190 episodes

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir.

Samfélagi‪ð‬ RÚV

    • Society & Culture

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir.

    Friðlýst svæði og þjóðgarðar, fjarkennsla, málfar og vísindaspjall

    Friðlýst svæði og þjóðgarðar, fjarkennsla, málfar og vísindaspjall

    Við ætlum að ræða friðlýst svæði og þjóðgarða, en starfshópur skilaði inn fyrir áramót skýrslu þar sem stöðu þessara svæða og áskorunum er lýst. Árni Finnsson hjá náttúruverndarsamtökum Íslands var formaður starfshópsins, og hann ætlar að ræða við okkur um helstu lykilþætti sem þarna komu fram, meðal annars hvað varðar mögulega fjölgun og stækkun friðlýstra svæða, þanþol svæðanna hvað varðar ágang, skipulag og umsjón - sem og fýsileika gjaldtöku. Svo veltum við fyrir okkur fjarkennslu og möguleikum hennar við Háskóla Íslands. Nú eru boðið upp á nokkur hundruð námskeið í fjarkennslu við skólann og áform um að fjölga þeim. Hólmfríður Árnadóttir, er verkefnisstýra fjarnáms við Háskóla Íslands. Hún ætlar að ræða þessi mál við okkur á eftir. Málfarsmínúta verður á sínum stað og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í sitt reglubundna vísindaspjall.

    • 59 min
    Útskriftarnemar, brotið og bramlað, málfar og dýrasvif

    Útskriftarnemar, brotið og bramlað, málfar og dýrasvif

    Flestir framhaldsskólar hafa útskrifað sitt fólk. Útskriftarárgangurinn í ár á að baki athyglisverð ár - covid setti tóninn í byrjun en hvernig endaði þetta allt saman og hvað ber framtíðin í skauti sér? VIð setjumst niður með tveimur nýútskrifuðum, það eru þau Erla Rúrí Sigurjónsdóttir úr Flensborg og Egill Breki Scheving úr Borgarholtsskóla. Sumarið er gjarnan tími fyrir ýmis konar leiki og sprell. Eitt af því sem býðst í Skemmtigarðinum í Grafarvogi er svokölluð Útrás þar sem fólk getur fengið brjóta og bramla alls kyns hluti, svo sem diska, glös og annað postulín, jólaskraut, sjónvörp, borð og bekki og svo mætti lengi telja. En hvaðan koma þessir hlutir og hvernig endurspegla þeir samfélag okkar og neysluhyggjuna sem oft virðist allsráðandi? Samfélagið bregður sér upp í Grafarvog hér á eftir og ræðir við Snorra Helgason framkvæmdastjóra Skemmtigarðsins. Málfarsmínúta er á sínum stað og svo er Dýraspjall, að þessu sinni er rætt við Hildi Pétursdóttur, sérfræðing hjá Hafró en hún er sérfróð um svokallað dýrasvif, sem eru smá en mikilvæg öllu lífríki hafs.

    • 55 min
    Unnin matvæli, málstol, málfar og roðskór fortíðar

    Unnin matvæli, málstol, málfar og roðskór fortíðar

    Við ætlum að kynna okkur það sem upp á ensku hefur verið kallað ?ultra processed foods? - það eru mjög mikið unnin matvæli sem innihalda allskyns efni sem vissulega eru æt, en flokkast kannski ekki endilega sem matur í eiginlegum skilningi. Undanfarið hafa komið í ljós ýmsar vísbendingar um að þessi meðferð á matnum okkar sé heilsuspillandi og í nýrri bók eftir breska lækninn Chris Van Tulleken eru nýjustu rannsóknir um matvæli af þessu tagi teknar saman og því lýst hvernig risafyrirtæki markaðssetja vörur sem geymast lengi, eru bragðgóðar og allt að því ávanabindandi. Við ræðum þetta við Bryndísi Evu Birgisdóttur, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Málstol er máltruflun sem getur haft áhrif á máltjáningu og málskilning, lestur og skrift. Talmeinafræðingar geta aðstoðað þau sem þjást af málstoli sem er talið að séu yfir 100 á ári á Íslandi - og nú ætla talmeinafræðingar allsstaðar að úr heiminum að koma saman á næstunni og rýna í málstol meðferðir við því og rannsóknir. Við ræðum við Ester Sighvatsdóttur yfirtalmeinafræðing á Landspítalanum. Við heyrum eina málfarsmínútu og fáum svo heimsókn frá safni RÚV. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri ætlar að leyfa okkur að heyra áhugaverða upptöku úr safninu.

    • 55 min
    Fiskveiðiráðgjöf, loftmengun og að lifa eins og kóngur í eggi

    Fiskveiðiráðgjöf, loftmengun og að lifa eins og kóngur í eggi

    Hafrannsóknastofnun kynnti fyrir helgi úttekt sína á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Og þar er sjálfbær nýting lykilhugtak. Ákveðnar tegundir eru í aðalhlutverki þarna sem fyrr, þorskur og ýsa eru t.d. í betra standi en í fyrra - það er lögð til aukning um 1% í aflamarki þorsks og heil 23% í ýsu. En líka samdráttur í ýmsum öðrum tegundum. Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar ætlar að ræða við okkur um ráðgjöfina, vísindin þar að baki og markmiðið um sjálfbæra nýtingu. Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor í umhverfisrétti og Gunnlaug Helga Einarsdóttir efnafræðingur hafa kært heilbrigðisnefnd Reykjavíkur til innviðaráðuneytisins fyrir aðgerðaleysi í tengslum við mikla loftmengun í Reykjavík - við ræðum við Aðalheiði í þættinum og heyrum hvaða leiðir þær eru að þræða til að koma málinu í farveg en það er óhætt að segja að ekki sé verið að gera almennum borgurum einfalt að bregðast við ógn gegn lýðheilsu. Málfarsráðunautur RÚV kemur svo til okkar í spjall um orðatiltæki, sem fólk ruglast oft á, til dæmis algengt að tveimur orðatiltækjum sé slegið saman - það getur verið fyndið - og vandræðalegt, en stundum kemur bara eitthvað nýtt og fallegt út úr þessu öllu saman.

    • 55 min
    Veðurathuganir um allan heim, meindýr, málfar, ruslarabb og streita

    Veðurathuganir um allan heim, meindýr, málfar, ruslarabb og streita

    Íslendingar hugsa mikið um veður, skoða spár og fréttir - enda veður hér válynd og óútreiknanleg. Íbúar heimsbyggðarinnar eru allajafna ekki svona upptekin af veðrinu, en það er líka meðal annars vegna þess að víða skortir einfaldlega rannsóknartæki til að safna upplýsingum og vinna úr þeim, vara við þegar hættur steðja að. Nú er unnið að því að þétta net veðurathugunarstöðva meðal annars í Afríku og karabíska hafinu - þetta hjálpar auðvitað fólki á þessum svæðum mjög - en þetta skiptir allan heimin líka máli - líka okkur Íslendinga - til dæmis er viðstöðulaus rigningatíð hér sunnanlands möglega afleiðing sandstorma í Sahara eyðimörkinni. Já veður og veðurkerfi tengjast og virða engin landamæri. Jórunn Harðardóttir rannsóknarstjóri hjá Veðurstofu Íslands sest hjá okkur. Við heimsækjum Skógræktina við Mógilsá. Þar hittum við Brynju Hrafnkelsdóttur skordýrafræðing. Hún ætlar að fræða okkur um hvernig meindýrin koma undan hörðum vetri og hráslagalegu vori. Málfarsmínúta Ruslarabb um brauðpokafestingar. Vísindaspjallið með Eddu Olgudóttur, hún segir okkur frá rannsóknum um hvaða áhrif streita hefur á heilastöðvarnar sem stjórna áti.

    • 55 min
    Rannsóknarstofa Vegagerðarinnar, blóðgjafir, ruslarabb og Stefán Gísla

    Rannsóknarstofa Vegagerðarinnar, blóðgjafir, ruslarabb og Stefán Gísla

    Það er ekkert tilviljanakennt við vegagerð, eins og komast má að þegar rannsóknarstofa Vegagerðarinnar er heimsótt - þar eru gerðar að því er virðist endalausar prófanir á steinefnum, allt gert til að örugglega verði settur saman hinn fullkomni vegur sem standist álag umferðar og veðurs. Jarðfræðingurinn Erla María Hauksdóttir tók á móti Samfélaginu sýndi græjurnar og grjótið og vísindin að baki. Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn var í gær og ýmislegt gert í tilefni af honum til að minna á mikilvægi þess að gefa blóð og hvetja nýja blóðgjafa til að drífa sig í blóðbankann. Við ætlum að ræða blóðgjöf og blóðgjafa við formann blóðgjafafélags Íslands, Davíð Stefán Guðmundsson Við fáum svo í lok þáttar umhverfispistil frá Stefáni Gíslasyni.

    • 55 min

Top Podcasts In Society & Culture

Rahva oma kaitse
(Raadio 2)
Müstiline Venemaa
(Vikerraadio)
Jäljed gloobusel
Kuku Raadio
Olukorrast riigis
(Raadio 2)
Toidujutud
Delfi Meedia
Reedene intervjuu
(Vikerraadio)

You Might Also Like

Þjóðmál
Þjóðmál
Í ljósi sögunnar
RÚV
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
Spegillinn
RÚV
Heimskviður
RÚV
Þetta helst
RÚV