26 episodes

Úrval úr Tengivagni vikunnar.

Tengivagninn RÚV

    • Arts

Úrval úr Tengivagni vikunnar.

    Upphafið, forsagan, ofurhetjur og Gervigreindarlestin

    Upphafið, forsagan, ofurhetjur og Gervigreindarlestin

    Tengivagninn hefur göngu sína og því byrjum við á byrjuninni, upphafinu sjálfu.

    Kristján Mímisson fornleifafræðingur segir okkur frá þáttunum Ancient Apocalypse, forsögu mannkyns og kenningum um forna menningarheima.

    Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Nexus segir okkur frá upprunasögum ofurhetja í gegnum tíðina.

    Í siðari hlutanum heyrum við svo brot úr fyrsta íslenska útvarpsþættinum sem gerður var alfarið með gervigreind, Gervigreindarlestinni, og Anna Marsibil Clausen, Ævar Kjartansson og Birgir Þór Harðarson ræða gervigreind, útvarp og framtíðina.

    • 1 hr 55 min
    Velkomin heim, fiðlusónötur Eugene Ysaÿe, þjóðlagahátíð og Marvara

    Velkomin heim, fiðlusónötur Eugene Ysaÿe, þjóðlagahátíð og Marvara

    Við helgum okkur tónlist af ýmsum toga í þætti dagsins. Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir ræðir við Tuma Torfason trompetleikara og tónskáld sem numið hefur erlendis en heldur tónleika í Hörpu á tónleikaröðinni Velkomin heim.

    Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari gaf á dögunum út plötu með fiðlusónötum Eugene Ysaÿe. Hún segir okkur frá tónskáldinu, verkunum og einleikshlutverkinu.

    Síðari hluti þáttar er svo tileinkaður Þjóðlagahátíð á Siglufirði. Gunnstein Ólafsson fer yfir dagskránna og eys úr viskubrunni sínum um þennan sprellifandi menningararf og belgíska/danska/sænska partífolksveitin Marvara kíkir í heimsókn og við heyrum nokkur lög.

    • 1 hr 55 min
    Illska, samlíðan, Hermigervill og Þórir Baldursson

    Illska, samlíðan, Hermigervill og Þórir Baldursson

    Til okkar komu þau Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og Marteinn Knaran Ómarsson meistaranemi í almennri bókmenntafræði. Umræðuefnið var ekki af smærri gerðinni, það er illskan sjálf. Bæði eiga þau greinar í nýútkomnu hefti Ritsins, tímarits hugvísindastofnunar en yfirskrift þess er illska og óhugnaður.

    Samkennd og samlíðan komu mikið við sögu í spjalli okkar og því rifjum við upp viðtal við Öldu Björk Valdimarsdóttur um bjartar og myrkar hliðar samlíðaninnar.

    Síðari hluti þáttarins er svo helgaður samtali tónlistarmannana Sveinbjörns Thorarensen eða Hermigervils og Þóris Baldurssonar en við fengum Sveinbjörn til þess að velja fyrirmynd, einhvern áhrifavald sem hefur markað sín spor á ferli hans og hann valdi Þóri. Þeir voru að hittast í fyrsta sinn af alvöru og þeir ætla að rekja feril beggja, grúska í plötum bæði tíndum og ótíndum.

    • 1 hr 55 min
    Intuition Intermission, Ástarsögufélagið, fólksfjöldi og Kunningjar

    Intuition Intermission, Ástarsögufélagið, fólksfjöldi og Kunningjar

    Við kíkjum á útskriftarsýningu í hollenskum listaháskóla, konunglegu listaakademíunni í Den Haag og forvitnumst um lokaverkefni Einars Viðars Guðmundssonar Thoroddsen, sem var að klára nám þar í grafískri hönnun.

    Við veltum líka fyrir okkur fólksfjölgun og grípum niður í bókmenntaþættinum Skorningar sem var á dagskrá Rásar 1 fyrir rúmum áratug.

    Anna María Björnsdóttir ræðir við þær Berglindi Ernu Tryggvadóttur og Þórunni Rakel Gylfadóttur um Ástarsögufélagið - félag sem var stofnað til að hefja ástarsögur til virðingar og vegar.

    Í seinni hluta Tengivagnsins fáum við til okkur listhópinn Kunningja sem er skipaður þeim Hallveigu Kristínu Eiríksdóttur og Arnari Geir Gústafssyni, þau eru nýkomin heim til Íslands frá Slóvakíu þar sem þau könnuðu mörkin á milli mennsku og bjórsku á listahátíðinni Into the Miracles.

    • 1 hr 55 min
    Kundera allur, Selasæng, Hammond í Hörpu og Biggi Veira

    Kundera allur, Selasæng, Hammond í Hörpu og Biggi Veira

    Tékkneski-franski rithöfundurinn Milan Kundera er fallinn frá, 94 ára að aldri, eftir langvinn veikindi. Hans frægasta verk er án efa Óbærilegur léttleiki tilverunnar frá árinu 1984 sem hefur verið inngangur margra inn í heim fagurbókmenntanna. Friðrik Rafnsson hefur þýtt höfundarverk Kundera á íslensku og við grípum niður í þætti hans um höfundinn frá 2009.

    Í Selasæng er skyggnst inn drauma og minningar. Frásagnir fólks um lífið í sveitinni vefjast saman við minningar listakonunnar Geirþrúðar Einarsdóttur úr tjaldferðalögum æsku sinnar. Jóhannes Ólafsson fer og hittir Geirþrúði í þætti dagsins.

    Tónlistarkonan Sara Mjöll Magnúsdóttir er komin frá Bandaríkjunum þar sem hún leggur stund á píanó- og hammondorgelleik og heldur tónleika í Hörpu í kvöld. Hún leit við hjá okkur og sagði frá sér, hljóðfærinu og dagskrá tónleikanna.

    Í síðari hluta Tengivagnsins tökum við Birgi Þórarinsson, Bigga Veiru, í langt viðtal og ræðum meðal annars tónlist sem er ekki teknó.

    • 1 hr 55 min
    Bilað er best, Bossinn, LungA, Brynhildur Karls og Ragga Gísla

    Bilað er best, Bossinn, LungA, Brynhildur Karls og Ragga Gísla

    Á morgun kemur út platan Bilað er best með tvíeykinu Magnúsi Trygvasyni Eliassen og Tómas Jónssyni. Biluð hljóðfæri, suð og rispaðar plötur koma við sögu og við hittum Magnús í stuttri stund milli stríða.

    Listahátíðin LungA á Seyðisfirði hófst í vikunni og stendur fram yfir helgina. Við hringjum austur og tökum stöðuna á stemningunni og því sem er fram undan.

    Sérlegur útsendari Tengivagnsins spókar sig í sólinni í Skandinavíu um þessar mundir og sækir stórtónleika gamalla en merkilegra kalla. Við heyrum í Guðna Tómassyni útvarpsmanni.

    Í síðari hluta þáttar heyrum við samtal tónlistarkvennanna Brynhildar Karlsdóttur og Ragnhildar Gísladóttur. Kvikindi mætir Grýlu í fyrirmyndarviðtali vikunnar.

    • 1 hr 55 min

Top Podcasts In Arts

The Bookshelf with Ryan Tubridy
Ryan Tubridy
Dish
S:E Creative Studio
Table Manners with Jessie and Lennie Ware
Jessie Ware
Changing Times - The Allenwood Conversations
Mary McAleese & Mary Kennedy - Dundara Television and Media
Minnie Questions with Minnie Driver
iHeartPodcasts
99% Invisible
Roman Mars