10 Folgen

Sagt er frá tíu Íslendingum sem hafa allir, hver á sinn hátt gert líf samborgara sinna betra og auðugra, án þess endilega að hafa verið hampað sérstaklega fyrir framlag sitt. Umsjón: Margrét Blöndal.

Huldufólk fullveldisins RÚV

  • Kunst

Sagt er frá tíu Íslendingum sem hafa allir, hver á sinn hátt gert líf samborgara sinna betra og auðugra, án þess endilega að hafa verið hampað sérstaklega fyrir framlag sitt. Umsjón: Margrét Blöndal.

  Þáttur 10 af 10

  Þáttur 10 af 10

  Þáttur 9 af 10

  Þáttur 9 af 10

  Dýrfinna Sigurjónsdóttir ljósmóðir

  Dýrfinna Sigurjónsdóttir ljósmóðir

  Dýrfinna Sigurjónsdóttir ljósmóðir er huldukona 8. þáttar. Hún starfaði sem ljósmóðir í Reykjavík í rúm 50 ár og á áttunda og níunda áratugnum var Dýrfinna nánast eina ljósmóðirin sem tók á móti börnum hjá konum sem vildu fæða heima. Lesið er út bókinni Lausnarsteinar - ljósmóðurfræði og ljósmóðurlist og að auki vitnað í Morgunblaðsgreinar. Viðmælendur eru Dýrfinna Sigurjónsdóttir ljósmóðir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir prófessor í ljósmóðurfræðum við Háskóla Íslands.

  Halldór Vilhjálmsson skólastjóri

  Halldór Vilhjálmsson skólastjóri

  Huldumaður næsta þáttar er Halldór Vilhjálmsson skólastóri á Hvanneyri. Halldór var fræðimaður og frumkvöðull og hafði gríðarleg áhrif á búskaparhætti hér á landi. Hann var skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri í tæp 30 ár og átti sér þann draum stærstan að til yrði menntuð bændastétt hér á landi og vildi að þeir sem sunduðu nám á Hvanneyri yrðu sómi sinnar sveitar. Bjarni Guðmundsson Professor emeritus við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri segir frá Halldóri í þættinum en hann skrifaði ævisögu Halldórs. Ævisagan heitir heitir Halldór á Hvanneyri - sagar fræðara og frumkvöðuls í landbúnaði á tuttugustu öld og í þættinum eru lesnir stuttir kaflar úr henni.

  Sigursveinn D. Kristinsson

  Sigursveinn D. Kristinsson

  Huldumaður þessa þáttar er Sigursveinn D. Kristinsson skólatjóri og tónskáld. Það eru bræðurnir Sigursveinn Magnússon fv skólastjóri og Örn Magnússon píanóleikari sem segja frá móðurbróður sínum. Í þættinum eru leikin tvö lög eftir Sigursvein; Fylgd sem hann samdi við ljóð Guðmundar Böðvarssonar. Sigrún V. Gestsdóttir syngur einsöng og Brynja Guttormsdóttir leikur undir á píanó. Hitt lagið er Fyrsti maí sem var samið við ljóð Jóhannesar úr Kötlum, flutt af Maíkórnum - stjórnandi Sigursveinn Magnússon. Að auki leikur Örn Magnússon eitt lag á píanó, Burlesca eftir Pál Ísólfsson.

  Benóný Ásgrímsson

  Benóný Ásgrímsson

  Huldumaður þessa þáttar er Benóný Ásgrímsson fyrrverandi yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Hann bjargaði mörgum mannslífum á ferli sínum og það er honum og þremur félögum hans að þakka við eigum þyrlusveit í dag. Einnig er talað við Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar í þættinum. Að auki eru notaðir gamlir fréttabútar úr safni Rúv og lagið sem heyrist í þættinum heitir La salle et la terrasse og er flutt af Charles Aznavour.

Top‑Podcasts in Kunst