76 episodes

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Frjálsar hendur RÚV

    • Society & Culture

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

    Páskahátíðin og uppruni hennar

    Páskahátíðin og uppruni hennar

    Páskahátíðin var upphaflega gyðingleg hátíð þar sem Gyðingar minntust þess þegar Móses leiddi þá burt frá Egiftalandi. En hvernig lentu þeir þar á annað borð? Í þættinum kemur við sögu Jósef, egifskar kýr (bæði feitar og magrar) og þáttastjórnandi reynir að svara spurningunni: Er eitthvað hæft í þessum sögum yfirleitt?

    • 45 min
    Um Stein Steinarr og Steindór Sigurðsson

    Um Stein Steinarr og Steindór Sigurðsson

    Theodór Friðriksson rithöfundur er kunnastur fyrir magnaða sjálfsævisögu, Í verum, þar sem hann lýsir hlutskipti alþýðufólks, sjómanna og vermanna á ótrúlega hispurslausan hátt. En hann skrifaði líka aðra sjálfsævisögu árið 1944 um síðari hluta ævinnar, Ofan jarðar og neðan, sem er ekki síður hispurslaus. Hún er raunar svo opinská að Steinn Steinarr skáld linnti ekki látum fyrr en hann fékk Theodór til að fella út kafla um sig og þá líka skáldbróður sinn Steindór Sigurðsson. Drykkjuskapur en ekki síður ástir koma við sögu! Þessir tveir kaflar eru til í 9 eða 10 sérprentuðum eintökum og eitt barst í hendur umsjónarmanns fyrir stuttu. Kaflinn er lesinn í þættinum. Umsjón: Illugi Jökulsson.

    • 52 min
    Langferð Steingríms Matthíassonar

    Langferð Steingríms Matthíassonar

    Steingrímur Matthíasson fór í langferð til Austurlanda 1903-1904 með barkskipinu Prins Valdimar. Umsjónarmaður byrjar að lesa frásögn Steingríms, sem kemst ekki lengra en til Wales, þar sem skipið tekur kol. Steingrímur fer í heimsókn í kolanámu þar sem menn puða í kolaryki og drullu og hestar eru innilokaðir í námunum.
    Umsjón: Illugi Jökulsson.

    • 52 min
    Mannlíf og fleira á Ceylon og í Singapore

    Mannlíf og fleira á Ceylon og í Singapore

    Umsjónarmaður les frásögn Steingríms Matthíassonar frá árinu 1903 þar sem bregður fyrir ofgnótt af litum, blómum, trjám og mannlífi á Ceylon (Sri Lanka) þar sem hann kom við á leið sinni til Kína? Hann lýsir einnig Kínverjunum í Singapore og fleiru sem fyrir augu ber.
    Umsjón: Illugi Jökulsson.

    • 52 min
    Ferðasaga Steingríms Matthíassonar

    Ferðasaga Steingríms Matthíassonar

    Illugi Jökulsson gluggar í ferðasögu Steingríms Matthíassonar læknis frá 1904, þegar hann sigldi til Austurlanda á skipinu Prins Valdimar. Nú segir Steingrímur frá dvöl sinni í Hong Kong og síðan í kínverskri höfn sem Rússar réðu, Port Arthur. Þá vissu allir að stríð var í þann veginn að brjótast út millum Rússa og Japana, og Steingrímur lýsir andrúmsloftinu merkilega. Hann er skemmtilegur og athugull en það er líka merkilegt að heyra viðhorf hans og stundum fordóma í garð framandi þjóða.

    • 52 min
    Ferðasaga Steingríms Matthíassonar, síðasti hluti

    Ferðasaga Steingríms Matthíassonar, síðasti hluti

    Steingrímur Matthíasson læknir birti frásögn sína af ferð um Austurlönd í blaðinu Gjallarhorn, sem gefið var út á Akureyri. Illugi Jökulsson les um framandlegt líf, gróður, litina og fólkið sem vakti athygli Steingríms í ferðinni. Sagt er frá mannlífið í Singapúr og ótrúlega frjósaman gnægtagarð á Ceylon, sem nú heitir Sri Lanka.

    • 52 min

Top Podcasts In Society & Culture

The Stand with Eamon Dunphy
The Stand
The Apple & The Tree
Daily Mail
Spencer & Vogue
Global
Miss Me?
BBC Sounds
Documentary on One Podcast
RTÉ Documentary on One
The Louis Theroux Podcast
Spotify Studios

You Might Also Like

Í ljósi sögunnar
RÚV
Eftirmál
Tal
Þjóðmál
Þjóðmál
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Morðcastið
Unnur Borgþórsdóttir