30 episodios

Hlaðvarpsþættir um íþróttir.

Íþróttavarp RÚV RÚV

    • Deportes

Hlaðvarpsþættir um íþróttir.

    Gunnar Huseby, 100 ára

    Gunnar Huseby, 100 ára

    Ein af fyrstu íþróttastjörnum Íslands, Gunnar Huseby, fæddist 4. nóvember 1923 eða fyrir 100 árum. Hann var tvöfaldur Evrópumeistari í kúluvarpi en vandamál með áfengi varð til þess að hann keppti aldrei á Ólympíuleikum. Síðar setti hann þó tappann í flöskuna alveg sjálfur. Gunnar setti fjölda Íslandsmeta í kúluvarpi og kringlukasti og var landsfrægur. Í þessum þætti er saga Gunnars Huseby sögð og spiluð brot úr viðtölum við hann. Rætt er við íþróttafréttamennina Ómar Ragnarsson og Bjarna Felixson, Sigurbjörn Árna Arngrímsson frjálsíþróttasérfræðing og Jón Þ. Ólafsson fyrrverandi Íslandsmethafa í hástökki. Lesarar í þættinum eru Hreinn Valdimarsson og Birgir Þór Harðarson.
    Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.

    • 29 min
    HM í handbolta - Aron Pálmarsson

    HM í handbolta - Aron Pálmarsson

    Heimsmeistaramót karla í handbolta hefst eftir örfáa daga. Af því tilefni verður Íþróttavarpið á fullri ferð í janúar bæði á Rás 2 og í lengri útgáfu á hlaðvarpsveitum. Gestur þessa þáttar er landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson. Aron ræðir upphaf síns landsliðsferils, vonir og væntingar með landsliðinu á HM í janúar, væntanlega heimkomu í FH og ýmislegt fleira.
    Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.

    • 35 min
    HM í handbolta - Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson

    HM í handbolta - Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson

    Íþróttavarpið ræðir við landsliðsmenn Íslands í handbolta í aðdraganda HM í Svíþjóð. Gestir þáttarins í dag eru landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Þeir eru líka liðsfélagar hjá Kolstad í Noregi og konurnar þeirra eru systur. Þeir eru því mikið saman og eru góðir vinir. Þetta er til umræðu í þættinum ásamt HM sem er framundan, hvernig Sigvaldi valdi að spila fyrir Ísland frekar en Danmörku og skilaboðin sem Þórir Hergeirsson sendir reglulega á Janus Daða. Lengri útgáfu Íþróttavarpsins má finna á helstu hlaðvarpsveitum og í spilara RÚV.
    Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.

    • 28 min
    HM í handbolta - Björgvin Páll og Ólafur Guðmunds

    HM í handbolta - Björgvin Páll og Ólafur Guðmunds

    Íþróttavarpið er í Þýskalandi í dag og ræðir við landsliðsmenn eftir leikina tvo gegn Þýskalandi um helgina, og spáir í spilin fyrir HM sem hefst á fimmtudag. Viðmælendur dagsins eru reynsluboltarnir Björgvin Páll Gústavsson og Ólafur Guðmundsson.

    Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson

    • 35 min
    HM í handbolta - Gunni Magg og Gústi Jóh

    HM í handbolta - Gunni Magg og Gústi Jóh

    Íþróttavarpið heilsar í dag frá Kristianstad í Svíþjóð. Þar hefur íslenska landsliðið í handbolta leik gegn Portúgal á HM á morgun. Einar Örn Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson fóru yfir málin, en stærsti hlutur þáttarins er hins vegar spjall við aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins. Það eru þeir Gunnar Magnússon og Ágúst Þór Jóhannsson.

    Umjón: Einar Örn Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson

    • 28 min
    HM í handbolta - Ólafur Stefánsson

    HM í handbolta - Ólafur Stefánsson

    Gestur Íþróttavarpsins í dag er Ólafur Stefánsson fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta. Við fórum yfir tilfinninguna daginn eftir sigurinn á Portúgölum, samanburð við Óla og félaga og gamla liðið, karakterana í liðinu og svo útlitið fyrir morgundaginn þegar Ísland mætir Ungverjum.

    Umsjón: Edda Sif Pálsdóttir og Gunnar Birgisson

    • 45 min

Top podcasts de Deportes

El Partidazo de COPE
COPE
El Larguero
SER Podcast
Tiempo de Juego
COPE
Offsiders
La historia detrás del futbolista
La Sotana
La Sotana
Podcast de El Radio
Richard Dees

Quizá también te guste

Skoðanabræður
Bergþór Másson & Snorri Másson
Ólafssynir í Undralandi
Útvarp 101
Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
Helgi Jean Claessen
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
Teboðið
Birta Líf og Sunneva Einars
Undirmannaðar
Undirmannaðar