3 episodios

Á sama tíma og samfélagið hefur rofið þögnina um ýmis tabú sem tengjast líkama og stöðu kvenna hefur umræða um Breytingaskeiðið orðið eftir. Samfélagið virðist veita þessu náttúrulega lífsskeiði takmarkaða athygli, og miðaldra konum er ýtt út á jaðarinn í ýmsum skilningi. Í ofanálag eru upplýsingar um breytingaskeiðið brotakenndar og stundum mótsagnakenndar, sem getur af sér óöryggi, ótta og jafnvel skömm hjá sumum konum, meðan aðrar upplifa frelsi og aukinn lífskraft.
Fjallað verður um breytingaskeið kvenna út frá persónulegri reynslu þáttastjórnanda að auki varpa sjónarhorn úr læknisfræði, þróunarlíffræði, næringarfræði, mannfræði, grasafræði og kynfræði ljósi á fyrirbærið. Umsjón: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir.

Það sem breytingaskeiðið kenndi mér RÚV

    • Cultura y sociedad

Á sama tíma og samfélagið hefur rofið þögnina um ýmis tabú sem tengjast líkama og stöðu kvenna hefur umræða um Breytingaskeiðið orðið eftir. Samfélagið virðist veita þessu náttúrulega lífsskeiði takmarkaða athygli, og miðaldra konum er ýtt út á jaðarinn í ýmsum skilningi. Í ofanálag eru upplýsingar um breytingaskeiðið brotakenndar og stundum mótsagnakenndar, sem getur af sér óöryggi, ótta og jafnvel skömm hjá sumum konum, meðan aðrar upplifa frelsi og aukinn lífskraft.
Fjallað verður um breytingaskeið kvenna út frá persónulegri reynslu þáttastjórnanda að auki varpa sjónarhorn úr læknisfræði, þróunarlíffræði, næringarfræði, mannfræði, grasafræði og kynfræði ljósi á fyrirbærið. Umsjón: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir.

    Tíðahvörf

    Tíðahvörf

    Í þessum þætti verður fjallað um fyrsta undirtímabil breytingaskeiðsins, tíðahvörfin (e. perimenopause). Þessu tímabili er gjarnan lýst sem flóknasta og erfiðasta hluta breytingaskeiðsins. Rætt verður um einkenni, áskoranir og leiðir til að takast á við tíðahvörfin, með áherslu á kynheilbrigði og þá samfélagslegu þætti sem móta ríkjandi ímyndir af miðaldra konum.
    Viðmælendur eru Áslaug Kristjánsdóttir, kynfræðingur, Jens A. Guðmundsson, kvensjúkdómalæknir, og Jóhann Heiðar Jóhannsson, formaður Orðanefndar læknafélaganna.

    Umsjón: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir.
    Aðstoð við dagskrárgerð: Þorgerður E. Sigurðardóttir.

    • 41 min
    Tíðalok

    Tíðalok

    Í þessum þætti verður fjallað um annað undirtímabil breytingaskeiðsins, tíðalokin (e. menopause). Þetta tímabil sem í raun varir einungis í einn dag en fer fram hjá mörgum konum. Rætt verður hvaða tilgangi breytingaskeiðið þjónar í þróunarlíffræðilegu tilliti, og mismunandi hugmyndir um það í gegnum söguna reifaðar. Þá verður fjallað um hormónalyf sem meðferð við einkennum breytingaskeiðsins og leitað verður svara við kostum og göllum slíkrar meðferðar.
    Viðmælendur þáttarins eru Álfheiður Steinþórsdóttir, sálfræðingur, Jóhann Heiðar Jóhannsson, formaður Orðanefndar læknafélaganna, og Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur.

    Umsjón: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir.
    Aðstoð við þáttagerð: Þorgerður E. Sigurðardóttir.

    • 45 min
    Eftirtíðalok

    Eftirtíðalok

    Í þessum síðasta þætti verður fjallað um þriðja undirtímabil breytingaskeiðsins, eftirtíðalokin (e. postmenopause). Rætt verður um þetta tímabil út frá mannfræðilegu sjónarhorni, og skoðaðar verða þær breytingar sem verða á stöðu og upplifun kvenna þegar þær komast á eftirtíðalokaskeiðið. Skoðaðar verða leiðir til að takast á við einkenni með óhefðbundnum lækningum, auk þess sem sjónum verður beint að mikilvægi réttrar næringar fyrir konur á breytingaskeiðinu.
    Viðmælendur þáttarins eru Arndís Bergsdóttir, doktor í safnafræði, Birna Ásbjörnsdóttir, næringarfræðingur, Dagmar Eiríksdóttir, nálastungulæknir, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, mannfræðingur, Jóhann Heiðar Jóhannsson, formaður Orðanefndar læknafélaganna, Sara Stef. Hildardóttir, upplýsingafræðingur, og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði.

    Umsjón: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir.
    Aðstoð við þáttagerð: Þorgerður E. Sigurðardóttir.

    • 43 min

Top podcasts de Cultura y sociedad

The Wild Project
Jordi Wild
Después del Amor
Marcela Sarmiento
LO QUE TÚ DIGAS con Alex Fidalgo
Alex Fidalgo
A solas... con Vicky Martín Berrocal
Podium Podcast
Relojeros
Onda Cero Podcast
Sastre y Maldonado
SER Podcast