32 episodes

Verið hjartanlega velkomin í hlaðvarpsþáttinn “Hlaupalíf”. Við erum Elín Edda og Vilhjálmur Þór og við höfum ástríðu fyrir hlaupum. Hér verður fjallað um allt á milli himins og jarðar um hvað eina sem tengist hlaupum; æfingar, markmið, næring, keppnishlaup og almenningshlaup og auðvitað undirbúningur fyrir hlaup . Einnig verður fjallað almennt um líkamsrækt, æfingamagnið, þjálfun með púlsmæli, hlaupastíllinn(mikilvægt!), mataræði, meiðsli og fyrirbyggjandi aðgerðir og MARGT FLEIRA! Tune in!

Hlaupalíf Hlaðvar‪p‬ Vilhjálmur Þór og Elín Edda

  • Sports

Verið hjartanlega velkomin í hlaðvarpsþáttinn “Hlaupalíf”. Við erum Elín Edda og Vilhjálmur Þór og við höfum ástríðu fyrir hlaupum. Hér verður fjallað um allt á milli himins og jarðar um hvað eina sem tengist hlaupum; æfingar, markmið, næring, keppnishlaup og almenningshlaup og auðvitað undirbúningur fyrir hlaup . Einnig verður fjallað almennt um líkamsrækt, æfingamagnið, þjálfun með púlsmæli, hlaupastíllinn(mikilvægt!), mataræði, meiðsli og fyrirbyggjandi aðgerðir og MARGT FLEIRA! Tune in!

  #32 Prófessor Erlingur Jóhannsson um ofþjálfun

  #32 Prófessor Erlingur Jóhannsson um ofþjálfun

  Nýjasti þáttur Hlaupalíf Hlaðvarp #32 er tileinkaður ofþjálfun. Af hverju ofþjálfun? Jú við höfum heyrt af því að hlauparar hafa í gegnum tíðina lent í einkennum vegna æfinga sem gætu bent til ofþjálfunar. Til að ræða þetta atriði betur og fá nánari útskýringar á viðfangsefninu fengum við til okkar í settið Erling Jóhannsson prófessor í íþrótta- og heilsufræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Við ræddum þessi málefni í þaula ásamt feril Erlings en Erlingur var afreksmaður í íþróttum og á hann á til dæmis ennþá Íslandsmetið í 800 metra hlaupi sem var sett árið 1987!

  • 1 hr 10 min
  #31 Guðrún Sóley Gestsdóttir: Stemningshlaupari í vegan spjalli!

  #31 Guðrún Sóley Gestsdóttir: Stemningshlaupari í vegan spjalli!

  Í þætti dagsins sem  tileinkaður er VEGANÚAR  fengum við sjálfskipaða veganklappstýru Íslands, enga aðra en Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur, fjölmiðladrottningu. Við fórum yfir víðan völl, hlaupaferil og hlaupalífsviðhorf Guðrúnar, vegan og plant based umræður og tengslin þar við hlaup. Fyrst og fremst djúpt og einlægt, en í senn bráðskemmtillegt viðtal við hressa og skemmtilega manneskju. Spennandi viðtal fyrir forvitið fólk um mataræði og lífið almennt!

  • 1 hr 57 min
  #30 Stefán Bragi Bjarnason: ,,Vonum það BESTA en undirbúum okkur fyrir það VERSTA''!

  #30 Stefán Bragi Bjarnason: ,,Vonum það BESTA en undirbúum okkur fyrir það VERSTA''!

  Í 30. þætti af Hlaupalíf fjöllum við um hlaup að vetri til og öryggi. Sífellt fleiri og fleiri vilja hlaupa allan ársins hring, sem er að sjálfsögðu hið besta mál ef vari er hafður á.  Slysin gera ekki boð á undan sér og hægt er að bjarga mannslífum með fyrirbyggjandi aðgerðum. Það koma reglulega  fréttir af björgunaraðgerðum og margir hafa farist í hlíðum Esjunnar þrátt fyrir mikla reynslu á fjöllum.  Okkur langar því að fara ítarlega yfir öryggisatriði í utanvegahlaupum að vetri til og fengum til okkar frábæran gest, Stefán Braga Bjarnason stórhlaupara, fjallagarp og reynslubolta á þessu sviði! Í þættinum förum við einnig yfir helstu hlaupafréttir líðandi stundar og kíkjum yfir ,,mælum með'' þáttarins.  ENJOY :D

  • 1 hr 11 min
  #29 Martha Ernstsdóttir DROTTNINGARVIÐTAL!

  #29 Martha Ernstsdóttir DROTTNINGARVIÐTAL!

  Gestur þáttarins er stór. Mjög stór, en samt pínulítil. Þetta er engin önnur en fremsta afrekskona Íslendinga í hlaupum, Martha Ernstsdóttir ofurhlaupari. Við förum meðal annars yfir viðburðaríkan feril Mörthu, Ólympíuleikana 2000 í Sidney, fjölmörgu Íslandsmetin hennar en fyrst og fremst fáum við að kynnast persónunni sem hún hefur að geyma og fallegu lífsviðhorfi hennar. Þetta er alveg sannkallað drottningarviðtal við litríka persónu sem ENGINN má missa af. 

  • 2 hrs 16 min
  *28 Torfi Leifs....maðurinn á bakvið HLAUP.IS

  *28 Torfi Leifs....maðurinn á bakvið HLAUP.IS

  Það kannast eflaust flestir við heimasíðuna www.hlaup.is. Þar getur fólk flett upp hlaupadagskrá, myndum, pistlum og almennum fróðleik o.fl. o.fl. Nýverið var ný síða sett á laggirnar - virkilega flott framtak - og okkur langaði aðeins að forvitnast um Torfa Leifsson, sem er svona “pabbi” hlaup.is. Hvað er það sem drífur Torfa áfram og fær hann til að halda áfram að vinna alla þessa vinnu fyrir okkur - og hver er Torfi? Þetta eru spurningar sem eflaust hafa brunnið á flestum Íslendingum til lengri tíma og í dag, kæru hlustendur, fáiði svarið við spurningum ykkar - ENJOY! :D

  • 1 hr
  #27 Íris Anna um hlaup og BARNEIGNIR

  #27 Íris Anna um hlaup og BARNEIGNIR

  Í upphafi þáttar förum við yfir helstu atriði í hlaupavikunni sem leið o.fl. :D en aðalumræðu efni þáttarins er svo barneignir og hlaup. Við förum yfir nokkur grunnatriði í tenglsum við barneignir og hlaup og hvert maður getur leitað með almenn ráð bæði hvað varðar hreyfingu á meðgöngunni sjálfri og eftir barnsburð. Ræðum við Írisi Önnu Skúladóttur sem hefur gengið með fjögur börn á seinustu átta árum og púslar nú fjölskyldulífi, atvinnulífi og íþróttaferli. Hún hefur verið með fremstu hlaupakonum Íslands um árabil og deilir sinni reynslu af því að hreyfa sig í gegnum meðgöngur og koma sér aftur af stað og beint á pall eftir barnsburð. Við minnum að sjálfsögðu á að meðganga getur verið mjög einstaklingsbundin og hvetjum fólk til að hlusta á líkamann og leita til sérfræðings með sérhæfðari ráðleggingar í þessum efnum. 

  Þátturinn er styrktur af leikritinu "Ég hleyp" sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu! :D

  • 1 hr 9 min

Top Podcasts In Sports

Listeners Also Subscribed To