13 Folgen

Líkt og í öllum þvottakörfum landsins þá er þar að finna mismunandi efni og mismunandi liti. Í þessum þáttum munum við einmitt ræða allt á milli himins og jarðar þegar kemur að íslenskum körfubolta. Tökum viðtöl við hetjur úr hreyfingunni og veltum fyrir okkur hlutum sem allir ættu að tengja við.

Þvottakarfan Podcaststöðin

  • Basketball

Líkt og í öllum þvottakörfum landsins þá er þar að finna mismunandi efni og mismunandi liti. Í þessum þáttum munum við einmitt ræða allt á milli himins og jarðar þegar kemur að íslenskum körfubolta. Tökum viðtöl við hetjur úr hreyfingunni og veltum fyrir okkur hlutum sem allir ættu að tengja við.

  13. Þáttur - Kaffistofuspjall

  13. Þáttur - Kaffistofuspjall

  Við Þvottakörfumenn fengum Hadda Brynjólfs í heimsókn til okkar til að ræða ýmis málefni líðandi, núverandi og komandi stundar í körfuboltaheiminum. Við köstuðum fram umdeildum persónulegum skoðunum og höfðum gaman af. Bara rétt einsog á kaffistofunni.

  • 1 Std. 12 Min.
  12. þáttur - Kári Jónsson

  12. þáttur - Kári Jónsson

  Hafnfirðingurinn Kári Jónsson er einn allra efnilegasti leikmaður okkar Íslendinga. Í þessu spjalli talar hann í detail um meiðslin sem hrjáðu hann allt síðasta tímabil og þau áhrif sem meiðslin höfðu á hann andlega. Tímann úti hjá Barcelona, vangaveltur um næsta season, og svo magnað Quiz þar sem Heiðar lét svo sannarlega ljós sitt skína.... Eða þið vitið.

  • 1 Std. 58 Min.
  11. Þáttur - Joey D og Byssan

  11. Þáttur - Joey D og Byssan

  KR-Miðjan og Puma-Sveit Keflavíkur eru tvær stærstu stuðningsmannasveitir landsins, og hafa marga fjöruna sopið í þeim fræðum. Við töluðum um sjónarhorn stuðningsmannsins og sögðum fræknar sögur af afrekum þessara skrautlegu og oft umdeildu sveita.  Quiz'ið er á sínum stað, og svo deildu þeir félagar um sameiginlegt All-Time lið Keflavíkur og KR!  Þetta eru menn með skoðanir.

  • 1 Std. 56 Min.
  10. Þáttur - Logi Gunnarsson

  10. Þáttur - Logi Gunnarsson

  Logi Gunnarsson er einn af okkar ástsælustu körfuboltamönnum. Hann hefur upplifað miklar hæðir og miklar lægðir á sínum langa ferli. Í þessum þætti talar hann djúpt um daginn sem hans besti vinur, Örlygur Sturluson, lætur lífið, tíma þeirra saman, dagana í kjölfar slyssins og þau áhrif sem þetta hafði á hann og hans körfuboltaferil. Hann spjallar einnig um atvinnumennskuna, landsliðs-árin og tímann með Njarðvík, sem er löngu orðinn goðsagnakenndur.

  • 1 Std. 53 Min.
  9. Þáttur - Benedikt Guðmundsson

  9. Þáttur - Benedikt Guðmundsson

  Einn af okkar allra bestu þjálfurum kíkti til okkar í Podcaststöðina og spjallaði um allt á milli himins og jarðar. Hann er ekki þekktur fyrir að liggja á sínum skoðunum og á því varð engin breyting í þetta sinn. Þegar Benni talar, þá hlustar maður.

  • 2 Std 9 Min.
  8. Þáttur - Ólafur Ólafsson

  8. Þáttur - Ólafur Ólafsson

  Grindvíkingurinn Óli Óla er þekktur fyrir gríðarlegan karakter og baráttu innan vallar. Hann settist hjá okkur og talaði um stöðu mála í deildinni, áhrifin sem bræður hans höfðu á hann og hversu grátlegt það var að rétt missa af báðum stórmótum Íslenska landsliðsins. Magnaður karakter með magnaðar sögur.

  • 1 Std. 51 Min.

Top‑Podcasts in Basketball