8 episodes

Óttar Sveinsson stýrir þáttunum Útkall á Vísi þar sem hann ræðir við söguhetjur úr Útkallsbókunum. Þættirnir eru framleiddir af kvikmyndagerðarmanninum Heiðari Aðalbjörnssyni. Hægt er að horfa á þættina á Vísi.

Útkall utkall

    • News

Óttar Sveinsson stýrir þáttunum Útkall á Vísi þar sem hann ræðir við söguhetjur úr Útkallsbókunum. Þættirnir eru framleiddir af kvikmyndagerðarmanninum Heiðari Aðalbjörnssyni. Hægt er að horfa á þættina á Vísi.

    Eldur í Goðafossi

    Eldur í Goðafossi

    Eldur kviknaði í flutningaskipinu Goðafossi í október 2010. Skipið var þá statt í fárviðri í Atlantshafinu mitt á milli Íslands og Færeyja. Í þessum lokaþætti þessarar þáttaraðar af Útkalli ræðir Óttar Sveinsson við Nikulás Halldórsson, fyrrum skipstjóra á skipinu og Einar Örn Jónsson, stýrimann. Heiðar Aðalbjörnsson er framleiðandi þáttana.

    • 18 min
    Gjafar strandar í foráttubrimi

    Gjafar strandar í foráttubrimi

    Gjafar VE 300 strandaði í foráttubrimi fyrir utan Grindavík í febrúar 1973. Skipverjarnir börðust upp á líf og dauða á meðan hugrakkir félagar í björgunarsveitinni reyndu að bjarga þeim. Í þessum þætti af Útkalli ræðir Óttar við Guðjón Rögnvaldsson, einn skipbrotsmannanna, konu hans Ragnheiði Einarsdóttur og Margeir Jónsson sem var í hópi björgunarsveitarmanna. Heiðar Aðalbjörnsson er framleiðandi þáttana.

    • 22 min
    Suðurlandið sekkur á jólanótt

    Suðurlandið sekkur á jólanótt

    Á jólanótt árið 1986 sökk íslenska flutningaskipið Suðurlandið á leið sinni til Murmansk. Óttar Sveinsson ræðir við einn skipbrotsmannana, Júlíus Víði Guðnason í þessum þætti af Útkalli. Hann og fjórir félagar hans lifðu af ótrúlega vist um borð í hálfbotnlausum gúmmíbáti. Mennirnir stóðu í sparifötunum í sjó upp í hné og stundum klof í 14 klukkustundir á meðan beðið var eftir björgun. Sex félagar þeirra fórust. Heiðar Aðalbjörnsson er framleiðandi þáttana.

    • 27 min
    Þyrlubjörgun við Krísuvíkurbjarg

    Þyrlubjörgun við Krísuvíkurbjarg

    Sjö skipverjar björguðust þegar að Steindór GK 101 strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991. Framleiðandi Útkalls er Heiðar Aðalbjörnsson.

    • 25 min
    Flugslysið á Sri Lanka

    Flugslysið á Sri Lanka

    Í nýjasta þætti Útkalls er fjallað um þá fjórða stærsta flugslys sögunnar þegar Leifur Eiríksson, DC-8 vél Loftleiða, brotlenti í myrkri og rigningu í skóginum skammt frá Colombo á Sri Lanka í nóvember árið 1978. 262 voru um borð, þar af 13 Íslendingar – allt Loftleiðafólk. Fimm þeirra komust af. Verið var að flytja indónesíska pílagríma frá Mekka til heimalands síns. Þættirnir eru framleiddir af Heiðari Aðalbjörnssyni.

    • 21 min
    Héldu að þyrlan væri að fara í sjóinn

    Héldu að þyrlan væri að fara í sjóinn

    Litlu mátti muna að þyrlan TF-LÍF lenti í sjónum við björgun á átta mönnum af danska varðskipinu Triton, en zodiacbáti þeirra hvolfdi í foráttubrimi þegar þeir voru á leið að Wilson Muuga, flutningaskipi sem strandað hafði við Hvalsnes. Í þessum þætti af Útkalli ræðir Óttar við tvo úr áhöfn þyrlunnar þá Auðun Kristinsson og Hörð Ólafsson.

    • 23 min

Top Podcasts In News

Politiikan puskaradio
Iltalehti
Uusi Juttu
Uusi Juttu
Uutisraportti podcast
Helsingin Sanomat
Global News Podcast
BBC World Service
Lauantaikerho
Helsingin Sanomat
The Daily
The New York Times