150 episodios

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Flakk RÚV

  • Arte

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

  15022020 - Flakk - Flakk um Arkitektúr - líkama og skynjun

  15022020 - Flakk - Flakk um Arkitektúr - líkama og skynjun

  Hvernig getur arkitektúr stutt við meðferðir, haft áhrif á velferð einstaklinga og styrkt klíníska ferla heilbrigðisstarfsfólks? Listaháskóli Íslands (LHÍ), Arkitektafélag Íslands (AÍ) og SARQ arkitektar héldu fyrir skömmu málþing um hönnun heilbrigðisstofnana og annarra mannvirkja með heilsu og vellíðan í huga . Auknar rannsóknir og aukin þekking hafa sýnt fram á gríðarlegt mikilvægi góðs arkitektúrs í hönnun mannvirkja fyrir heilbrigðisþjónustu. Ekki eingöngu getur góður arkitektúr sparað heilbrigðiskerfinu tíma og stórar fjárhæðir heldur getur góður arkitektúr haft jákvæð áhrif á líf sjúklinga og vellíðan þeirra. Rætt er við Hrafnhildi Ólafsdóttur arkitekt sem starfar í London. Ögmund Skarphéðinsson arkitekt hjá Hornsteinum og leiðir Corpus hópinn sem hanna Nýjan Landspítala og Hrólf Cela arkitekt hjá Basalt sem hannar nýtt hjúkrunarheimili, Skjólgarð á Höfn í Hornafirði.

  08022020 - Flakk - Flakk um Valhöll og þéttingu byggðar

  08022020 - Flakk - Flakk um Valhöll og þéttingu byggðar

  Höfum við verið á réttri leið með þéttingu byggðar? Hver var hugmyndafræðin í upphafi? Samkvæmt fræðunum er tilvalið að þétta byggð á yfirgefnum atvinnusvæðum, hverfishlutum sem eru að drabbast niður og slíkt. Margar smáar lóðir er að finna í borginni, þar sem framkvæmdaraðilar hafa sóttst eftir breytingu á deiliskipulagi og óskað eftir því að byggja. Sumar þessar lóðir mætti kalla almenning, þ.e. svæði sem almenningur hefur óheftan aðgang, sum þeirra vel góðursett. Nú stendur yfir breyting á deiliskipulagi við Valhöll hús Sjálfstæðisflokksins, sem er ein slík lóð, byggja á tvær byggingar - íbúðarhús við Bolholt og skrifsofubyggingu niður við Kringlumýrarbraut. Halldór Guðmundsson arkitekt hjá THG segir frá fyrirhuguðum byggingum en hann gerði deiliskipulagið. Pétur Ármannsson arkitekt telur að við höfum jafnvel gengið og langt í þéttingu byggðar. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir svarar fyrir stefnu borgarinnar í þéttingarmálum.

  01022020 - Flakk - Flakk um Aldin Biodome við Elliðaár

  01022020 - Flakk - Flakk um Aldin Biodome við Elliðaár

  Aldin Biodome er gróðurhvelfing sem Hjördís Sigurðardóttir matvæla- og skipulagsfræðingur hefur lagt grunnin að. Frá 2015 hefur mikil þróunarvinna átt sér stað varðandi bygginguna sem reiknað er með að standi norðan megin á Stekkjarbakka ofan við dalinn. Byggingin hefur verið umdeild vegna möglegrar ljósmengunar og truflunar vegni veiði í ánni, nú er búið að samþykkja tillöguna, búið að deiliskipuleggja og strangar kröfur gerða vegna fyrrgreindra athugasemda. Hjördís segir frá sínum hugmyndum, Þráinn Hauksson landslagsarkitekt og deiliskipulagshöfundur segir frá skipulaginu og Halldór Páll Gíslason rekstarfræðingur segir fá afstöðu Hollvina Elliðaárdalsins frá andstöðu samtakanna og hvað hópurinn hefði heldur vilja sjá á staðnum. ...

  18012020 - Flakk - Flakk um eignarhald á almenningsrými

  18012020 - Flakk - Flakk um eignarhald á almenningsrými

  Forsendur eru breyttar. Með mikilli uppbyggingu í borginni hefur eignarhald á landi milli bygginga breyst, landið er komið í eignasöfn fjárfestingafyrirtækja, sem bera því ábyrgð á því. En fylgir þessu eignarhaldi aðrar skyldur en viðhald, hvað með staði þar sem menningarminjar er að finna. Fjallað er um þetta í dag og heimsóttir tveir staðir í borginni, þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað, byrjað á Höfðatorgi og síðan er Hafnartorg heimsótt. Með í för eru arkitektarnir og fræðikonurnar Anna María Bogadóttir og Hildigunnur Sverrisdóttir. Í stúdíói eru þau Helgi S. Gunnarsson framkvæmdastjóri Regins og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar

  04012020 - Flakk - Fjallað um framtíðarsýn í arkitektúr og þróun

  04012020 - Flakk - Fjallað um framtíðarsýn í arkitektúr og þróun

  Samkvæmt allri umræðu um loftlagsbreytingar er ljóst að við verðum að bregðast við. Þáttur dagsins fjallar svolítið um þetta. Hvað sjá gestir þáttarins fyrir sér í framtíðinni? Rætt er við tvo unga unga arkitekta, Eddu Ívarsdóttur sem starfar við hönnun Borgarlínu og Helga Steinar Helgason arkitekt og einn eigenda Tvíhorfs. En án fjármagns gerist ekkert og því er rætt við þá Friðjón Sigurðarson framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Reitum og Baldur Már Helgason framkvæmdastjóri Regins, bæði félögin eru fjárfestingarfyrirtæki í byggingariðnaði.

  21122019 - Flakk - Flakk um piparkökuhús

  21122019 - Flakk - Flakk um piparkökuhús

  Saga piparkökuhússins er eiginlega frá örófi alda. Ekki fannst mikið um þetta á íslensku en ýmislegt uppá ensku. Piparkökur eða gingerbread var t.d. borðað í Róm til forna, einnig tengist kakan ýmis konar trú, það er bæði talað um kristna og gyðinga, en upphafið var líklega í austurlöndum. Siðurinn færist síðan til Evrópu, á sautjándu öldinni er sagt frá sérstökum félagsskap piparkökubakara, en þeir einir máttu baka piparkökur, nema um jól og páska, þá máttu allir baka þessar sögufrægu kökur eða brauð. Nürnberg var og kannski enn mögulega, útnefnd piparkökuborgin, þar og í fleiri borgum Evrópu er að finna sérstakar búðir sem selja alla vega skrautmuni, nánast listaverk gerð úr piparkökudeigi. Siðurinn að baka piparkökuhús um hátíðar er enn við líði í Evrópu, og við heyrum af því í þættinum í dag. Arkitektafélag Íslands hefur einnig blásið til piparkökukeppni, þar sem þeirra hönnun var bökuð, og um langt skeið stóð Katla fyrir slíkri keppni, og voru listavel smíðuð hús gjarnan til sýnis í Kringlunni á aðventunni. Fjallað um piparkökuhúsabakstur og rætt við Heiðdísi Helgadóttur arkitekt og teiknara sem heldur námsekið fyrir fjölskyldur í verslun sinni á Norðurbakka 1 í Hafnarfirði, Davíð Magnússon bakara hjá Brikk bakarí á Norðurbakka í Hafnarfirði, Ellert Björn Ómarsson arkitekt hjá Trípolí, sem tók þátt í piparkökuhúsakeppni Arkitektafélags Íslands, Eriku Matckovu frá Tékkalandi sem hannar og selur listavelgerð piparkökuhús að Evrópskum síð og Margréti Dórótheu Sigfúsdóttur skólastjóra Hússtjórnarskóla Reykjvíkur og nokkra nema og kennara skólans.

Top podcasts de ArteOtros usuarios también se han suscrito a