40 episodes

Rally Palli mun fá góða gesti í heimsókn til að spjalla um alls konar ferðir fólks á bílum, bæði ferðir í óbyggðum, erlendis, áætlanaferðum vöruflutningabílstjóra og hópferðamanna fyrr á tímum.

Fyrst og fremst er hlaðvarp þetta sett upp til að heiðra minningu frumkvöðlana og ekki síst til að minna okkur á notagildi bílsins.

Bílar, fólk og ferðir Páll Halldór Halldórsson / Rally Palli.

    • Leisure

Rally Palli mun fá góða gesti í heimsókn til að spjalla um alls konar ferðir fólks á bílum, bæði ferðir í óbyggðum, erlendis, áætlanaferðum vöruflutningabílstjóra og hópferðamanna fyrr á tímum.

Fyrst og fremst er hlaðvarp þetta sett upp til að heiðra minningu frumkvöðlana og ekki síst til að minna okkur á notagildi bílsins.

    #41 - Jóhannes Árnason

    #41 - Jóhannes Árnason

    Það var sérlega gaman að fá Jóhannes Árnason í heimsókn fyrr í dag, en hann hefur eiginlega alla sína ævi unnið við akstur bíla ýmiskonar. Jói er góður sögumaður eins og margir kolleka hans úr flutningabílabransanum og segir hér vel frá lífi og starfi sl ára.

    • 1 hr 38 min
    #40 - Harald Teitsson

    #40 - Harald Teitsson

    Við þekkjum öll gulu hópferðabílana sem eru svo víða hér um borg á ferðinni. Vel merktir TEITUR og hér segir Harald Teitsson sonur Teits Jónassonar sögu pabba síns og fyrirtækisins sem hefur starfað í rúm 60 ár.

    • 55 min
    #39 - Einar Indriðason

    #39 - Einar Indriðason

    Strandamaðurinn Einar Indriðason mætti óvænt í heimsókn og auðvitað stukkum við niður í stúdeóið og tókum upp einn þátt. Einar hefur stundað akstur um langt skeið, ekið vöruflutningabílum og rútum ýmiskonar, þar á meðal eitt sumar með hinum eina sanna Guðmundi Jónassyni fjallabílstjóra. Skemmtilegur þáttur að mati þáttarstjórnanda, sem hefur ekki hlegið jafn mikið í langan tíma.

    • 1 hr 54 min
    #38 - Hilmar Jacobsen

    #38 - Hilmar Jacobsen

    Fjallagarpurinn og frumherjinn Úlfar Jacobsen hóf snemma rekstur bíla til aksturs um hálendi Íslands.  Var
    ætíð hrókur alls fagnaðar, með gott skopskyn, frásagnaglaður svo aðrir heilluðust með.

    Hér segir Hilmar Jacobsen sögu pabba síns og fjölskyldufyrirtækisins og það er ljóst að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.

    • 1 hr 9 min
    #37 - Hallgrímur Lárusson

    #37 - Hallgrímur Lárusson

    Hópferða- og ferðaþjónustufyrirtækið Snæland Grímsson hf er rótgróið og gott fyrirtæki í alla staði. Byggir á langri sögu, formlega frá árinu 1945, en löngu áður voru eigendur þess farnir að vinna við bílarekstur ýmiskonar. Hallgrímur Lárusson annar eigenda fyrirtækisins í dag segir hér sögu þess og rifjar m.a. upp sögu langafa síns, sem var sá 12 hér á landi sem fékk bílpróf.

    • 53 min
    #36 - Gunni Vald og Lára

    #36 - Gunni Vald og Lára

    "Lífið er núna" segja þau hjónin Gunnar Valdimarsson og Lára Kristjánsdóttir, en þau hafa stundað ferðalög og útivist um um langt skeið, þar sem skíði, sleðar, skór og ökutæki eru óspart notuð. Hér segja þau sögu sína frá unga aldri, þar sem hátindur ferðalaga var lengsta jeppaferð Íslandssögunnar sem tók 9 mánuði og ekið var um 54.000 km í leiðangri ásamt vinahjónum um síðustu aldamót, þar sem hughrekki, kjarkur og ævintýramennska dreif ferðalagið áfram.

    • 1 hr 39 min

Top Podcasts In Leisure

Bilklubben
RadioPlay
Bilradio
Jyllands-Posten
Vennepunkt
DR
Frigear
FDM
SOLO med Anna Lin
DR
High on Cars - Podcast
High on Cars

You Might Also Like

Þjóðmál
Þjóðmál
Í ljósi sögunnar
RÚV
Beint í bílinn
Sveppalingur1977
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
Helgi Jean Claessen