27 Folgen

Helgaspjallið er podcast útgáfa af lið á Trendnet.is

Helgaspjallið Helgi Ómars

  • Gesellschaft und Kultur

Helgaspjallið er podcast útgáfa af lið á Trendnet.is

  Þáttur 26 - Helgaspjallið 3.0 - Sara María Forynja snýr aftur

  Þáttur 26 - Helgaspjallið 3.0 - Sara María Forynja snýr aftur

  Í þessum magnaða þætti kemur Sara María Forynja aftur, mörgum til mikillar ánægju en hún vakti ótrúlega mikla athygli í fyrri þætti hér á Helgaspjallinu. Við förum útí meðvirkni og hvernig hún leggur sig og hvernig hún kemur í ýmsum stærðum og gerðum. Við ræðum yoga, núvitund og hún blastar mindblowing hugmyndum um tálsýn. Þessi þáttur ætti að gagnast öllum og er algjört konfekt fyrir eyrun fyrir alla sem hafa áhuga á sælgætismolum fyrir sálina. Ef þú vilt hágæða næringu fyrir sjálfið þitt, þá skaltu stilla þennan þátt í botn. Gjörið svo vel!

  Instagram: helgiomarsson
  Instagram: forynja
  trendnet.is/helgiomars

  • 1 Std. 20 Min.
  Þáttur 25 - Helgaspjallið 3.0 - Uppgjör 2019 Helga Ómars & Röggu Nagla

  Þáttur 25 - Helgaspjallið 3.0 - Uppgjör 2019 Helga Ómars & Röggu Nagla

  Þennan þátt af Helgaspjallinu mætti kalla “Kryddsíld Helga Ómars með Röggu Nagla.


  Hér gera Helgi og Ragga árið 2019 upp með að horfa til baka á hvaða erfiðleika þau hafa yfirstigið, hverjir voru sigrarnir á árinu, hvaða lærdóm drógu þau af bæði áskorunum og velgengni.

  Helgi talar um missi, sorg, sambandserfiðleika, samskipti við vinnufélaga og margt fleira.
  Ragga talar um samskiptavanda í fjölskyldunni, ferðalög, umtal annarra og margt fleira

  Einnig talar Helgi um þá sjálfsvinnu sem hann og kærasti hans þurftu að tileinka sér, og hvaða verkfæri þeir hafa notað til að bæta samband sitt.

  Hvað sjá Helgi og Ragga fyrir sér á nýju ári og nýjum áratug?
  Hvað ber 2020 í skauti sér.
  Hvert ætlar Helgi að beina orkunni að á nýju ári, og halda áfram að bæta sjálfan sig sem manneskju.
  Hvað ætlar Ragga að taka sér fyrir hendur á nýju ári, og koma verkefnum á koppinn.

  Þessi þáttur er frábær hlustun fyrir alla sem vilja breyta sínu innra samtali og viðhorfi, verða betri manneskjur og byrja að horfa með öðrum augum á hindranir og vandamál.

  • 1 Std. 24 Min.
  Þáttur 24 - Helgaspjallið 3.0 - Eva Laufey Kjaran

  Þáttur 24 - Helgaspjallið 3.0 - Eva Laufey Kjaran

  Eva Laufey er landsmönnum vel kunnug og ég var svo heppinn að fá hana til mín í spjall sem veitti mér ótrúlega mikinn innblástur. Okkur tókst að ræða hin endalausu mál. Við ræðum meðal annars um unglingsárin, föðurmissi sem hún gekk í gegnum, ásamt fósturmissi, hvað það kenndi henni og sorgarferlið. Við ræðum einnig hugmyndina um orðið 'Ofurkona', hennar upplifun um kulnun ásamt því að hún deilir með okkur hvernig hún komst á þann stað sem hún er á í dag með öllu tilheyrandi. Ef ykkur vantar smá innblástur inn í daginn, þá mæli ég með að hlusta á þessa, njótið vel!

  • 1 Std. 21 Min.
  Þáttur 24 - Helgaspjallið 3.0 - GDRN / Guðrún Eyfjörð

  Þáttur 24 - Helgaspjallið 3.0 - GDRN / Guðrún Eyfjörð

  Tónlistarkonan og gæðasprengjan GDRN kemur til mín og eigum við okkar fyrsta spjall saman. Við ræðum allt frá reynslum unglingsáranna, kvíða og hvernig maður vinnur með honum. Tölum einnig um galdra á bakvið að ganga yfir gangbraut og hvaða skref Guðrún tók til að komast á þann stað sem hún er í dag. Besta ráð sem hún hefur fengið kom hjá Bubba Morthens, hvar hún fann blissið sitt og upplifun hennar að standa við hlið kærasta síns, Bödda sem lenti í þeirri reynslu að fá heilaæxli.

  • 1 Std. 8 Min.
  Þáttur 23 - Helgaspjallið 3.0 - Erna Hrund

  Þáttur 23 - Helgaspjallið 3.0 - Erna Hrund

  Við kynnumst Ernu Hrund Hermannsdóttir, förðunarmúngúl og vörumerkjastjóra Ölgerðarinnar betur. Hún hefur oftar en einu sinni í gegnum tíðina talað um mál sem hafa skapað mjög miklar eftirtektir, bæði þegar hún bloggaði á Trendnet.is og svo sannarlega í þessu spjalli sem við áttum saman. Við ræðum góð en einnig erfið menntaskóla ár og hvernig tímarnir hafa breyst. Hún opnar sig um nauðgun sem hún lenti í, fósturmissi og fæðingarþunglyndi og hvernig hún vann úr þeim málum. Einnig opnar hún sig alveg ótrúlega einlægt um skilnaðarferlið sem hún fór í gegnum og að sjálfssögðu hið jákvæða og hvernig hún vann úr þeim áföllum og ákvörðunum í lífinu og hvernig hún komst á þann stað sem hún er í dag.

  • 1 Std. 14 Min.
  Þáttur 22 - Helgaspjallið 3.0 - Jóhanna Guðrún

  Þáttur 22 - Helgaspjallið 3.0 - Jóhanna Guðrún

  Það þarf ekki að kynna Jóhönnu Guðrúnu en við ræðum allt frá barnastjörnu tímabilinu og upp að deginum í dag. Móðurhlutverkið ásamt því að fara yfir í feminisman, pressu nútímasamfélagsins, lífsstílinn og spirtúal hliðina.

  • 1 Std. 10 Min.

Top‑Podcasts in Gesellschaft und Kultur

Zuhörer haben auch Folgendes abonniert: