14 episodes

Spjall um allt sem tengist meðgöngu og fæðingum

Fæðingarcast Podcaststöðin

  • Parenting

Spjall um allt sem tengist meðgöngu og fæðingum

  14.Þórunn Jörgensen - Mænudeyfingar laust

  14.Þórunn Jörgensen - Mænudeyfingar laust

  Þá er komið að síðasta þættinum okkar í seríu 1. 

  Þórunn kemur og segir okkur frá sinni fæðingareynslu. 

  Hún á eina 6 mánaða dóttir sem heitir Urður og gekk allt eins og í sögu, bæði meðganga og fæðing. Hún Þórunn lýsir hríðum  einsog slæmum túrverkjum sannkallað hörkutól. Alltaf gaman að fá að heyra líka jákvæðu og góðu reynslurnar. 

  • 41 min
  13.Tinna Freys - Keisari

  13.Tinna Freys - Keisari

  Gleðilegt nýtt ár
  Dúndur þáttur á nýju ári !

  Tinna Freysdóttir á 3 börn með stuttu millibili. 

  Börnin komu undir fyrstu tilraun á blómadegi, fyrsta barn Tinnu kom með bráðakeisara eftir erfiða fæðingu og  fór hún svo í valkvæðan keisara með seinni tvö.
  Þriðja barn Tinnu kom óvænt eftir erfiðan missir.
  Tinna er svo sannarlega gerð til að eignast börn.

  Svo er hún ótrúlega skemmtileg, góð fyrirmynd & flott móðir.

  • 1 hr 3 min
  12. Tanja Sól - Hótandi fyrirburafæðing

  12. Tanja Sól - Hótandi fyrirburafæðing

  Hún Tanja Sól kemur og segir okkur frá sinni reynslu en hún átti yndislega meðgöngu þar til hún fer óvænt af stað komin aðeins 29+5 vikur á leið. Hún fæðir svo drenginn sinn akkúrat á 30. viku. Hún segir okkur frá öllu ferlinu og fyrstu vikunum á Vöku. Mögnuð frásögn mæli með að hlusta.
  Þvílík hetjumæðgin.

  • 1 hr 51 min
  11. Tinna & Kolfinna - tvöfaldur þáttur

  11. Tinna & Kolfinna - tvöfaldur þáttur

  Systurnar Tinna Rún og Kolfinna komu til okkar í spjall og sögðu okkur frá sínum reynslum. Magnað hvað þetta er mismunandi hjá öllum! meirað segja systrum en Tinna Rún fór sjálf af stað komin um 39 vikur en Kolfinna fór í gangsetningu og átti heilum 15 dögum eftir settan dag. Yndislegar systur og við mælum með að hlusta! þið gætuð jafnvel heyrt í leynigesti.

  • 1 hr 43 min
  10. Irpa Fönn - Bráðakeisari & valkvæður keisari

  10. Irpa Fönn - Bráðakeisari & valkvæður keisari

  Þá er komið að tíunda þættinum okkar! Irpa Fönn kemur og segir okkur frá sinni reynslu. Hún á tvö börn og upplifði hún meðgöngu og fæðingarþunglyndi á fyrri meðgöngu en þá endaði hún í bráðakeisara eftir að það kom í ljós í miðri fæðingu að strákurinn hennar var að koma skakkur niður. Í seinni meðgöngu fór hún svo í valkvæðan keisara.

  • 1 hr 34 min
  9. Aníta Rún - 3 börn á 3 árum

  9. Aníta Rún - 3 börn á 3 árum

  Aníta Rún kemur og segir okkur frá sínum fæðingarreynslum. Hún eignaðist 3 börn á 3 árum og mætti segja að líkaminn hennar  væri gerður í það
  að eignast börn.  Gangsetning, meðgönguþunglyndi og axlarklemma eru aðeins nokkur dæmi sem hún þurfti að glíma við. Magnaðar frásagnir og allt er 
  gott sem endar vel.

  • 1 hr 52 min

Top Podcasts In Parenting

Listeners Also Subscribed To