40 episodes

Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.

Þjóðmál Þjóðmál

  • Society & Culture

Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.

  #40 – Tafir við myndun nýrrar ríkisstjórnar – Ólík staða allra flokka eftir haustið – ASÍ og BSRB tóku upp veskið fyrir kosningar

  #40 – Tafir við myndun nýrrar ríkisstjórnar – Ólík staða allra flokka eftir haustið – ASÍ og BSRB tóku upp veskið fyrir kosningar

  Karen Kjartansdóttir ráðgjafi og Sigmar Guðmundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar, ræða um stöðuna í stjórnmálunum og myndun ríkisstjórnar, hvað tefur ríkisstjórnarmyndun, hvaða möguleikar aðrir kunn að vera í boði, stöðu núverandi stjórnarandstöðuflokka og annað sem er að gerast í stjórnmálunum þessa dagana. Þá er einnig fjallað um það hvort að eðlilegt sé að launþegahreyfingar á borð við ASÍ og BSRB verji tugum milljóna í áróður fyrir kosningar.

  • 1 hr 1 min
  #39 – Seðlabankinn dregur fram vopnabúrið – Það er bjart framundan ef vinnumarkaðurinn og pólitíkin hagar sér vel

  #39 – Seðlabankinn dregur fram vopnabúrið – Það er bjart framundan ef vinnumarkaðurinn og pólitíkin hagar sér vel

  Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Hörður Ægisson viðskiptaritstjóri ræða stöðu efnahagsmála, nýjustu aðgerðir Seðlabankans og hvað kann að vera framundan í þeim málum, komandi kjaraviðræður og stöðu atvinnulífsins sem býr sig undir miklar launahækkanir á næstu misserum, helstu áskoranir nýrrar ríkisstjórnar og Ísland í alþjóðasamanburði.

  • 49 min
  #38 – Sjálfstæðisflokkurinn á foreldravaktinni – Sýndarveruleiki stjórnmálanna

  #38 – Sjálfstæðisflokkurinn á foreldravaktinni – Sýndarveruleiki stjórnmálanna

  Brynjar Níelsson, fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, fara yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum, pólitíska landslagið, hvaða erindi Sjálfstæðisflokkurinn á í áframhaldandi samstarf við VG, hvort það sé sjálfsagt mál að halda núverandi ríkisstjórnarsamstarfi áfram og hver eigi að leiða ríkisstjórn.

  • 1 hr 22 min
  #37 – Byltingin át börnin sín – Erfið helgi að baki hjá twittersamfélaginu – Viðreisn í vandræðum

  #37 – Byltingin át börnin sín – Erfið helgi að baki hjá twittersamfélaginu – Viðreisn í vandræðum

  Fjölmiðlamennirnir Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson fara yfir niðurstöðu kosninganna, hverjir unnu og hverjir töpuðu, hvað hafði áhrif á niðurstöðuna, hvernig ber að túlka hana og svo framvegis.

  • 1 hr 8 min
  #36 – Líf í bómull er tilgangslaust líf – Heiðar Guðjóns fjallar um hagsæld og mikilvægi þess að takast á við áskoranir

  #36 – Líf í bómull er tilgangslaust líf – Heiðar Guðjóns fjallar um hagsæld og mikilvægi þess að takast á við áskoranir

  Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar og fjárfestir, kemur víða við í ítarlegu viðtali í hlaðvarpi Þjóðmála. Hér fjallar hann um gjaldmiðlamál, tækifæri á Norðurslóðum og miklar breytingar sem hafa átt sér stað á fjölmiðlaumhverfinu og þær breytingar sem eru framundan. Þá ræðir hann um mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin lífi og takast á við áskoranir og dyggðina sem fylgir dugnaði.

  • 50 min
  #35 – Það skiptir máli (að kunna að reikna) – Kristrún slekkur á símanum - Delluhugmyndir Viðreisnar

  #35 – Það skiptir máli (að kunna að reikna) – Kristrún slekkur á símanum - Delluhugmyndir Viðreisnar

  Hörður Ægisson viðskiptablaðamaður og Örn Arnarson hagfræðingur ræða um það sem hefur – og hefur ekki – komið fram um efnahagsmál og viðskipti í þeirri kosningabaráttu sem nú er brátt á enda. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki þora að tala um efnahagsmál, Viðreisn boðar delluhugmyndir um tengingu krónunnar við evru, Píratar kunna ekki að reikna og á meðan siglir Framsókn lygnan sjó með því að tala ekkert um efnahagsmál. Þá er farið yfir mál Kristrúnar Frostadóttur sem gerði heiðarlegum fjölmiðlamönnum upp annarlegar hvatir í vikunni.

  • 46 min

Top Podcasts In Society & Culture

You Might Also Like