150 episodes

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Frjálsar hendur RÚV

  • Society & Culture

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

  Um Stein Steinarr og Steindór Sigurðsson

  Um Stein Steinarr og Steindór Sigurðsson

  Theodór Friðriksson rithöfundur er kunnastur fyrir magnaða sjálfsævisögu, Í verum, þar sem hann lýsir hlutskipti alþýðufólks, sjómanna og vermanna á ótrúlega hispurslausan hátt. En hann skrifaði líka aðra sjálfsævisögu árið 1944 um síðari hluta ævinnar, Ofan jarðar og neðan, sem er ekki síður hispurslaus. Hún er raunar svo opinská að Steinn Steinarr skáld linnti ekki látum fyrr en hann fékk Theodór til að fella út kafla um sig og þá líka skáldbróður sinn Steindór Sigurðsson. Drykkjuskapur en ekki síður ástir koma við sögu! Þessir tveir kaflar eru til í 9 eða 10 sérprentuðum eintökum og eitt barst í hendur umsjónarmanns fyrir stuttu. Kaflinn er lesinn í þættinum. Umsjón: Illugi Jökulsson.

  Á hreindýraslóðum

  Á hreindýraslóðum

  Illugi Jökulsson les valda kafla úr bókinni Á hreindýraslóðum eftir Helga Valtýsson. Lokalag þáttarins er leikið í fullri lengd en það er Adagio í g-moll fyrir strengi og orgel eftir 18. aldar tónskáldið Tomaso Albinoni. Að vísu er þetta verk efti 20. aldar tónskáldið Remo Giazotto, sem notaði líkast til brot úr verki eftir Albioni.

  Þýski togarinn Friedrich Albert strandar 1903

  Þýski togarinn Friedrich Albert strandar 1903

  Á kaldri janúarnóttu árið 1903 strandaði þýski togarinn Friedrich Albert á Skeiðarársandi. Stýrimanninum Bojahr var kennt um strandið. Tólf manna áhöfn komst af en þvældist svo um sandinn í rúma 10 daga. Þegar Þjóðverjarnir komust loks til bæja voru nokkrir látnir en íslenskir læknar unnu þrekvirki við að bjarga lífi annarra. Illugi Jökulsson segir frá þessum atburði.

  Anthony Trollope - Íslandsferð seinni hluti

  Anthony Trollope - Íslandsferð seinni hluti

  Árið 1878 var hinn frægi enski rithöfundur Anthony Trollope á ferð á Íslandi ásamt vinum sínum. Í þessum síðari þætti af tveim segir Trollope frá ferð hópsins á Þingvelli og Geysi, og upplifunum þeirra á leiðinni. Bráðskemmtilegar lýsingar á ferð og ferðafélögum. Teikningarnar eru úr kveri sem Trollope gaf út um ferðina. Umsjón: Illugi Jökulsson,

  Frásögn Anthony Trollope af ferð til Íslands

  Frásögn Anthony Trollope af ferð til Íslands

  Anthony Trollope (1815-1882) var einn frægasti rithöfundur Breta á 19. öld og slagaði hátt upp í Charles Dickens að vinsældum. Hann er ekki ýkja mikið lesinn í dag, en bækur hans dúkka reglulega upp sem sjónvarpsseríur (The Barchester Chronicles, t.d.). Sumarið 1878 kom hann til Íslands á smáskipinu Mastiff ásamt vinum sínum og ferðaðist nokkuð um. Hann gaf út um haustið lítið kver um ferðir sínar og kynni sín af fólki eins og Hilmari Finsen landshöfðingja, Þóru (biskups) Pétursdóttur o.fl. Einnig sagði hann frá merkilegu mannlífi á skosku eyjunni St. Kildu þar sem Mastiff hafði viðdvöl.

  Örlagasaga Ólafs Pálssonar í Vopnafirði

  Örlagasaga Ólafs Pálssonar í Vopnafirði

  Guðfinna Þorsteinsdóttir var skáld fyrir austan á fyrri hluta 20. aldar, hún orti undir skáldanafninu Erla. En hún skrifaði líka þjóðlegan fróðleik.Umsjónarmaður les úr þætti hennar um „Kílakotsbóndann“ Ólaf Pálsson í Vopnafirði. Hann var smábóndi, að ýmsu leyti sérlundaður og maður hefði ekki endilega viljað fá hann í heimsókn. En frásögn Guðfinnu um hann og fólkið hans er íslensk örlagasaga á mótum aldanna. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Top Podcasts In Society & Culture

Listeners Also Subscribed To