11 épisodes

Ingibjörg Iða tekur fyrir eitt (saka)mál í viku og segir frá því í síðdegisþættinum Tala saman. Málin eru af ýmsum toga en ávallt er tekist á við þau á kómískan máta. Fyrirspurnir, óskir um mál og annað má senda á ingibjorg@101.live.

Gellur elska glæpi Útvarp 101

    • Criminologie

Ingibjörg Iða tekur fyrir eitt (saka)mál í viku og segir frá því í síðdegisþættinum Tala saman. Málin eru af ýmsum toga en ávallt er tekist á við þau á kómískan máta. Fyrirspurnir, óskir um mál og annað má senda á ingibjorg@101.live.

    11. Rotenburg mannætan

    11. Rotenburg mannætan

    Þáttur vikunnar er með nýju sniði en Ingibjörg Iða situr ein í hljóðverinu. Hún tekur fyrir mannætuna Armin Meiwes sem drap og borðaði mann sem hann hafði kynnst á veraldarvefnum. En er um morð að ræða ef fórnarlambið veitir samþykki? Ingibjörg leggur línurnar fyrir hlustendur. Eins og alltaf má senda spurningar, óskir um mál og annað tilfallandi á ingibjorg@101.live.

    • 12 min
    10. Leyndarmál Copeland hjónanna

    10. Leyndarmál Copeland hjónanna

    Í þætti vikunnar af Gellur elska glæpi leiðir Ingibjörg hlustendur í gegnum skrítið og margslungið mál. Þegar lögreglan í Chillicothe fer að rannsaka fjársvik á kúauppboðum í bænum uppgötvar hún eina umfangsmestu svikamyllu sem sést hafði í umdæminu. En glæpirnir einskorðuðust ekki aðeins við fjársvik, enda voru Copeland hjónin elsta par til að vera dæmt til dauða í Bandaríkjunum. En af hverju? Svörin finnur þú í þessum þætti af Gellur elska glæpi.

    • 30 min
    9. Morðið á John Lennon

    9. Morðið á John Lennon

    Eftir nokkuð gott jólafrí snýr Ingibjörg Iða aftur með þátt sinn Gellur elska glæpi og segir að þessu sinni frá morðinu á fyrrum Bítlinum John Lennon. John var myrtur af Mark Chapman þann 8. desember árið 1980 fyrir utan heimilið hans í New York. En hvernig fór Mark úr því að vera fyrirmyndar drengur í að myrða einn frægasta einstakling heims þegar hann var aðeins 25 ára? Af hverju skaut Mark Chapman John Lennon fjórum sinnum í bakið? Svörin finnur þú í þessum þætti af Gellur elska glæpi. Eins og alltaf má senda spurningar, óskir um mál og annað tilfallandi á ingibjorg@101.live.

    • 36 min
    8. Jerry Michael Williams

    8. Jerry Michael Williams

    Eftir tveggja vikna pásu kemur Ingibjörg Iða sterk inn með nýtt þemalag og mál sem ætti vægast sagt að fá hlustendur til að taka andköf. Jerry Michael Williams, eða Mike, hvarf sporlaust eftir að hafa farið á andaveiðar við Seminole stöðuvatnið snemma morguns þann 16. desember árið 2000. Fljótlega komu upp kenningar um að hann hafði drukknað í vatninu og orðið krókódílum að bráð en marga grunaði að eitthvað glæpsamlegt hefði átt sér stað? Hvað gerðist við Mike þennan örlagaríka morgun? Svörin finnur þú í þessum þætti af Gellur elska glæpi. Eins og alltaf má senda spurningar eða óskir um mál á ingibjorg@101.live.

    • 36 min
    7. Nevada-Tan

    7. Nevada-Tan

    Í þætti vikunnar af Gellur elska glæpi fer Ingibjörg Iða yfir tiltölulega óþekkt japanskt morðmál. 11 ára stúlka myrðir 12 ára samnemanda sinn vegna ummæla hennar á netinu. En eins og alltaf í þættinum, er málið ekki svona einfalt. Frábær og léttur þáttur sem ætti ekki að valda neinum vonbrigðum! ATH! Enginn þáttur í næstu viku, Ingibjörg er í prófum :(

    • 40 min
    6. Andrea Yates

    6. Andrea Yates

    Í þætti vikunnar af Gellur elska glæpi fer Ingibjörg Iða yfir mál Andreu Yates. Þann 20. júní 2001 drekkti Andrea börnunum sínum fimm í baðkarinu heima hjá þeim. En hvað leiddi til þessarar hörmungar? Ingibjörg Iða fer í saumana á málinu.

    • 45 min

Classement des podcasts dans Criminologie

Hondelatte Raconte - Christophe Hondelatte
Europe 1
Faites entrer l'accusé
RMC Crime
CHRONIQUES CRIMINELLES
Jacques Pradel - TF1
Criminels
Initial Studio
L'Heure Du Crime
RTL
Enquêtes criminelles
RTL