10 episodes

Einar Ólafsson og Óskar Páll Sveinsson eru meistarar hver á sínu sviði. Einar á gönguskíðum og Óskar Páll gamalreyndur útvarpsmaður og núna einn mesti nördinn í skíðagönguheiminum á Íslandi. Þeir fá til sín unga sem aldna skíðagöngumeistara og annað fólk sem tengist á einhvern hátt skíðagöngu, útivist og heilsu. Þátturin Skíðaganga – gengið á fólk, mun kryfja alla helstu þætti sem snúa að skíðagöngunni og lífsstílnum í kringum þessa flottu íþrótt, æfingar, markmið, næringu, keppnir, áburð og æfingaálag svo fátt eitt sé nefnt.

SKÍÐAGANGA - GENGIÐ Á FÓLK Einar Ólafsson og Óskar Páll Sveinsson

    • Esportes

Einar Ólafsson og Óskar Páll Sveinsson eru meistarar hver á sínu sviði. Einar á gönguskíðum og Óskar Páll gamalreyndur útvarpsmaður og núna einn mesti nördinn í skíðagönguheiminum á Íslandi. Þeir fá til sín unga sem aldna skíðagöngumeistara og annað fólk sem tengist á einhvern hátt skíðagöngu, útivist og heilsu. Þátturin Skíðaganga – gengið á fólk, mun kryfja alla helstu þætti sem snúa að skíðagöngunni og lífsstílnum í kringum þessa flottu íþrótt, æfingar, markmið, næringu, keppnir, áburð og æfingaálag svo fátt eitt sé nefnt.

    #10 Óskar Jakobsson - Skíðgöngukennari með meiru

    #10 Óskar Jakobsson - Skíðgöngukennari með meiru

    Óskar Jakobsson ólst upp á Ísafirði í vöggu skíðagöngunnar.Hann hefur verið farsæll skíðagöngukennari og kennt á annað þúsund manns.Hann segir okkur hér frá óvenjulegri æsku sinni, skíðgönguferlinum, farsælum hlaupaferli og fleiru.

    • 41 min
    #9 Daníel Jakobsson - Ólympíufari og formaður Fossavatnsgöngunnar.

    #9 Daníel Jakobsson - Ólympíufari og formaður Fossavatnsgöngunnar.

    Daníel Jakobsson náði lengra en flestir á frekar stuttum keppnisferli. Hér fer hann yfir ólympíuleikana í Lillehammer og fleira í skemmtilegu spjalli.

    • 1 hr
    #8 Snorri Einarsson Taka Tvö - Ólympíuleika Uppgjör

    #8 Snorri Einarsson Taka Tvö - Ólympíuleika Uppgjör

    Snorri Einarsson gerir upp ólympíuleikana í Peking og segir okkur frá lokaundirbúningnum.

    • 41 min
    #7 Magnús Eiríksson - 25 Vasagöngur og rúmlega 50 ára keppnisferill!

    #7 Magnús Eiríksson - 25 Vasagöngur og rúmlega 50 ára keppnisferill!

    Magnús Eiríksson er náttúrubarn og ólst upp í Fljótunum, flutti síðan til Siglufjarðar og byrjaði frekar seint að æfa skíðagönguna. Magnús hefur keppt 25 sinnum í Vasagöngunni og náð ótrúlegum árangri. Í þessu einlæga viðtali fer hann yfir ferilinn hispurslaust, og það er gaman að hlusta á þennan mikla meistara og reynslubolta sem er enn að keppa.

    • 1 hr 13 min
    #6 Brynhildur Ólafsdóttir - Útivistarmógúll og Fararstjóri

    #6 Brynhildur Ólafsdóttir - Útivistarmógúll og Fararstjóri

    Brynhildur Ólafsdóttir ræðir við okkur um ferðaskíði, brautarskíði, vetrarferðalög og aðra útivist. Brynhildur er sannkallaður reynslubolti í bransanum og segir einstaklega skemmtilega frá.

    • 57 min
    #5 Sævar Birgisson - Ólympíufari og margafaldur íslandsmeistari

    #5 Sævar Birgisson - Ólympíufari og margafaldur íslandsmeistari

    Ólympíufarinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Sævar Birgisson er gestur okkar í dag. Sævar er fæddur í Reykjavík, ólst upp á Sauðárkróki en er ættaður frá Siglufirði úr mikilli skíðagönguætt, þar sem bæði pabbi hans Birgir og afi hans Gunnar voru skæðir á gönguskíðunum. Sævar var gríðarlega góður en átti við þrálát meiðsli að stríða sem háðu honum töluvert og er í raun merkilegt að hann skildi ná eins langt og hann gerði.

    • 1 hr 18 min

Top Podcasts In Esportes

New Balls Please!
ESPN Brasil, Fernando Meligeni, Fernando Nardini
Posse de Bola
UOL
Correspondentes Premier
ESPN Brasil
Futebol no Mundo
ESPN Brasil, Alex Tseng, Gustavo Hofman, Leonardo Bertozzi, Ubiratan Leal
Bola Presa
ADeD Studio
Flow Sport Club
Estúdios Flow