29 episodes

Í Draumaliðinu fáum við íslenska knattspyrnumenn til að velja besta byrjunarlið skipað af leikmönnum sem þeir hafa spilað með á ferlinum. Allt saman í boði Lengjunnar og Session Craft Bar.
www.facebook.com/draumalidid

Draumaliðið Jói Skúli

  • Sports
  • 4.6, 7 Ratings

Í Draumaliðinu fáum við íslenska knattspyrnumenn til að velja besta byrjunarlið skipað af leikmönnum sem þeir hafa spilað með á ferlinum. Allt saman í boði Lengjunnar og Session Craft Bar.
www.facebook.com/draumalidid

  Ingólfur Veðurguð Þórarinsson

  Ingólfur Veðurguð Þórarinsson

  Ingó var á sínum tíma gríðarlega efnilegur unglingalandsliðsmaður áður en hann varð einn farsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Ingó var í yngri landsliðum með stjörnum á borð við Kjartani Henry og Ragga Sig en endaði knattspyrnuferil sinn sem markmaður og spilandi þjálfari hjá fallliði Hamars í Hveragerði. Í millitíðinni fór hann í gegnum mesta blómaskeið í sögu uppeldisfélags síns á Selfossi ásamt goðsagnakenndum leikmönnum sem rætt var um í þættinum og Draumalið Ingó valið.

  • 1 hr 27 min
  Halldór Smári Sigurðsson

  Halldór Smári Sigurðsson

  Halldór Smári Sigurðsson var langt frá því að vera besti leikmaðurinn í yngri flokkum Víkings og að eigin sögn lagði hann ekkert endilega inn the extra work, hann bara var þarna og mætti á æfingar. Í dag er hann 32 ára og ef allt er eðlilegt verður hann leikjahæsti leikmaður i sögu Víkings í sumar eða næsta sumar. Halli er stórskemmtilegur maður og sagði okkur frábærar sögur frá misgóðum tímum enda hefur það kostað blóð, svita og tár að vera Víkingur síðastliðinn ár en hann var heldur betur verðlaunaður síðasta sumar þegar hann varð bikarmeistari með uppeldisfélagi sínu. Ekki til betri maður til þess að velja besta lið Víkinga frá síðustu 15 árum.

  • 1 hr 11 min
  Jón Kári Eldon

  Jón Kári Eldon

  Jón Kári Eldon er farsæll grafískur hönnuður sem heldur úti skemmtilegum twitter reikningi í eigin nafni en er fyrst og síðast hluti af týndu gullkynslóð íslenskra knattspyrnumanna sem hafa staðið í skugganum af hinni raunverulegu gullkynslóð sem hefur leitt þjóðina á EM og HM. Jón Kári er einn af mönnunum á bakvið eitt ótrúlegasta ævintýri í sögu íslenskrar knattspyrnu þegar hann fór með firmaliði sínu KV alla leið upp í næstefstu deild á Íslandi. Jón Kári er grasrótin, Jón Kári er ég og þú, sál fótboltans er í húfi.

  • 1 hr 15 min
  Kristján Óli Sigurðsson

  Kristján Óli Sigurðsson

  Kristján Óli Sigurðsson, Blönduósartryllirinn, kom í bæinn til að stunda nám í Verzlunarskólanum haustið 1996 og endaði sem verslunarprófshafi og stúdent frá MK og leikmaður í meistaraflokki Breiðabliks. Stjáni hefur þess utan spilað í hinum ýmsu bæjarfélögum út á landi, þ.e. heimahögunum á Blönduósi, Selfossi, Sandgerði og Ólafsvík, og hefur marga fjöruna sopið í boltanum. Stjáni er líka bara meistari og auðvitað Höfðinginn!

  • 1 hr 17 min
  Salih Heimir Porca

  Salih Heimir Porca

  Salih Heimir Porca lenti á Íslandi 4. febrúar 1990 og hefur lifað í sátt og samlyndi við íslensku þjóðina frá þeim degi, ef undan eru skilin einhver atvik frá knattspyrnuvellinum. Hann spilaði með Selfossi, Val, Fylki, KR og Breiðablik hér á landi og var einn albesti leikmaður deildarinnar á 10. áratugnum en hann varð bikarmeistari með Val árið 1992 og tvívegis með KR, 1994 og 1995.

  • 1 hr 21 min
  Brynjar Björn Gunnarsson

  Brynjar Björn Gunnarsson

  Brynjar Björn Gunnarsson spilaði frá 1999 til 2013 á Englandi og vann sig upp úr League 1 í Premier League á þeim tíma. Hann spilaði með Stoke City, Nottingham Forest, Watford og Reading á þessu tímabili ásamt því að spila 71 landsleik fyrir Ísland.

  Þátturinn er í boði Lengjunnar og Session Craft Bar og einnig í samstarfi með ÓK Bón, SuitUp og BYKO

  • 1 hr 13 min

Customer Reviews

4.6 out of 5
7 Ratings

7 Ratings

Top Podcasts In Sports

Listeners Also Subscribed To