10 episodes

Í matvælinu er fjallað um nýsköpun og rannsóknir í matvælaframleiðslu. Matvísindafólk Matís fær hér tækifæri til að tala tæpitungulaust um spennandi og mikilvægar matvælarannsóknir sem stuðla að auknu matvælaöryggi og bættri lýðheilsu.

Matvæli‪ð‬ Matís

    • Science

Í matvælinu er fjallað um nýsköpun og rannsóknir í matvælaframleiðslu. Matvísindafólk Matís fær hér tækifæri til að tala tæpitungulaust um spennandi og mikilvægar matvælarannsóknir sem stuðla að auknu matvælaöryggi og bættri lýðheilsu.

    „Þetta eru eiginlega faðernispróf". Erfðagreiningar á eldislaxi á Íslandi

    „Þetta eru eiginlega faðernispróf". Erfðagreiningar á eldislaxi á Íslandi

    Sæmundur Sveinsson er fagstjóri erfða hjá Matís og í þessum þætti af Matvælinu ræðir hann um erfðagreiningar á laxi og verkefni þeim tengdum
    Í þættinum fer hann yfir lífsferil íslenska laxins og erfðafjölbreytileika hans eftir vatnasvæðum, erfðagreiningar á strokulöxum úr sjókvíaeldi og erfðagreiningar á laxi fyrir svokallaða fiskrækt svo eitthvað sé nefnt.
    Sæmundi er lagið að fjalla um þessi mál á auðskiljanlegan og skemmtilegan hátt svo að óhætt er að mæla með hlustun fyrir öll!

    • 34 min
    Betri nýting hliðarhráefna - „þetta er ekki bara eitthvað drasl sem við þurfum að díla við"

    Betri nýting hliðarhráefna - „þetta er ekki bara eitthvað drasl sem við þurfum að díla við"

    Hildur Inga Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís er viðmælandi að þessu sinni. Hún fjallar um verðmætin sem leynast í hráefnum sem við getum fengið út úr matvælavinnslu en eru þó ekki aðal efnið sem við erum að vinna með; svokölluð hliðarhráefni. Allt þetta tengir hún við evrópska samstarfsverkefnið Accelwater sem hún vinnur að um þessar mundir.
    Ísland hefur lengi verið framarlega í nýtingu hliðarhráefna og eitt af þeim hráefnum sem áhugavert er að meta bæði með tækifæri til verðmætasköpunar og umhverfismál fyrir augum er vatn frá t.d. fiskvinnslum og landeldisstöðvum. Verkefnið Accelwater snýr að því að finna lausnir til þess að nýta verðmæti úr vinnsluvatni og besta vatnsnotkun í sjávarútvegi og eldi.
    Ástríða Hildar fyrir því að koma inntaki Accelwater verkefnisins skýrt og örugglega til skila skín í gegn í þessu viðtali og mega hlustendur því eiga von á fróðlegri og hressandi hlustun.

    • 38 min
    Íslenskar búfjártegundir - erfðagreiningar og kynbótstarf

    Íslenskar búfjártegundir - erfðagreiningar og kynbótstarf

    Sæmundur Sveinsson, fagstjóri erfða hjá Matís er viðmælandi í þessum þætti af Matvælinu og hann fjallar um erfðarannsóknir og kynbætur á íslenskum búfjártegundum á þann hátt að öll geta skilið og haldið athyglinni vel!
    Á Íslandi eru sumir búfjárstofnar séríslenskir á meðan aðrir eru innfluttir. Nautgripir, hestar, sauðfé og geitur eru alfarið af íslenskum stofnum og það felur í sér að íslenskir aðilar eru þeir einu í heiminum sem sinna kynbótum á þessum fjórum búfjártegundum.
    Hjá Matís hefur aðallega verið unnið með þrjár tegundir, þ.e. nautgripi, hesta og sauðfé og rannsóknir á þessum stofnum eru til umræðu hér.

    • 26 min
    Verkaður hákarl - þjóðarréttur íslendinga?

    Verkaður hákarl - þjóðarréttur íslendinga?

    Snorri Páll Ólason vann að rannsóknum á hákarlsverkun, kæsingu og þurrkun, í meistaraverkefni sínu sem hann vann hjá Matís í samstarfi við Bjarnarhöfn ferðaþjónustu, stærsta framleiðanda á kæstum hákarli á Íslandi með styrk frá Matvælasjóði.
    Spjallið við Snorra er fróðlegt og skemmtilegt þar sem hann fer til dæmis yfir menninguna í kringum hákarlsát, vísindin sem liggja að baki því að verkun á hákarli er nauðsynleg fyrir neyslu þar sem kæsingin er bæði varðveisluaðferð og afeitrunarferill, lífseigar mýtur um kæsingu og margt fleira.

    • 21 min
    ÍSGEM: Upplýsingaveita um innihaldsefni matvæla

    ÍSGEM: Upplýsingaveita um innihaldsefni matvæla

    Ólafur Reykdal og Eydís Ylfa Erlendsdóttir eru sérfræðingar í Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla: ÍSGEM. Þau eru viðmælendur í þessum þætti af Matvælinu, hlaðvarpi Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu. Í þættinum ræða þau um sögu ÍSGEM og tilgang gagnagrunnsins en sögu hans má rekja aftur til ársins 1987 þegar næringarefni ýmissa matvæla voru skráð í fyrsta skipti á Íslandi. Þau ræða jafnframt um gildi ÍSGEM og koma inn á það hvers vegna mikilvægt er að fólk á Íslandi hafi aðgang að sannreyndum, og gæðametnum  upplýsingum um matvæli og næringarefni í opnum aðgangi.
    Þau koma einnig inn á það hvernig nálgast má gögnin og nýta þau, hver staðan er á gögnunum í dag, hvar tækifærin liggja og ekki síst hvernig bæta má við grunninn og víkka hann út svo hann verði allsherjar upplýsingaveita fyrir matvæli.

    • 35 min
    Við erum að reyna að nota fólk eins og mælitæki... en fólk er ekki mælitæki - Skynmat Matís

    Við erum að reyna að nota fólk eins og mælitæki... en fólk er ekki mælitæki - Skynmat Matís

    Aðalheiður Ólafsdóttir, skynmatsstjóri Matís er viðmælandi í nýjum þætti af Matvælinu, hlaðvarpi Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu. Hún ræddi allt það sem í skynmatinu felst, af hverju það er mikilvægt og fyrir hver. Hún sagði auk þess sögur af þeim fjölbreyttu verkefnum sem hún hefur fengist við sem skynmatsstjóri, allt frá því að meta mýkt og lykt af andlitskremi yfir í að meta galtarlykt af kjöti, eiginleika próteindufts úr krybbum og bragð og áferð af þara.
    Spjallið er létt og skemmtilegt og afar fróðlegt!
    Þáttastjórnandi er Ísey Dísa Hávarsdóttir

    • 36 min

Top Podcasts In Science

Tiedekulma podcast
Helsingin yliopisto
Utelias mieli
Helsingin yliopisto
Making Sense with Sam Harris
Sam Harris
Sean Carroll's Mindscape: Science, Society, Philosophy, Culture, Arts, and Ideas
Sean Carroll | Wondery
Hidden Brain
Hidden Brain, Shankar Vedantam
StarTalk Radio
Neil deGrasse Tyson