31 episódios

Smá pláss er feminíski áttaviti RÚV núll. Allt um óþægileg stefnumót, svikaraheilkennið og plássið sem má taka eða gefa eftir í almannarými. Smá pláss er á hverju miðvikudagskvöldi á RÚV núll streyminu klukkan 21 og stýrist af Elínu Elísabetu Einarsdóttur og Sunnu Axels.

Smá pláss RÚV

    • Sociedade e cultura

Smá pláss er feminíski áttaviti RÚV núll. Allt um óþægileg stefnumót, svikaraheilkennið og plássið sem má taka eða gefa eftir í almannarými. Smá pláss er á hverju miðvikudagskvöldi á RÚV núll streyminu klukkan 21 og stýrist af Elínu Elísabetu Einarsdóttur og Sunnu Axels.

    Smá jól

    Smá jól

    Sunna og Elín elska jólin en hafa of oft orðið jólastressinu að bráð. Þær ræða um samviskubit, veganjól og pressuna sem fylgir oft jólunum um að allt þurfi að vera baðað fullkomnun og hamingju. Þetta er síðasti þátturinn í bili og því líta Sunna og Elín yfir farinn veg og rifja upp góðar stundir á Smá Pláss árinu sem er að líða.

    Klausturmálið

    Klausturmálið

    Sunna og Elín hafa setið tímunum saman á bar en hafa þrátt fyrir það aldrei gerst sekar um hatursorðræðu gagnvart samstarfsfólki sínu og minnihlutahópum. Sunna og Elín ræða um #klausturgate og viðbrögð þeirra sem komu að því máli. Þær ræða samsæriskenningar, kerfisbundna kvenfyrirlitningu, viðbrögð skeleggra kvenna við upptökunum og hvort þjóðkjörnir fulltrúar geti komist upp með svona hegðun.

    Polish Women in Iceland, with Anna Marjankowska

    Polish Women in Iceland, with Anna Marjankowska

    Sunna and Elín live in Iceland, which is also home to just over 17,000 Polish immigrants. Anna Marjankowska, board member of the Efling trade union, joins Smá Pláss this week to talk about Polish women in Iceland, the issues they face, such as employment below their qualifications, and getting stuck in certain sectors of work. Sunna, Elín and Anna discuss the Women's Day Off, Polish stereotypes, reasons for moving to Iceland and how Icelanders can welcome Polish immigrants in a more enthusiastic way. This week's Smá Pláss is a collaboration with RÚV English, to ensure the inclusion of non-Icelandic speakers in this particular topic: Polish women in Iceland. Að þessu sinni er Smá Pláss unnið í samstarfi við RÚV English og því spreyta Sunna og Elín sig á ensku í þætti vikunnar. Gestur þáttarins er Anna Marjankowska, meðlimur í stjórn Eflingar. Hún ræðir við Sunnu og Elínu um aðstæður pólskra kvenna á íslenskum vinnumarkaði, staðalmyndir, kvennafrídaginn og hvernig Íslendingar geta tekið betur á móti Pólskum innflytjendum. Efling meetings in Gerðuberg https://efling.is/2018/11/19/eflings-gerduberg-meeting-the-conditions-of-low-wage-women-are-unacceptable/?lang=en ,,Við erum ósýnileg“ - Stundin um pólska innflytjendur https://stundin.is/grein/7744/ Mannfjöldi eftir Bakgrunni - Hagstofan https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/mannfjoldi/mannfjoldi-eftir-bakgrunni-2017/ Hidden People by Wiola Ujazdowska https://www.huldufolk.net/wiola-ujazdowska/

    Konur af erlendum uppruna með Claudie Wilson

    Konur af erlendum uppruna með Claudie Wilson

    Sunna og Elín eru Íslendingar, en u.þ.b. 12% Íslendinga eru innflytjendur. Konur af erlendum uppruna eru oft í viðkvæmri stöðu, eins og sást á sögum þeirra í #metoo-byltingunni. Þessar konur hafa oft ekki stórt félagslegt bakland og verða gjarnan fyrir fordómum. Í þokkabót eru þær oft háðar ofbeldismönnum sínum um skjól og jafnvel dvalarleyfi á Íslandi. Gestur þáttarins er Claudie Wilson, héraðsdómslögmaður, en hún flutti til Íslands frá Jamaíka fyrir 17 árum. Hún hefur m.a. sérhæft sig í málum flóttamanna hérlendis og unnið innan Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Sunna, Elín og Claudie ræða um gagnkvæma aðlögun, hvernig er að vera augljós innflytjandi á Íslandi, Klausturmálið og hvernig íslenskar konur geta gefið erlendum konum meira pláss í sinni baráttu. Ræða Claudie Wilson á Arnarhóli, 24. október 2018 https://kvennafri.is/claudie-wilson/ Allt að sex ára fangelsi fyrir að standa upp fyrir flóttamann https://stundin.is/grein/7731/threttan-ara-fangelsi-fyrir-ad-standa-upp-fyrir-flottamann-i-flugvel/ Lög um útlendinga aðeins til á íslensku https://stundin.is/grein/7464/log-um-utlendinga-adeins-til-islensku/ Claudie Wilson í viðtali við Rauða krossinn https://www.youtube.com/watch?v=U91rXd6W0ks

    Kynsegin með Vallý

    Kynsegin með Vallý

    Sunna og Elín eru sískonur. Fólk sem er ekki sís býr margt hvert við fordóma og áreiti, og ekki síst misskilning. En samhliða því að sumstaðar sé mikið bakslag í réttindum hinsegin fólks er algengara og algengara að fólk vandi sig að kynja fólk rétt og venji sig á ný fornöfn. Íslenskan er smám saman að aðlagast með ýmsum nýyrðum (hýryrðum) og kynsegin fólk fær að skilgreina sig eins og þeim sýnist. Gestur þáttarins að þessu sinni er Valgerður Hirst Baldurs, sem er kynsegin, þ.e. upplifir sig utan kynjatvíhyggjunnar, og notar fornafnið hán. Þau ræða bakslagið í Bandaríkjunum, ferli Vallýjar við að fara í brjóstnám hjá transteymi Landsspítalans, mikilvægi þess að spyrja fólk um skilgreiningar og kynjun, kynsegin fyrirmyndir og hvernig er hægt að vera góður bandamaður. Hinsegin frá Ö til A: Kynsegin https://otila.is/hinsegin-regnhlifin/kynvitund-og-kyntjaning/kynsegin/ Vallý á Twitter https://mobile.twitter.com/kynsegin Viðtal við Vallý á Jafnréttisdögum HÍ: http://www.visir.is/g/2017171008918 Trans land https://gayiceland.is/2018/trans-land-a-new-platform-for-trans-people/

    Klám

    Klám

    Sunna og Elín hafa séð klám, enda er það svo aðgengilegt í dag að það er varla hægt að komast hjá því. Klám er farið að hafa stórtæk áhrif á ungt fólk, og þá sérstaklega stráka, sem alast upp með internetið við höndina og sjá klám jafnvel sem einu kynfræðsluna sem er í boði. Þetta hefur áhrif á tengslamyndun, sjálfsmynd og samskipti kynjanna. Þessi sort af klámi er þó ekki sú eina sem er í boði, enda er femínískt klám vaxandi bransi. Sunna og Elín ræða um klámkynslóðina, Eriku Lust og áhrif kláms á viðhorf gagnvart kynlífi. Ástrós Erla Benediktsdóttir - Útbreiðsla kláms og hugsanleg áhrif þess https://skemman.is/bitstream/1946/17971/1/FRG261L_BA%20ritger%C3%B0%20loka_%C3%81str%C3%B3s%20Erla%20Benediktsd%C3%B3ttir_2306912909.pdf Hvað einkennir svokallaða klámkynslóð? https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6429 Hvað er klám? https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2677 COCK, COCK.. WHO'S THERE? http://www.samiraelagoz.com/cock-cock-whos-there/ L'imparfait - franskt erótískt tímarit www.limparfaite.com Periodic table of feminist porn - Lotukerfi fyrir femínískt klám www.feministpornguide.com/periodictable.html It's Time For Porn To Change - Erika Lust á TEDx https://youtu.be/Z9LaQtfpP_8 Petites Luxures á Instagram https://instagram.com/petitesluxures?utm_source=ig_profile_share&igshid=19qv1v2wpunc6 Dr Lucy Neville - Male gays in the female gaze: women who watch m/m pornography http://eprints.mdx.ac.uk/17524/ OMG Yes - fræðsluvefur um fullnægingar kvenna www.omgyes.com

Top podcasts em Sociedade e cultura

NerdCast
Jovem Nerd
Rádio Novelo Apresenta
Rádio Novelo
Bom dia, Obvious
Marcela Ceribelli
Noites Gregas
Cláudio Moreno & Filipe Speck
Rádio Escafandro
Tomás Chiaverini
Que História É Essa, Porchat?
GNT