjóta nektarsenu með °360 snúningi á kameru. Einnig er komið inn á almennt upplýsingaflæði í handritsgerð, hið ósagða á skjánum og ólíku pörin í sviðsljósinu.

    • 1h 10 min
    4. Um kindina, kynhvötina og harðhausinn að sunnan

    4. Um kindina, kynhvötina og harðhausinn að sunnan

    Í fjórða þætti er meira lagt á Anítu og vinnuálagið þegar lögreglan á Glerársandi neyðist til að taka á móti „hot-shottanum“ að sunnan og þungum farangri hans.

    Gústi er loksins kominn úr felum en óþægindin magnast þegar erfiðara verður að aðskilja starfið og einkalífið á meðan hitnar í kolunum hjá fleirum en bara makanum hans Gústa.

    Tómas og Baldvin hafa nóg til að stúdera enda markar fjórði kafli mikla gírskiptingu fyrir seríuna eins og hún leggur sig; þar sem speglanir, spíralar, fiðrildi og fuglar eru allsráðandi í andrúmsloftinu. Tómas kallar þetta „rómantískan farsakomedíuþriller.“

    Einnig eru kynlífssenur þáttarins skoðaðar út og inn ásamt umræðum um umdeilda hljóðvinnslu á frumsýningardegi fyrsta þáttar og sárum, ósögðum sannleikanum á bak við íslenska sendiferðabíla. Þá eru rök færð fyrir því hvort nokkuð eigi að spá í rauðsíldarfánann en þeirri spurningu er allavega svarað um hvernig tókst að finna nýja víkinginn í Ævari Þór.

    • 1h 1m

Top podcasts em Filme e TV

RapaduraCast - Podcast de Cinema e Streaming
Cinema com Rapadura
Cinemático
B9
Não Apague A Luz
Não Apague a Luz
That Was Us
Mandy Moore, Sterling K. Brown, Chris Sullivan
Falando de Nada
Michel Arouca e Aline Diniz
Omelete
Omelete