56 episodes

Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fæ ég til mín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.

Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.

Með lífið í lúkunum HeilsuErla

    • Health & Fitness

Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fæ ég til mín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.

Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.

    Heilsumoli. 10 ráð til að nærast betur.

    Heilsumoli. 10 ráð til að nærast betur.

    Til þess að finna jafnvægi í lífinu þarf að huga að næringu, bæði frumnæringu og því sem við setjum á diskinn. Frumnæring er allt það sem nærir okkur annað en matur og felst í okkar daglegu athöfnum. Það er okkur lífsnauðsynlegt að staldra við og endurskoða samskipti, atvinnu, hreyfingu, andlegt jafnvægi og fleira. 

    Við vanmetum oft þessa þætti, teljum ekki til næringar og veitum því sjaldnast athygli hvernig okkur líður. Ef við viljum bæta heilsuna þurfum við að skoða alla þætti sem hafa áhrif á hana og meta hvar við erum í ójafnvægi. Það er nefnilega oftast þannig að ef við erum í ójafnvægi á einu ,,sviði” smitar það yfir á annað og okkur líður ekki nóg vel andlega og líkamlega. Það er t.d. þekkt af ef þú ert í sambandi sem gengur á afturfótunum eða óánægð/ur í vinnunni er líklegra að þú huggir þig með óhollum mat. Með því að vinna í þeim þáttum sem eru raunverulega að hafa neikvæð áhrif á heilsu okkar finnum við smám saman jafnvægi á öllum vígstöðvum.

    Þó svo að frumnæringin sé mikilvægust þá er að sjálfsögðu líka mikilvægt að velja góða næringu á diskinn. Hér eru nokkrir punktar sem geta auðveldað þér að borða betur. Farið er yfir hvern og einn í Heilsumolanum (hlaðvarpsþættinum). 
    Borðum til að nærast velVeljum fjölbreutta fæðuM&M- meira grænmeti og minni sykurBorðum mat- ekki matarlíkiVeljum hreina fæðu sem oftastSkoðum innihaldslýsingar90/10 reglan (eða 80/20)Forðumst öfgaEngin boð og bönnDrekkum vatnErt þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

    • 6 min
    #43. Nóbelsverðlaun eða Ólympíugull? Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson

    #43. Nóbelsverðlaun eða Ólympíugull? Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson

    Í þættinum ræðir Erla við Dr. Sigurbjörn Árna Arngrímsson um  lífið og tilveruna, sveitalífið, hlutverk íþrótta, starfið sem kennari og skólameistari, baráttu hans við krabbamein og mikilvægi þess að vera með húmorinn að vopni. 

    Sigurbjörn Árni eða Bjössi eins og hann er oftast nefndur er skólameistari við Framhaldsskólann á Laugum og er einnig einn ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar. Ég efast um að nokkur geti lýst frjálsum íþróttum með slíkri innlifun. Bjössi gæti gert það spennandi að horfa á málningu þorna.
     
    Bjössi er fæddur árið 1973 og alinn upp í Mývatnssveit. Hann lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Laugum árið 1993, kláraði B.S.Ed.-gráðu í heilsu- og íþróttafræði frá Háskólanum í Georgíu í Aþenu í Bandaríkjunum árið 1996 og lauk svo meistara- og doktorsprófum frá sama skóla árin 1998 og 2001 í íþróttafræði með sérhæfingu í þjálfunarlífeðlisfræði. Hann starfaði við Háskóla Íslands (og Kennaraháskóla Íslands fyrir sameiningu) frá árinu 2001 sem lektor, dósent og prófessor og hefur verið skólameistari við Framhaldsskólann á Laugum frá árinu 2015.
    Bjössi ætlaði alltaf að verða íþróttakennari og bóndi og rekur nú bú með kindum og hestum ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir sauðfjárræktina næra vísindamanninn í sér og segir ekkert gera eins mikið fyrir geðheilsuna og það að fá lambaknús!
    Bjössi hefur ávallt verið góður námsmaður en segir að íþróttirnar hafi gefið sér mest og séu stór hluti af hans sjálfsmynd. Ef hann hefði geta valið um að fá Nóbelsverðlaun eða Ólympíugull þá segist hann alltaf hafa valið gulllið þar sem að hann hafði miklu meira fyrir íþróttunum og langaði miklu meira að vera góður í íþróttum.

    Bjössi hefur verið að glíma við krabbamein síðustu ár og skrifar reglulega pistla um það á FB síðu sinni.  Hann fékk líftæknilyf árið 2021 sem virkuðu í smá tíma og hætti alveg á lyfjunum í apríl 2022. Hann er enn með mein víða um líkamann en veit ekki hvort að þau séu virk og vill ekki ,,pota" í sofandi risa til að komast að því. 

    Bjössi er frekar léttur að eðlisfari og sér kómísku hliðarnar á hlutunum. Hann er vinnusamur og samviskusamur og vill alltaf gera hlutina vel. Ekkert hálfkák, en hann segist samt alveg kunna að slaka á. 
    Heilsa fyrir Bjössa er að hafa þennan möguleika að gera það sem þig langar til að gera.  ,,Maður ætti kannski að hægja á sér, staldra við og njóta lífins meira og litlu hlutanna en ég hef held ég aldrei haft meira að gera en þennan veturinn", segir Bjössi. 
    ,,Lífið er núna er stundum að mínu mati afsökun fyrir hömluleysi. Lífið er vissulega núna en stundum verður lífið betra á morgun eða eftir viku ef þú lætur eitthvað á móti þér núna. Það er hollt fyrir alla að bíða stundum." segir hann að lokum. 


    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

    • 1 hr 20 min
    Heilsumoli. Hugleiðsla fyrir svefninn.

    Heilsumoli. Hugleiðsla fyrir svefninn.

    Í þessum heilsumola leiðir Erla þig inn í draumalandið með róandi hugleiðslu. 
    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

    • 20 min
    #42. Styrkleikar, sjálfsmynd og sjálfsrækt. Bjarni Fritzson

    #42. Styrkleikar, sjálfsmynd og sjálfsrækt. Bjarni Fritzson

    Í þættinum ræðir Erla við Bjarna Fritzson rithöfund, íþróttamann og eiganda sjálfstyrkingarfyrirtækisins Út fyrir kassann um jákvæða sjálfsmynd, núvitund, samskipti, sjálfsrækt, sjálfstraust, gildi og hvernig við hjálpum börnum okkar að byggja upp góða sjálfsmynd með því að aðstoða þau við að finna sína styrkleika.
    Sjálfur segist Bjarni fyrst og fremst vera fjölskyldufaðir úr Breiðholtinu og íþróttanörd sem elskar að efla fólk og hjálpa því að blómstra. Hann heldur meðal annars námskeiðin Öflugir strákar, Vertu óstöðvandi fyrir ungt íþróttafólk og foreldranámskeiðið Efldu barnið þitt. Hann hefur gefið út fjölda bóka um Orra óstöðvandi og Sölku ofl.

    Bjarni er með B.S gráðu í sálfræði og hefur sótt framhaldsmenntun á meistarastigi í félags-vinnusálfræði og jákvæðri sálfræði. Hann er fyrrum  atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, þjálfari 20 ára landsliðs Íslands og meistaraflokks karla hjá ÍR.

    Bjarni segist ekki vilja vera fastur í einhverju formi og lætur svolítið vaða á allt. Hann reynir stöðugt að ögra sér og halda áfram að vaxa. Hann er með brennandi ástríðu að vopni í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.

    Bjarni notar mikið núvitund í sinni kennslu og þjálfun. Núvitund er að núllstilla sig. Í grunninn erum við að þjálfa skynfærin í að fókusa á það sem við erum að gera og það sem skiptir mál. Skilja eftir það sem er búið og það sem er að fara að gerast og allar hugsanir og detta bara inn í viðburðinn sem við erum í.

    Heilsa er það mikilvægasta í mínu lífi segir Bjarni. Heilsa er eitthvað sem maður tekur sem sjálfsögðu þegar maður er ungur og fattar að skiptir öllu máli þegar maður eldist.
    Þetta snýst um lífsgæði og að vera í jafnvægi, þ.e. heilsa er að mér líði vel og ég geti gert það sem ég vil gera. Auk þess er mikilvægt að rækta félagsleg tengsl, þau skila 30% af hamingjunni þinni en peningar aðeins 1%

    Bjarni bendir á að íþróttir, tómstundir og áhugamál eru mikilvæg fyrir alla og hjálpa einstaklingum að þróa með sér leiðtogahæfileika, góð samskipti og fleira sem er góð þjálfun fyrir lífið sjálft.

    Áhugasamir geta fundið nánari upplýsingar um námskeið og fyrirlestra Bjarna hér.

    Samstarfsaðilar þáttarins eru Nettó og Spíran.


    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

    • 1 hr 15 min
    Heilsumoli. 10 atriði sem geta bætt heilsuna strax í dag.

    Heilsumoli. 10 atriði sem geta bætt heilsuna strax í dag.

    Í þessum stutta heilsumola tel ég upp tíu atriði sem þú getur tileinkað þér til þess að hafa góð áhrif á eigin heilsu.

    Ég tel heildræna nálgun bestu leiðina til að njóta góðrar heilsu. Hér eru nokkur atriði sem þú getur gert strax í dag til þess að bæta heilsuna.
    Skipulegðu vikunaHreyfðu þig daglegaFarðu að sofa á ákveðnum tíma á hverju kvöldi (rútína) Borðaðu meira grænmetiMinnkaðu sykurneysluDrekktu meira vatnBurstaðu tennurnar fljótlega eftir kvöldmatGerðu vikumatseðilRæktaðu samband þitt við vini og fjölskylduStundaðu þakklætiÞessi samantekt er tekin af Instagram síðu minni HeilsuErla. 
    Hvaða atriði þarft þú að bæta?
    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

    • 3 min
    #41. Tannheilsa. Elva Björk Sigurðardóttir

    #41. Tannheilsa. Elva Björk Sigurðardóttir

    Í þættinum ræðir Erla við Elvu Björk Sigurðardóttur tannlækni um tannheilsu, tannlæknanámið, rétta umhirðu tanna, tæknina við að bursta tennurnar, tannhvíttun og þætti sem hafa áhrif á tannheilsu okkar eins og sýrustig drykkja, munnþurrk, bakflæði, neföndun, að naga neglur og fleira auk þess að ræða aðeins um það hvernig tannheilsa getur haft áhrif á almenna heilsu okkar.
    Auk þess að vera tannlæknir er Elva Björk Kópavogsbúi, móðir og sjálfstæð kona sem finnst gaman að vera innan um fólk. Hún hefur starfað sem tannlæknir siðan 1998 og segir mikið hafa breyst síðan hún byrjaði að starfa við tannlækningar.

    Elva er dugleg að kynna sér nýjungar og halda sér ,,up to date" í þessum fræðum. Hún rekur tannlæknastofuna Tannbjörg og á Instagram síðu þeirra má finna ýmsan fróðleik um tannheilsu. 
    Hún segir tannheilsu vera það að tennurnar, slímhúðin, munnvatnið, tannholdið og flóran almennt sé allt í góðu jafnvægi. Auk þess að við séum ekki með skemmdar, munnþurrk, slíðmhúðarsjúkdóma og fleira. 
    Við þurfum að hugsa vel um tennurnar eins og skrokkinn okkar. Bursta tennur kvölds og morgna, nota flúoirtannkrem, nota tannþráð eða millitannaburta og fara reglulega í skoðun og hreinsa og grípa inn í ef þarf.



    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram

    • 59 min

Top Podcasts In Health & Fitness

The Mind Full Podcast
Dermot Whelan
Exhibit A
Marvellous
Ready To Be Real by Síle Seoige
Síle Seoige
Passion Struck with John R. Miles
John R. Miles
Feel Better, Live More with Dr Rangan Chatterjee
Dr Rangan Chatterjee: GP & Author
ZOE Science & Nutrition
ZOE

You Might Also Like

Helgaspjallið
Helgi Ómars
Eftirmál
Tal
Undirmannaðar
Undirmannaðar
Spjallið
Spjallið Podcast
Mömmulífið
Mömmulífið
70 Mínútur
Hugi Halldórsson