23 episodios

Afsakið er hlaðvarp þar sem fjórar stelpukonur neita að biðjast afsökunar á því að vera þær sjálfar. Hér er (næstum) allt sett á yfirborðið – allt frá þeirra hjartans málum til hversdagslegra vangaveltna. Þessar stelpukonur eiga það til að taka beygjur sem enginn gat séð fyrir . Þær skirrast ekki við að taka upp hanskann fyrir þeim sem minna mega sín og nota húmorinn sem skjöld gegn því sem er ekki á rétta vog vegið í okkar óútreiknanlega samfélagi. „Ég get ekki staðið í því“ og „það hef ég alltaf sagt“ eru þeirra bráðsnjöllu tilsvör þegar þær reyna að koma á fullkomnu jafnrétti & bíða tjóns á sálu sinni í kjölfar Tinder hremminga.

Afsaki‪ð‬ Afsakið

    • Cultura y sociedad

Afsakið er hlaðvarp þar sem fjórar stelpukonur neita að biðjast afsökunar á því að vera þær sjálfar. Hér er (næstum) allt sett á yfirborðið – allt frá þeirra hjartans málum til hversdagslegra vangaveltna. Þessar stelpukonur eiga það til að taka beygjur sem enginn gat séð fyrir . Þær skirrast ekki við að taka upp hanskann fyrir þeim sem minna mega sín og nota húmorinn sem skjöld gegn því sem er ekki á rétta vog vegið í okkar óútreiknanlega samfélagi. „Ég get ekki staðið í því“ og „það hef ég alltaf sagt“ eru þeirra bráðsnjöllu tilsvör þegar þær reyna að koma á fullkomnu jafnrétti & bíða tjóns á sálu sinni í kjölfar Tinder hremminga.

    Huliðsskikkjan í Skeifunni

    Huliðsskikkjan í Skeifunni

    Þáttur vikunnar er með örlítið nýju sniði, afsökum ef hljóðgæði kunna að vera undarleg! 
    Lilja og Fjóla fara yfir mjög óheppilegt og óþolandi Tinder trauma sem Lilja valsaði inn í í vikunni. Tinder traumanu fylgdi svo umræða um misgóðar pikköpp línur en getið þið sagt okkur virka þær? Stelpuskot vikunnar er hin magnaða, klára, flotta, fallega og bráð gáfaða Tara Margrét sem hefur heldur betur beitt sér fyrir líkamsvirðingu síðustu ár. 
    Í kjölfar umræðu um líkamsvirðingu fléttaðist umræðan inn í filtera noktun, samfélagsmiðla, photoshop og óraunhæfar kröfur sem samfélagsmiðlar setja fólki. 

    • 1h 5 min
    "Aldrei segja pass við putta í rass" Ft. Eva Margrét

    "Aldrei segja pass við putta í rass" Ft. Eva Margrét

    Við bjóðum upp á algjöran neglu þátt þessa vikuna. Hún Eva Margrét kom til okkar í spjall. En hún er að sjálfsögðu stelpuskot vikunnar. Eva er fyrrum framkvæmdastjóri Arena og fráfarandi formaður RÍSÍ - Rafíþróttasambandi Íslands. Hún er partur af gamer gellum sem kalla sig Baba Patrol og tókum við mjög fræðandi samtal um stelpur í tölvuleikjum og fengum ráðleggingar um tölvuleikjanotkun barna.
    Að auki er hún brjálæðislega fyndin og kemur á hverju ári með mjög skemmtilegt take á páskaeggjamálsháttum. Hún er mikil fyrirmynd og talar opinskátt um ferlið sem hún er í þessa daganna í sjálfsvinnu og endurhæfingu.
    TinderTrauma er aðsent að þessu sinni! 
    Við þökkum Evu kærlega fyrir að mæta til okkar í spjall!

    • 1h 26 min
    Meira ruglið!

    Meira ruglið!

    Jæja, við erum komnar aftur og alveg ljóst að það gerir engum gott að við tökum pásu á milli þátta. Drottinn blessi okkur öll þegar við komum aftur eftir sumarfrí!
    Í þessum þætti er stelpuskotið hin frábæra, sterka og fallega Tanja Mjöll Ísfjörð aktivisti og snillingur með meiru!
    Þorbjörg leiðir rassaholuna sem var nú bara stútfull af rassaholum.
    Stelpurnar velta fyrir sér muninum á samskiptum milli kvenna og karla og er klárt að við þurfum að fá einn single mann í þáttinn, pronto!
    Svo fer þetta bara út í algjört rugl....verði ykkur að góðu!

    • 49 min
    Glæpamaður í tjaldi

    Glæpamaður í tjaldi

    Í þessum þætti er stelpuskotið hin magnaða og skemmtilega Karen Elva, markaðsstjóri Cu2.
    Þorbjörg deilir með okkur rassaholu og trúðum.
    Lilja setur stórt spurningamerki við random add á snapchat og stelpurnar ræða 4b hreyfinguna í Suður Kóreu og hvernig hallar á fæti hjá ákveðnum hópum í samfélaginu.
    Að sjálfsögðu er svo smá typpatal....

    • 1h 2 min
    Afmælis Queens!

    Afmælis Queens!

    Í þessum þætti er snert á mjög mikilvægu atriði! Lilja og Þorbjörg eiga báðar afmæli í þessari viku! Vúhú! Fjóla talar um skemmtilegt deit sem hún fór á og er að fara að stíga inn í nýjan kafla sem foreldri! 
    Stelpuskotið að þessu sinni er hin hæfileikaríka Anna Maggý ljósmyndari. Hún er ótrúlega mikill frumkvöðull þegar kemur að ljósmyndun og er ítrekað að víkka ramman. Verk eftir hana hafa birst í tímaritum bæði erlendum og innlendum. Hún hefur tekið upp tónlistarmyndbönd og sett upp ótal sýningar.
    Rassaholan er að sjálfsögðu afmælis tengd og spurning hvort við höfum fundið hina einu sönnu klikkuðu kattakonu?
    TinderTraumað er innsent að þessu sinni sem okkur þótti ótrúlega gaman. En gæjar....hvað er að? 
    Þátturinn er tekinn upp eftir háttatíma hjá þáttastjórnendum og því er mikið um steypu og hlátur!
     

    • 56 min
    Hægar og heimskar

    Hægar og heimskar

    Pakkaður þáttur í þessari viku!
    Fjóla, Lilja og Þorbjörg fara aðeins yfir nýjustu seríuna af Love Is Blind, þann mikla skandal!
    Fuglar koma óþægilega oft við sögu, Lilju til mikilla ama. En stelpurnar taka smá hring í Bezzervisser og komust að þeirri niðurstöðu að Þorbjörg veit allt og Lilja og Fjóla ekki neitt.
    Stelpuskotið er hin hæfileikaríka og flotta Lovísa Tómastdóttir klæðskeri og eigandi Rökkur Reykjavík. Stelpukona sem lætur ekkert stoppa sig og er með svo fallegan, litríkan og skemmtilegan persónuleika.
    Lilja er með hræææææææðilegt TinderTrauma. Strákar...þó að félaginn sé fínn þá þarf hann ekki að vera community d**ck!!
    Fjóla sviptir svo hulunni af því hvað hún er að hlust á þegar hún situr í kósý að hekla. Smá spoiler alert fyrir þau sem eru að lesa ACOTAR. En Fjóla hlustar auðvitað bara á smut og meira smut....

    • 1h 29 min

Top podcasts de Cultura y sociedad

The Wild Project
Jordi Wild
A solas... con Vicky Martín Berrocal
Podium Podcast
LO QUE TÚ DIGAS con Alex Fidalgo
Alex Fidalgo
Relojeros
Onda Cero Podcast
Después del Amor
Marcela Sarmiento
Sastre y Maldonado
SER Podcast

Quizá también te guste

Spjallið
Spjallið Podcast
Mömmulífið
Mömmulífið
Teboðið
Birta Líf og Sunneva Einars
Helgaspjallið
Helgi Ómars
Ólafssynir í Undralandi
Útvarp 101
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?