57 episodes

Einn heitir Atli, hinn heitir Elías og saman ræða þeir opinskátt um það að vera inní, útúr og við jaðarinn á kvikmyndabransanum á Íslandi.

Atli & Elías Atli Óskar Fjalarsson & Elías Helgi Kofoed Hansen

    • TV & Film

Einn heitir Atli, hinn heitir Elías og saman ræða þeir opinskátt um það að vera inní, útúr og við jaðarinn á kvikmyndabransanum á Íslandi.

    55. Þáttur - Spjall við Hannes Þór Halldórsson

    55. Þáttur - Spjall við Hannes Þór Halldórsson

    Leikstjóri, höfundur, klippari og framleiðandi (og jújú, landsliðsmaður í fótbolta en hver er það ekki?) Hannes Þór Halldórsson kíkir til okkar í spjall niður í Kompu.



    Þrír prúðir drengir og þrír bjórar á mann. Við ræðum IceGuys, Leynilögguna, Séð&Heyrt og Óróa og allt þar á milli nema það að verja víti frá Lionel Messi -- Í staðinn verjum við tíma okkar í að ræða DVD safnið hans á skrifstofu Atlavík.

    • 1 hr 29 min
    54. Þáttur - Hlaupandi hádegismatur

    54. Þáttur - Hlaupandi hádegismatur

    Elías er rekinn. En það varir ekki lengi.

    Drengirnir rifja markmiðin sem þeir settu sér í byrjun síðasta árs og hvernig gekk að ná þeim. Flest eru brostin en örfáum þeirra var náð og því má vera stoltur af!

    Elías talar um áskoranir þess að vera með of mörg járn í eldinum á meðan Atli leggur orð í belg um framleiðslufyrirtæki sem standa ekki í skilum og potar svo í séríslenskt fyrirkomulag sem eflaust einhverjir þekkja sem "running lunch".

    • 1 hr 9 min
    53. Þáttur - 2023 í hnotskurn

    53. Þáttur - 2023 í hnotskurn

    Þunglyndasti dagur ársins og mikil gleði! Talað er um vinnuálag síðasta árs og vonir og drauma þess nýja... Atli er loksins byrjaður að skrifa lokaritgerðina sína á meðan Elías lýsir ferli sínu við að endurskrifa kvikmynd.

    • 1 hr 10 min
    52. Þáttur - Minning um sól

    52. Þáttur - Minning um sól

    „Nei sko! Ætli það séu ekki afleiðingar gjörða minna?“



    Rúmu hálfu ári síðar ákveður Atli að girða sig í brók og klippa þáttinn. Sem þá var stútfullur af ferskum umræðum og sumargleði en er nú orðin sorgleg minningarsúpa um sól sem einhverntíman skein.

    Ókei. Þetta er kannski ekki alveg svona hádramatískt...



    Við erum allavega mættir aftur!

    • 1 hr 2 min
    51. Þáttur - Þurrkur

    51. Þáttur - Þurrkur

    Það var ekki lengi kalt á toppnum hjá Atla & Elíasi eftir mikilfenglegt LIVE EXTRAVAGANZA. Hér ræðum við þurrk og dali í verkefnum okkar, sem alltof margir geta kannski tengt aðeins við. Því miður.

    En engar áhyggjur! Atli er búinn að gera fullt í dag!

    • 57 min
    50. Þáttur - Afmælisþáttur í Bíó Paradís í beinni (á þeim tíma)

    50. Þáttur - Afmælisþáttur í Bíó Paradís í beinni (á þeim tíma)

    Strákarnir eru í sannkölluðu afmælisstuði enda er þetta FIMMTUGASTI þátturinn af Atla & Elíasi. Vá...

    Þeir fá til sín góða gesti í sérstakan live þátt í Bíó Paradís í samvinnu við Stockfish kvikmyndahátíðina. Tommi Valgeirs kvikmyndagagnrýnandi með meiru og Einar Pétursson (eftir allt saman EKKI eini hlustandi þáttarins) heiðra drengina og áhorfendur með nærveru sinni. Bjór og gleði, fjórir míkrafónar, live áhorfendur og versta martröð klipparans*.



    *Það skal tekið fram að eftir rúman mánuð og vægt taugaáfall Atla við eftirvinnslu þáttarins bauðst Tommi Valgeirs af einskærri góðmennsku til að klippa þáttinn. Sem hann gerði á listilegan hátt. Ef þið sjáið hann, í guðanna bænum gefið honum knús!

    • 1 hr 39 min

Top Podcasts In TV & Film

Besat af Bachelorette
TV 2
Betacritic
Arkaden
Verdens bedste film
DR
Reality Tjek
Marlene Weybøll
Dårligdommerne
Dårligdommerne
Hakkedrengene
Dommerne