30 episodes

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is

Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14.

Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum
á mbl.is.

Spursmál Ritstjórn Morgunblaðsins

    • News

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is

Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14.

Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum
á mbl.is.

    #28. - Dagur svarar fyrir bensínstöðvalóðirnar

    #28. - Dagur svarar fyrir bensínstöðvalóðirnar

    Dag­ur B. Eggertsson hef­ur setið und­ir tölu­verðri gagn­rýni að und­an­förnu fyr­ir embætt­is­færsl­ur í borg­ar­stjóratíð sinni.

    Því hef­ur verið haldið fram að Reykja­vík­ur­borg hafi veitt olíu­fé­lög­um und­anþágur á gjöld­um sem nema millj­örðum króna með því að kom­ast hjá að greiða innviðagjöld né bygg­inga­rétt­ar­gjöld á reit­um sem þau hyggj­ast byggja á.

    Stefán Einar knýr á svör um þetta og fleira í þættinum og þá mun Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra fara yfir landslagið í pólitíkinni bæði hér heima og erlendis.

    • 1 hr 15 min
    #27. - Bjarni á pólitísku jarðsprengjusvæði?

    #27. - Bjarni á pólitísku jarðsprengjusvæði?

    Bjarni Benediktsson nýskipaður forsætisræðherra fer yfir málin með Stefáni Einari. Til umræðu er rík­is­stjórn­ar­sam­starfið, rík­is­fjár­mál­in, ný­kjör­inn for­seti, hval­veiðar og hæl­is­leit­enda­mál svo eitt­hvað sé nefnt. 

    Stór mál hafa beðið af­greiðslu í þing­inu und­an­farið en ný yf­ir­staðnar for­seta­kosn­ing­ar höfðu áhrif á störf þing­manna og rík­is­stjórn­ar sem nú er sögð hanga á bláþræði eft­ir brott­hvarf Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.

    Auk hans koma þau Gunn­ar Bragi Sveins­son­ fyrr­ver­andi ráðherra og Sandra Hlíf Ocares vara­borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins og fara yfir það sem komst í há­mæli í vikunni.

    • 1 hr 22 min
    #26. - Baráttan um Bessastaði og eldsumbrot

    #26. - Baráttan um Bessastaði og eldsumbrot

    Þau Edda Her­manns­dótt­ir markaðs- og sam­skipta­stjóri hjá Íslands­banka, Sindri Sindra­son fjöl­miðlamaður og Andrés Jóns­son al­manna­teng­ill mæta í settið og rýna í stöðuna sem nú blas­ir við á loka­metr­um kosn­inga­bar­átt­unn­ar. Miðað við niður­stöður síðustu skoðanakann­ana gæti verið að fram und­an séu mest spenn­andi kosn­ing­ar síðustu ára­tugi.


    Eld­fjalla­fræðing­ur­inn Ármann Hösk­ulds­son ræðir við Stefán Ein­ar Stef­áns­son um um elds­um­brot­in en eins og alþjóð veit þá hóft nýtt eld­gos í Sund­hnúkagígaröðinni á miðviku­dag.

    • 1 hr 4 min
    #25. - Arnar Þór situr fyrir svörum

    #25. - Arnar Þór situr fyrir svörum

    Und­an­farið hef­ur fram­boð Arn­ars vakið mikið um­tal. Einna helst eft­ir að Arn­ar Þór kærði Hall­dór Bald­urs­son skopteikn­ara til siðanefnd­ar Blaðamanna­fé­lags Íslands á dög­un­um.

    Þá hafa hug­sjón­ir Arn­ars og and­óf hans á ríkj­andi stjórn­ar­fari og for­ræðis­hyggju rík­is­valds­ins einnig verið í umræðunni síðastliðna daga. Hef­ur hann hlotið þó nokkra gagn­rýni vegna af­stöðu sinn­ar til þung­un­ar­rofs og bólu­setn­inga en Arn­ar Þór gef­ur sig út fyr­ir að vera mik­ill talsmaður fyr­ir frelsi ein­stak­lings­ins.

    • 1 hr 5 min
    #24. - Hverju svarar Halla T.

    #24. - Hverju svarar Halla T.

    Halla Tóm­as­dótt­ir for­setafram­bjóðandi sit­ur fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar.

    Líkt og í fyrri þátt­um verður Höllu gert að svara krefj­andi spurn­ing­um. Beint verður að henni spurn­ing­um sem snúa að skyld­um for­set­ans og því sem kem­ur í hlut­skipti hans út frá bak­grunni henn­ar sem for­stjóri alþjóðlegu sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar B Team.

    Fyr­ir­tækið B Team er vett­vang­ur stjórn­mála-, viðskipta- og áhrifa­fólks víðs veg­ar um heim með höfuðstöðvar í New York. Stofn­andi B Team, Rich­ard Bran­son, hef­ur verið um­deild­ur í gegn­um tíðina og hlotið gagn­rýni fyr­ir tví­mæli í stefnu sinni um lofts­lags­mál. Þá hef­ur hann einnig verið sakaður um skattsvik.


    Berg­lind Ósk Guðmunds­dótt­ir þing­kona Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi og sr. Grét­ar Hall­dór Gunn­ars­son prest­ur í Kópa­vogs­kirkju mæta í settið til að fara yfir þær frétt­ir sem komust í há­mæli í vik­unni sem er að líða.

    • 1 hr 8 min
    #23. - Jón Gnarr krafinn svara

    #23. - Jón Gnarr krafinn svara

    Jón Gnarr svarar krefj­andi spurn­ing­um er varða fortíð hans og bak­grunn sem einn vin­sæl­asti grín­isti lands­ins í sam­hengi við fram­boð hans til embætt­is for­seta Íslands.

    Einnig var knúið á um svör hvers kon­ar hug­sjón­ir Jón hef­ur á for­seta­embætt­inu og með hvaða hætti hann kem­ur til með að beita sér í því verði hann kjör­inn.

    Fjöl­miðlamaður­inn Frosti Loga­son og Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins mættu í settið til að fara yfir stærstu frétta­mál­in sem upp komu í vik­unni.

    • 1 hr 6 min

Top Podcasts In News

Politiikan puskaradio
Iltalehti
Uutisraportti podcast
Helsingin Sanomat
Global News Podcast
BBC World Service
Uusi Juttu
Uusi Juttu
The Daily
The New York Times
Lauantaikerho
Helsingin Sanomat

You Might Also Like

Þjóðmál
Þjóðmál
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
Í ljósi sögunnar
RÚV
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason