6 episodes

Í Loftslagsþerapíunni eru snertifletir loftslagsógnarinnar skoðaðir í sambandi við allt það mannlega. Við tölum um óttann, afneitunina og skömmina, grátum kannski smá en hlæjum líka. Við tölum við siðfræðinga, sálfræðinga, pólitíkusa, presta, vísindamenn og venjulegt fólk. Við horfumst í augu við staðreyndir en látum okkur líka dreyma, reynum að leggja loft-slagsmálin á hilluna og hugsum í lausnum, því það er ekkert annað í stöðunni en að reyna að redda þessu saman. Þetta verður tilfinningarússíbani. Komdu með. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir.

Loftslagsþerapían - Hlaðvarp RÚV

    • Society & Culture

Í Loftslagsþerapíunni eru snertifletir loftslagsógnarinnar skoðaðir í sambandi við allt það mannlega. Við tölum um óttann, afneitunina og skömmina, grátum kannski smá en hlæjum líka. Við tölum við siðfræðinga, sálfræðinga, pólitíkusa, presta, vísindamenn og venjulegt fólk. Við horfumst í augu við staðreyndir en látum okkur líka dreyma, reynum að leggja loft-slagsmálin á hilluna og hugsum í lausnum, því það er ekkert annað í stöðunni en að reyna að redda þessu saman. Þetta verður tilfinningarússíbani. Komdu með. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir.

    „Það erum við sem drögum vagninn“

    „Það erum við sem drögum vagninn“

    Lengri útgáfa af viðtali við Katrínu Jakobsdóttur sem flutt var í fimmta þætti. Katrín ræðir meðal annars um mikilvægi þess að halda fast í lýðræðið á tímum loftslagsbreytinga, um aðgerðir, ábyrgð stjórnvalda og hindranir í veginum.

    Ég var föst í ómöguleikanum

    Ég var föst í ómöguleikanum

    Í síðasta þætti Loftslagsþerapíunnar skoðum við pólitíkina í kringum loftslagsmálin og spyrjum okkur hvort hún sé hluti af lausninni eða standi í vegi fyrir henni. Við fikrum okkur frá grasrótinni og að Parísarsamkomulaginu og leitum lausna, alls staðar á öllum tímum sólarhringsins. Það er eðlilegt að festast í ómöguleikanum þegar kemur að loftslagsmálunum, en lausnirnar eru til, í alvöru! Meðal viðmælenda í þættinum eru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Unnur Brá Konráðsdóttir og Eggert Benedikt Guðmundsson, sem saman leiða samstarfsvettvang stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum, Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs stjórnvalda, meðlimir í grasrótarhópi Landverndar, Justine Vanhalst, sameindalíffræðingur, Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og Geirharður Þorsteinsston, talsmaður Extinction Rebellion á Íslandi. Á næstunni verða lengri útgáfur viðtala og ítarefni sem ekki komst að í þáttunum sett inn á hlaðvarpið, viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur þar á meðal.

    „Barnsskömm“ og boðorðin tíu

    „Barnsskömm“ og boðorðin tíu

    Loftslagsvandinn er að mörgu leyti siðferðislegur vandi. Sumir hafa kallað hann siðferðisstorm. Í þessum þætti af Loftslagsþerapíunni kryfjum við loftslagsvandann með hjálp siðfræði og trúarbragða. Meðal viðmælenda eru vistguðfræðingur, grænkeri með húðflúr af slátursvíni, verkfræðingur sem valdi rósavín fram yfir ný föt og móðir sem á erfitt með að svara þegar dætur hennar spyrja hvers vegna þær megi ekki fara til útlanda.

    Við erum meistarar í afneitun

    Við erum meistarar í afneitun

    Afneitunin er hál og marglaga og þrífst best í upplýsingaóreiðu. Það er ótrúlega margt í okkur sem gerir það að verkum að við höfum tilhneigingu til að loka augunum fyrir loftslagsvandanum eða hreinlega afneita honum. Hvernig náum við höfðinu upp úr sandinum? Er nauðsynlegt að sannfæra fólk um að loftslagsbreytingar séu ógn? Í þriðja þætti Loftslagsþerapíunnar er fjallað um afneitunarsinna og afneitunariðnað en aðallega afneitunina innra með okkur. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir.

    Frá loftslagskvíða til solastalgíu

    Frá loftslagskvíða til solastalgíu

    Í öðrum þætti Loftslagsþerapíunnar er hlegið og grátið. Fjallað er um hvernig loftslagsvandinn tengist líðan okkar og geðheilsu og hvernig hægt er að lifa með honum. Það finna margir fyrir kvíða, reiði, sorg eða vanmætti gagnvart loftslagsvandanum. Það er skiljanlegt en það er verra ef tilveran verður samfellt kvíðakast eða þrálátar hugsanir keyra okkur í þunglyndi.

    Ég, amma og staðan í dag

    Ég, amma og staðan í dag

    Í fyrsta þætti Loftslagsþerapíunnar horfir þáttastjórnandi í tilvistarkreppu til fortíðar og framtíðar. Í fyrri hluta þáttarins er saga loftslagsumræðunnar rakin í stórum dráttum og sett í samhengi við líf okkar sem lifum í dag. Í síðari hluta hans er rætt við vísindamenn um stöðuna, hversu alvarleg hún er í raun og hvers vegna vísindamenn vilja ekki hugsa um áhrif fjögurra eða fimm gráðu hlýnunnar.

Top Podcasts In Society & Culture

Third Ear
Third Ear
Jagten på det evige liv
DR
Mørklagt
DR
Det Hemmeligste Af Det Hemmelige
Det Hemmeligste
Tyran
DR
Afhørt
Ekstra Bladet