229 episodes

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur.

Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.

Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

Fílalag Fílalag

  • Music Commentary

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur.

Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.

Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

  Superstar – Hvítar tennur, brúnt leður

  Superstar – Hvítar tennur, brúnt leður

  Carpenters – Superstar  Trésmiðurinn brúnast í sólinni. Leðurólar Jésú-sandalanna herpast um svitastorkna ökkla. Það húmar að. Raðmorðingjamyrkur skellur á.  Vaktmaður Golfklúbbsins er skorinn á háls.  Það er há-sjöa. Sjálvirkir vatnsúðarar spreyja út í nóttina. Súperstjarnan skín á himni.

  • 58 min
  Born in the U.S.A. – Kældur, vaggandi skrokkur í BNA

  Born in the U.S.A. – Kældur, vaggandi skrokkur í BNA

  Bruce Springsteen – Born in the U.S.A.  Levis 501. Nestisbox úr stáli. M16 hríðskotariffill. Eldar loga. Miskunnsami samverjinn kveikir sér í sígarettu og askar ofan á fólkið í ræsinu. Samverjinn ryður sér inn í neðanjarðarlest með harðplasta stresstösku sem hefil. Það er átta. Það er harka. Allir lúðrar eru þandir. Allt logar. Nema þeir sem eru í kælingu. Hægri, hrjúfri deyfingu. Kaldir dúddar rugga sér. Brenna út, líkamlega og andlega, því enginn heyrir í þeim og öllum er skítsama.  Þrátt fyrir samfélagsmiðla og ofgnótt tjáningarleiða, þá er stór hluti fólks algjörlega ósýnilegt. Þetta er allskonar fólk, af öllum kynþáttum, kynjum, tegundum og sortum. Stór hluti okkar er í hægri staðdeyfingu að fjara út einhverstaðar. En hvort sem deyfingin felst í því að horfa á súdó-vísinda heimildamyndir og netflixa sig í döðlur eða troða sig út með vöfflum á kosningamiðstöð Miðflokksins, þá er staðreyndin samt sú, að allt þetta fólk er afsprengi þjóðfélags okkar. Og aðeins listin getur ljáð þeim rödd.  Poppmúsík líknar. Hún er um þjáninguna. Hér er það. Kannski misskildasta lag allra tíma. Tveggja hljóma blús um þjáningu og skilningsleysi, sem endaði sem ástaróður til lífstílsins sem þjáninguna skapaði.  Steini. More than just a pretty face. Fílið.

  • 1 hr 7 min
  Love is a losing game – Djúpsteiktur loftsteinn af himnum

  Love is a losing game – Djúpsteiktur loftsteinn af himnum

  Amy Winehouse – Love is a Losing Game  Hún varð aldrei gömul. Samt var rödd hennar djúp og vitur. Djass-þjáning úr fimmunni, soul-titringur úr sexunni. Sígarettur að brenna út í öskubökkum í spilasölum rússneskra olígarka, transfitusafi kjúklingsins í Southgate. Hámenning. Lágmenning. Dekadans.  Tattú. Kerti í vínflöskum. Reykingalykt af feldi grás síams-kattar. Camden. Gljástig djassgeggjara. Hot rod-mittið. Titrandi söngfugl á lauflausri grein sem slútar yfir kirkjugarðsleikmynd í film-noir-mynd sem er aðeins fáanleg á Aðalvideoleigunni.   Hún var djúpsteiktur lofsteinn, sendur niður til okkar af almættinu. Við stöndum í gígnum.

  • 1 hr 3 min
  Stanslaust stuð – Glimmer á lifrapylsu

  Stanslaust stuð – Glimmer á lifrapylsu

  Páll Óskar – Stanslaust stuð  Þá kom loksins að því. Páll Óskar, maður fólksins, var fílaður í strimla frammi fyrir lýðnum. Ekkert passar betur fyrir Palla-fílun en múgur og margmenni. Músík Páls Óskars er músík fólksins. Sá Íslendingur sem ekki hefur maukfílað Palla er með ruslafötu í stað hjarta.  Palli breytti Íslandi. Hann setti glimmer á lifrapylsuna. Ef ekki væri fyrir hann þá væri Ísland fábreytilegra, fordómafyllra og leiðinlegra. Við værum öll fátækari.  Í þættinum er farið hratt yfir sögu en þó af miklum ákafa. Ferill Palla er langur og þar er margt býsna óvænt að finna. Svo er athyglinni beint að laginu góða og hinu íslenska “stuði”, sem er margslungið og merkilegt fyrirbæri.

  • 1 hr 6 min
  Týpískt – Ironic

  Týpískt – Ironic

  Alanis Morissette – Ironic  Ottawa. Sleðaferð. Þreföld ógn. Flannel. Cadillac Eldorado. Gleðin er endalaus. Kakó í lokin.  Atlantis týndist. Alanis líka. Hún var gerð að níugríninu. Kanadíski go-2 brandarinn. En nú rís hún upp á ný. Það er háflóð. Kakóið streymir upp úr Tim Hortons bollunum. Þið getið reynt að synda. Þið getið reynt að flýja. En flóðið mun ná ykkur, eins og þið eruð sprellifandi og gjammandi yfir óréttlæti heimsins, munið þið öll enda sem glamrandi grindur.   Týpísk járnköld staðreynd.

  • 57 min
  Only Shallow – Háheiðinn, þjóðsögulegur en iðnvæddur rafmulningur

  Only Shallow – Háheiðinn, þjóðsögulegur en iðnvæddur rafmulningur

  My Bloody Valentine – Only Shallow  Ímyndið ykkur ef að innan í jörðinni sjálfri væri stórt tómarúm. Það væri hægt að taka lyftu niður fleiri þúsund kílamótra og í kjarna sjálfrar jarðarinnar væri stór hvelfing. Þessi hvelfing væri Grafhýsi hugmyndanna. Grafhýsið væri eins og mörg önnur grafhýsi, með flúraða veggi sem lýstu því í myndmáli og með texta hvað væri grafið handan veggjanna eða undir gólfinu. Í veggjunum sjálfum væru svo risastór hólf og sérhvert hólf innihélda eina hugmynd sem dvalið hefði á jörðinni en væri nú búið að leggja.  Í grafhýsi hugmyndanna væri til dæmis hólf fyrir riddaramennsku miðalda, forna leirkerasmíði suður-amerískra frumbyggja og margt fleira. Og þar væri líka hólf fyrir nýliðnar hugmyndir. Þar væri til dæmis hólf fyrir rafmagnsgítarinnar. Og ef það hólf væri opnað þá myndi heyrast tónlist.  My Bloody Valentine er bandið sem tók rafmagnsgítarinnar lengst allra. Hér er hugmyndinni hreinlega lagt. Það er ekki hægt að taka hana lengra. Þetta keltneska iðnaðarsurg, þessi háheiðni dekadent rafbylgjumulningur er einfaldlega það þéttasta og þurrasta sem hægt er að framkalla með hugmyndinni rafmagnsgítar.  Þegar rafmagnsgítarhólfið í Grafhýsi hugmyndanna væri opnað myndi byrjunin á plötunni Loveless frá 1991 heyrast, af þvílíkum styrk, að jafnaðist á við hávaðann í þotuhreyfli.  Fílið.

  • 51 min

Top Podcasts In Music Commentary

Listeners Also Subscribed To