100 episodes

Snorri Björns og áhugavert fólk.

The Snorri Björns Podcast Show Snorri Björns

  • Society & Culture
  • 4.9 • 32 Ratings

Snorri Björns og áhugavert fólk.

  Björn Hjálmarsson - sérfræðilæknir á BUGL

  Björn Hjálmarsson - sérfræðilæknir á BUGL

  Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á barna- og unglingageðdeild, ræðir um  tengslakerfið sem öflugasta vopnið gegn hugrænum þjáningum, hvernig þessar þjáningar birtast okkur í samfélaginu, stirnunarkerfið, lítil hrædd börn í líkömum fullorðinna einstaklinga, sjúkdómsvæðing sorgarinnar og flóttann frá eigin tilfinningum. Björn er hefur ekki bara menntun og langa starfsreynslu á þessu sviði heldur fór hann í gegnum afar erfiða lífsreynslu fyrir 20 árum síðan sem endaði með því að hann var nauðungarvistaður á geðdeild.

  • 1 hr 37 min
  Þorgrímur Þráins

  Þorgrímur Þráins

  Fáir sem ekki flokkast undir starfsstétt kennara hafa eytt jafn miklum tíma inni í skólastofum landsins og Þorgrímur Þráinsson. Eftir 13 ár af fyrirlestrum innan veggja skóla landsins deilir Þorgrímur fast mótuðum skoðunum sínum á hegðun samfélagsins gagnvart börnum, greiningu á vandamálinu sem skapast og úrræða sem þarf að grípa til.
  Þar að auki ræðum við rithöfunda-, blaðamanna- og knattspyrnuferilinn.

  • 1 hr 49 min
  Guðni Gunnarsson

  Guðni Gunnarsson

  "Hvað þekkir þú marga sem eru ekki fórnarlömb? Sem eru ekki að ásaka sig eða annan, ásaka ríkisstjórnina, sem eru ekki að réttlæta sína tilvist og afsaka sig? Af hverju? Því það er einhver ávinningur af því að vera fórnarlamb í eigin sögu. Þá geturu réttlætt vanmátt þinn og útskýrt af hverju þú ferð ekki á fætur, af hverju þú drekkur eða borðar svona mikið. Það er bara eitt lögmál: orsök og afleiðing. Ef þú ert að upplifa þjáningu eða vanmátt þá ertu að stórum hluta að valda því sjálfur."
   
  Guðni Gunnarsson er lífsráðgjafi og einn af frumkvöðlum Íslands á sviði líkams- og heilsuræktar. Hann hefur starfað við fagið í tæpa fjóra áratugi og er m.a. fyrsti einkaþjálfarinn á Íslandi.

  • 1 hr 51 min
  Jóhannes Ásbjörnsson

  Jóhannes Ásbjörnsson

  Fjölmiðlastjarnan sem var hafnað af LHÍ, fór að vinna í banka, hélt vinnunni í hruninu en sagði sjálfur upp til að opna veitingastað. Jói Ásbjörns hefur komið við á nánast öllum hefðbundnari miðlum og slegið í gegn í þáttum eins og Mono, 70 mínútur, Idol og Wipeout - þrátt fyrir að fjölmiðlarnir voru alltaf hans aukastarf.

  • 1 hr 45 min
  Baldvin Z

  Baldvin Z

  Baldvin Z leikstýrði Óróa, Vonarstræti, Lof mér að falla og nú síðast sjónavarpsþáttunum Svörtu Sandar.
  Hann fór ungur fram úr sjálfum sér með hljómsveitinni sinni, Toy Machine, þar sem þeir voru á brún þess að meika það í Bandaríkjunum en klúðruðu málunum í örlaga ríkri ferð sem kenndi Baldvini mikilvæga lexíu út ferilinn: Nobody gives a fuck. Gríðarlega skemmtilegt spjall um kvikmyndaframleiðsu, óþægilega raunverulega handrits- og bakgrunnsvinnu verkefna Baldvins, fjármögnun í bransanum, sjónvarpserían sem listform og hvernig Baldvin gleymdi að minna sig á áðurnefnda lexíu þegar Vonarstræti sló í gegn og hætti alfarið á Facebook til að verjast hrósi og athygli.

  • 1 hr 52 min
  Dagur B. Eggertsson

  Dagur B. Eggertsson

  Mikið hefur gengið á í Reykjavíkurborg og hjá borgarstjóra hennar síðustu áratugi. Líklegast það súrealískasta kjör Jóns Gnarrs sem borgarstjóra en Dagur lýsir þeirri atburðarrás frá sínu sjónarhorni í þættinum ásamt því hvernig hann ákvað að hrista upp í sjálfum sér og aflæra pólitíska framkomu eftir stórsigur Jóns, hvernig lýðheilsa borgarbúa og borgarskipulag haldast í hendur, læknisfræðimenntun Dags, álagið sem fylgir starfinu, fjölskyldulífinu, sjúkdómnum og seigluna sem þarf til að áorka hlutum í lífinu.

  • 1 hr 42 min

Customer Reviews

4.9 out of 5
32 Ratings

32 Ratings

GunnhildurDaða ,

Mæli 100% með

Uppáhalds viðtalsþættirnir mínir! Snorri er virkilega virkilega góður í þessu og gestirnir eru einhvernvegin alltaf fólk sem ég hef sjúklega mikin áhuga á að vita meira um (jafn vel þó ég vissi það ekki) - þríþraut í einhverri mynd er komin á markmiðalistan eftir síðasta þátt 👌🏼

Top Podcasts In Society & Culture

DR
DR
24syv
DR
Kiosk.social
DR

You Might Also Like

Beggi Ólafs
Ásgrímur Geir Logason
Helgi Jean Claessen
Hljóðkirkjan
RÚV
Þarf alltaf að vera grín?