205 episodios

Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.

Þjóðmál Þjóðmál

    • Cultura y sociedad

Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.

    #217 – Fallbyssan í Seðlabankanum – Katrín frambjóðandi elítunnar – Dagur missir kúlið

    #217 – Fallbyssan í Seðlabankanum – Katrín frambjóðandi elítunnar – Dagur missir kúlið

    Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson fara yfir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum í heilt ár, þau áhrif og afleiðingar sem það hefur og margt fleira því tengt. Þá er rætt um komandi forsetakosningar og það helsta sem á sér stað í þeirri kosningabaráttu, umfjöllun um bensínstöðvarlóðir, allt það helsta á markaðinum, leiðréttingu á umræðu um tískumerki og margt fleira.

    • 1h 24 min
    #216 – Viðtal við David D. Friedman

    #216 – Viðtal við David D. Friedman

    Hagfræðingurinn og eðlisfræðingurinn David Friedman var nýlega staddur hér á landi. Hann kom við í Þjóðmálastofunni og ræddi þar um hinn frjálsa markað, hversu mikil völd hið opinbera ætti að hafa, um loftslagsmál, stöðu háskóla í hinum vestræna heimi og margt fleira.

    • 36 min
    #215 – Ásgeir er síðasta dúfan – Enn vetur á hlutabréfamarkaði

    #215 – Ásgeir er síðasta dúfan – Enn vetur á hlutabréfamarkaði

    Hörður Ægisson og Þórður Gunnarsson fara yfir allt það helsta, hver sé líklegur til að verða varaseðlabankastjóri og hvaða áhrif það mun hafa á peningastefnunefnd bankans, hversu líklegt það sé að vextir lækki í bráð, um aukna arðgreiðslu Landsvirkjunar og möguleikana á að skrá hluta félagsins á markað, um stöðuna á annars daufum hlutabréfamarkaði, dauf uppgjör bankanna og margt fleira.

    • 58 min
    #214 – Jack í kók fyrir Bessastaðakapphlaupið – Bjartasta vonin á markað

    #214 – Jack í kók fyrir Bessastaðakapphlaupið – Bjartasta vonin á markað

    Stefán Einar Stefánsson og Örn Arnarson ræða um þau forsetaframboð sem komin eru fram, erfiðar spurningar sem frambjóðendur hafa fengið um lífsgildi sín og viðhorf, hvernig kannanir eru að þróast og fleira því tengt. Þá er rætt um stöðu verðbólgunnar, þróun og áhrif vaxta, skráningu Oculis á markað og annað skemmtilegt í líflegum þætti.

    • 52 min
    #213 – Reynum að hætta að rífast fyrir framan börnin

    #213 – Reynum að hætta að rífast fyrir framan börnin

    Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, fer yfir stöðuna í stjórnmálunum, undarlega grein nýs formanns VG um orkumál, skot Framsóknar á Samfylkinguna um helgina, stöðu Bjarna Benediktssonar, hvort að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn gætu mögulega unnið saman, um skrýtna stöðu í borginni og afneitun borgarfulltrúa á veruleikanum. Þá er rætt um komandi forsetakosningar, áhugavert viðtal við Katrínu Jakobsdóttur í Spursmálum Morgunblaðsins og margt fleira.

    • 58 min
    #212 – Kjósendum mútað með eigin peningum – Kauptækifæri á markaði

    #212 – Kjósendum mútað með eigin peningum – Kauptækifæri á markaði

    Þórður Gunnarsson og Örn Arnarson ræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem er líkleg til að viðhalda verðbólguþrýstingi, yfirlýsingar þeirra sem héldu því fram að hugtakið gróðaverðbólga væri raunverulegt, skrýtin átök bankaráðs Landsbankans við Bankasýsluna, árshátíðarferð Landsvirkjunar, fjármunina sem streyma til Rúv, hugmyndir um alheimsskatt og margt fleira.

    • 56 min

Top podcasts de Cultura y sociedad

The Wild Project
Jordi Wild
A solas... con Vicky Martín Berrocal
Podium Podcast
LO QUE TÚ DIGAS con Alex Fidalgo
Alex Fidalgo
El lado oscuro
Danny McFly
Sastre y Maldonado
SER Podcast
El colegio invisible
OndaCero

Quizá también te guste

Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Í ljósi sögunnar
RÚV
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
Eftirmál
Tal
Spursmál
Ritstjórn Morgunblaðsins
Steve Dagskrá
Steve Dagskrá