63 episodes

Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við frumkvöðla og stjórnendur sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu. Umsjón með þáttunum hefur Sesselja Vilhjálmsdóttir.

Athafnafólk Sesselja Vilhjálms

    • Business

Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við frumkvöðla og stjórnendur sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu. Umsjón með þáttunum hefur Sesselja Vilhjálmsdóttir.

    63. Ægir Þorsteinsson, meðstofnandi Hopp og framkvæmdastjóri Aranja

    63. Ægir Þorsteinsson, meðstofnandi Hopp og framkvæmdastjóri Aranja

    Viðmælandi þáttarins er Ægir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Aranja og einn stofnanda Hopp. Ægir er fæddur árið 1985 og ólst upp á Seltjarnarnesi og á Landsbyggðinni. Hann flutti að heiman eftir 10. bekk til að fara á tölvubrautina í Iðnskólanum og hélt áfram í Háskólann í Reykjavík þar sem hann kláraði B.S. í tölvunarfræði. Ægir vann að netbönkum Landsbankans eftir útskrift og síðan hjá Red Gate í Bretlandi áður en hann flutti aftur til Íslands og stofnaði Aranja árið 2014 með Eiríki Heiðari Nilssyni.

    Aranja er stafræn stofa og venture studio sem sérhæfir sig í stafrænum vörum og hefur Ægir verið framkvæmdastjóri þar í 10 ár. Ægir er einnig meðstofnandi Hopp, sem er samgöngulausn fyrir borgir, einna þekktust fyrir rafskúturnar og Hopp farsímalausnina, en fyrirtækið byrjaði sem verkefni innan Aranja árið 2019. Hopp hefur sótt sér fjármagn frá íslenskum og erlendum fjárfestum og eru rafskúturnar og hugbúnaðarlausnin nú í boði í nokkrum löndum.

    Ægir skipuleggur einnig meistaranám í framendaforritun í háskóla í Barcelona þar sem hann kennir einnig einstaka áfanga.

    Þátturinn er kostaður af Arion.

    • 1 hr 16 min
    62. Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og forstjóri B-Team

    62. Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og forstjóri B-Team

    Viðmælandi þáttarins er Halla Tómasdóttir, forstjóri B-Team og frambjóðandi til forsetakosninga Íslands árið 2024. B-Team eru samtök alþjóðlegra leiðtoga sem vinna saman að sjálfbærni, jafnrétti, jöfnuði og aukinni ábyrgð í forystu og viðskiptum. Halla er fædd árið 1968 og ættuð af Vestfjörðum og úr Skagafirði en alin upp á Kársnesinu í Kópavogi. Hún er rekstrarhagfræðingur frá Auburn University of Montogomery og með MBA gráðu frá Thunderbird School of Global Management í Bandaríkjunum. Hún stundaði einnig um nokkurra ára skeið nám til doktorsgráðu við Cranfield University í Bretlandi þar sem hún lagði stund á rannsóknir í leiðtogafræði. Halla hóf sinn feril hjá stórfyrirtækjunum Mars og Pepsi Cola þar sem hún vann í mannauðsmálum. Eftir að hún kom aftur til Íslands tók Halla tók virkan þátt í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík þar sem hún leiddi meðal annars fyrstu ár Opna Háskólans og verkefnið, Auður í krafti kvenna, ásamt því að vera ein af stofnendum Þjóðfundsins árið 2009. Hún gegndi fyrst kvenna framkvæmdastjórastöðu Viðskiptaráðs á árunum 2006-7, og var ein af stofnendum Auðar Capital, fyrsta fjármálafyrirtæki í forystu kvenna sem lagði áherslu á mannleg gildi og ábyrgð í fjárfestingum. Halla hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og er vinsæll fyrirlesari á alþjóðlegum vettvangi ásamt því að hafa gefið út bókina, Hugrekki til að hafa áhrif, árið 2023.



    Þátturinn er kostaður af Krónunni, Icelandair og Arion banka.

    • 1 hr 17 min
    61. Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og fjármálasviðs CRI

    61. Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og fjármálasviðs CRI

    Viðmælandi þáttarins er Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og fjármálasviðs Carbon Recycling International (CRI). CRI hef­ur þróað leiðandi tækni­lausn á heimsvísu sem ger­ir viðskipta­vin­um þeirra kleift að fram­leiða met­anól á um­hverf­i­s­væn­an hátt úr kolt­ví­sýr­ingi og vetni, sem síðan er hægt að nýta sem græn­an orku­gjafa eða í efna­vör­ur. Í dag starfa rúmlega þrjátíu manns hjá fyrirtækinu en nýir fjárfestar lögðu félaginu til $30m árið 2023 til að fjármagna vöxt þess. Björk er fædd árið 1983 og ólst upp í 104 Reykjavík. Hún gekk í Verzlunarskóla Íslands og lauk síðan BS prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands. Björk hefur áður starfað sem framkvæmdastjóri og meðeigandi Reykjavík Backpackers, rekstrarstjóri Bus Hostel Reykjavík og Reykjavík Terminal og stofnandi og framkvæmdastjóri Made in Mountains.

    Þessi þáttur er í boði Icelandair, Krónunnar og Arion.

    • 1 hr 26 min
    60. Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Öldu

    60. Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Öldu

    Viðmælandi þáttarins er Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, stofnandi og framkvæmdastjóri Öldu. Alda er hugbúnaðarfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum að meta og auka fjölbreytileika og inngildingu með örfræðslu, inngildingarkönnun, aðgerðaráætlun og mælaborði. Alda hugbúnaðurinn fór í loftið haustið 2023 og var í lok þess árs valinn á lista ráðgjafafyrirtækisins Gartner yfir leiðandi tæknilausnir sem bjóða upp á mælikvarða og markmiðasetningu í fjölbreytileika og inngildingu .

    Þórey var áður meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Capacent og vann m.a. við ráðgjöf í stjórnun og stefnumótun en þar leiddi hún mörg helstu fyrirtæki og stofnanir á Íslandi í gegnum verkefnið Jafnréttisvísi. Hún hefur einnig starfað sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra,  framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar. Hún hefur tekið þátt í margs konar félagsstörfum og stofnaði m.a. V-daginn, sat í stjórn UN Women, íslenskri landsnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, í varastjórn Jafnréttissjóðs og í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Hún stofnaði einnig umboðsskrifstofuna Eskimo Models og Ólöfu ríku, fyrirtæki sem framleiddi hönnunarleikföng og barnabækur.

    Þessi þáttur er í boði Krónunnar, Arion og Icelandair.

    • 1 hr 27 min
    59. Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóri Good Good

    59. Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóri Good Good

    Viðmælandi þáttarins er Garðar Stefánsson, meðstofnandi og forstjóri matvælafyrirtækisins GOOD GOOD. Fyrirtækið framleiðir m.a. sykurlausar sultur, sætuefni og súkkulaði- og hnetusmjör. GOOD GOOD hefur safnað um $25m+ frá fjárfestum og sækir nú fram á Bandaríkjamarkaði. Garðar er fæddur árið 1984 og ólst upp í Langholtshverfinu. Hann gekk í Verslunarskóla Íslands og lauk síðan BS prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og Master gráðu í Upplifunarhagkerfinu (e. Experience Economy) frá Háskólanum í Árósum. Garðar var áður meðstofnandi og framkvæmdastjóri saltframleiðslufyrirtækisins Norður Salt og meðstofnandi Saltverks Reykjaness ehf.



    Þessi þáttur er í boði Arion, Icelandair og Krónunnar.

    • 1 hr 20 min
    58. Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns

    58. Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns

    Viðmælandi þáttarins er Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns, fasteignafélags sem er skráð á íslenska aðalmarkaðinn. Jón er fæddur árið 1985 og ólst upp í Hafnarfirðinum. Hann gekk í Verslunarskóla Íslands og lauk síðan BS prófi umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og MS prófi í byggingaverkfræði frá DTU háskólanum í Danmörku. Jón hefur starfað sem verkfræðingur hjá Mannviti, sérfræðingur í eignastýringu hjá Kviku og forstöðumaður hjá GAMMA,  þangað til hann tók við forstjórastarfi Kaldalóns.

    Þátturinn er í boði Krónunnar, Arion og Icelandair.

    • 1 hr 14 min

Top Podcasts In Business

Finshots Daily
Finshots
WTF is with Nikhil Kamath
Nikhil Kamath
Think Fast, Talk Smart: Communication Techniques
Stanford GSB
The Neon Show
Siddhartha Ahluwalia
Moneycontrol Podcast
moneycontrol
Woice with Warikoo Podcast
Ankur Warikoo

You Might Also Like

Þjóðmál
Þjóðmál
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Í ljósi sögunnar
RÚV
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
Helgaspjallið
Helgi Ómars