
110 episodes

Pyngjan Pyngjan
-
- Business
Í Pyngjunni eru ársreikningar fyrirtækja skoðaðir og ræddir. Athugið að (eiginlega) öll gögn sem stuðst er við eru opinberar upplýsingar. Þáttastjórnendur eru Arnar Þór Ólafsson og Ingvi Þór Georgsson
-
Föstudagskaffið: Steinarr Lár stofnandi Kúkú Campers kíkir í kaffi
Einn merkilegasti Pyngjuþáttur sem hefur verið gefinn út. Þessi þáttur er ráðgefandi. Við segjum ekki meir. Góða hlustun.
-
Ársreikningar: Ísteka
Við höldum ótrauðir áfram í seríunni "Kúrekar frá helvíti" en þetta er annar þáttur í seríunnar, þrátt fyrir að við höfum haldið því fram í byrjun þáttar að þetta væri sá fyrsti, enda alveg orðnir kolruglaðir á þessum seríum. Það má þó með sanni segja að hjá Ísteka eru hreinræktaðir vítiskúrekar, en starfsemin hefur verið ansi umdeild meðal almennings og því var vel við hæfi að taka þau fyrir hér í dag og kryfja reksturinn.
-
Föstudagskaffið: Bankarnir lána út peningana þína
Það er þungt yfir þennan föstudaginn hjá Idda en Addi er sprækur sem lækur. Lavazzabræðu eru mættir enn einn föstudaginn til að halda netbankakúrekum landsins uppfærðum. Í þættinum koma drengirnir inn á margt skemmtilegt, allt frá munnskoli og upp í bindiskyldu bankana. Missið ekki af því!
-
Ársreikningar: Heimstaden
Cowboys from hell er nýjasta sería úr framleiðslu Pyngjunnar og þar ríðum við á vaðið með Heimstaden, áður Heimavellir, sem hefur verið mikið í deiglunni síðastliðin ár. Við kryfjum þeirra nýjasta ársreikning og förum yfir söguna sem er einkar áhugaverð.
-
Föstudagskaffið: Verður skattframtalið í mínus eða plús?
Það held ég kæru hlustendur. Þá er enn einn föstudagurinn runninn upp sem þýðir að föstudagskaffinu hefur verið sullað yfir allt borð. Það var á nægum fréttum að taka þessa vikuna en auk þess tuða þeir Addi og Iddi yfir kolefniseiningum og það ekki í fyrsta skiptið. Muniði svo eftir skattframtalinu. Gleðilegan föstudag.
-
Ársreikningar: Vinnustofa Kjarval
Í dag er það Vinnustofa Kjarval sem flestir alvöru netbankakúrekar hafa rambað inn á á einhverjum tímapunkti, en staðurinn er ekki einungis bar fyrir pabbastráka heldur líka vinnustofa, eins og nafnið gefur til kynna, en þar geta aðilar gerst meðlimir og haft skrifstofuaðstöðu ásamt alls kyns öðrum fríðindum sem betur verður farið yfir í þættinum. Góða hlustun.