29 episodes

Þættirnir fjalla um mannauðsmál í víðu samhengi. Rætt er við mannauðsstjóra, ráðgjafa og aðra sérfræðinga á sviði mannauðsmála þar sem farið er yfir feril viðmælenda og þau verkefni sem verið er að vinna að hverju sinni.

Á mannauðsmáli Á mannauðsmáli

  • Business
  • 5.0 • 18 Ratings

Þættirnir fjalla um mannauðsmál í víðu samhengi. Rætt er við mannauðsstjóra, ráðgjafa og aðra sérfræðinga á sviði mannauðsmála þar sem farið er yfir feril viðmælenda og þau verkefni sem verið er að vinna að hverju sinni.

  29. Erla María Sigurðardóttir - Krónan

  29. Erla María Sigurðardóttir - Krónan

  Við Erla María sem starfar sem mannauðsstjóri Krónunnar hittumst alveg eldhressar í Akademias stúdíóinu. Erla segir okkur frá starfsemi Krónunnar ásamt því að fara yfir málefni sem tengjast ungum stjórnendum, Krónuskólanum, velferðarpakkanum þeirra og hvernig þau tókust á við Covid. Virkilega skemmtileg hlustun!

  Þátturinn er í boði Akademias, 50skills, Moodup og Mótun. 

  • 51 min
  28. Ágústa Björg Bjarnadóttir - Sjóvá

  28. Ágústa Björg Bjarnadóttir - Sjóvá

  Við Ágústa hittumst í Akademias stúdíóinu en hún starfar sem forstöðumaður mannauðsmála hjá Sjóvá. Það sem mér hefur þótt einna áhugaverðast við þeirra áherslur eru jafnréttismálin. Þau fá svo sannarlega svigrúm í þessu spjalli en auk þess ræddum við stefnumótunarvinnu sem þau fara í á 2-3 ára fresti þar sem allir starfsmenn taka þátt og leggja sitt af mörkum. Einnig ræddum við um starfsumhverfið og sálfélagslega áhættumatið sem þau leggja mikla áherslu á. 

  Þátturinn er í boði Akademias, Moodup, Mótun og Alfreð. 

  • 56 min
  27. Alþjóðlegi mannauðsdagurinn 2021

  27. Alþjóðlegi mannauðsdagurinn 2021

  Alþjóðlegi mannauðsdagurinn er 20. maí 2021. Í samstarfi við Mannauð, félags mannauðsfólks á Íslandi er þátturinn því með aðeins öðruvísi sniði en vanalega en hann er sérstaklega tileinkaður þessum degi. Ég fékk til mín alveg frábæra gesti sem allir eiga það sameiginlegt að starfa við mannauðsmál og eru núverandi og fyrrverandi formenn Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi en það eru Ásdís Eir sem er núverandi formaður félagsins, Ketill Berg, Dröfn, Ella Sigga og Brynjar Már. Í þættinum ræðum við meðal annars hverjar eru helstu áherslur í mannauðsmálum í dag og hvert þróun í mannauðsmálum mun leiða okkur næstu árin.

  Einnig er hægt að nálgast vidjó útgáfu af þessum þætti á heimasíðu félagsins, mannaudsfolk.is. Mæli með að kíkja á það, við svínlúkkum öll í stúdíóinu hjá Akademias :) 

  Þátturinn er í boði Akademias, Alfreð, 50skills og Moodup. 

  • 43 min
  26. Sigríður Harðardóttir - Strætó

  26. Sigríður Harðardóttir - Strætó

  Í Akademias stúdíóinu er Sigríður Harðardóttir sem er sviðsstjóri mannauðs- og gæðamála hjá Strætó. Við ræddum meðal annars starfsþjálfunarkerfi fyrir vagnstjóra, öflugt fræðslustarf þar sem áhersla er lögð á endurmenntun vagnstjóra og hvernig er hægt að viðhalda þeirra þekkingu og færni í starfi, streita og álag kom til tals þar sem þau fóru í áhugaverða vinnu í tengslum við að draga úr þessum þáttum í starfsumhverfinu í samstarfi við VÍS og svo fórum við yfir styttingu vinnuvikunnar í tengslum við vaktavinnu.

  Þátturinn er í boði Akademias og 50skills.

  • 1 hr
  25. Ketill Berg Magnússon - Marel

  25. Ketill Berg Magnússon - Marel

  Góðir gestir, næsti viðmælandi er ekki af verri endanum. Hann heitir Ketill og er mannauðsstjóri hjá Marel. Ég bauð Ketil velkominn í Akademias stúdíóið þar sem við náðum heldur betur góðu spjalli. Ketill er fyrsti viðmælandi minn sem nær að tala í tæpa tvo klukkutíma en ekki örvænta, þetta er svo fróðlegt spjall að það nær bara varla nokkurri átt. Ketill segir okkur frá hverjar áherslurnar eru hjá Marel, hvernig er að vinna hjá fyrirtæki á alþjóðavísu með 7.500 starfsmenn, hvernig þau tókust á við Covid, afnámu stimpilklukkuna, kláruðu styttingu vinnuvikunnar á tveimur 2 tíma fundum, hvað skiptir mestu máli í vinnuumhverfinu og svo kemur jafnréttisumræðan sterk inn í lokin. 

  Þátturinn er í boði Akademias og Alfreð. 

  • 1 hr 49 min
  24. Elín Kristín Guðmundsdóttir - Hugarheimur

  24. Elín Kristín Guðmundsdóttir - Hugarheimur

  Við Elín hjá Hugarheimi skelltum okkur í Akademias stúdíóið. Hugarheimur sérhæfir sig meðal annars í að sálfélagslegu þáttunum í vinnuumhverfinu eins og streitu, kulnun, álagi og öðru áreiti sem hefur áhrif á líðan okkar bæði í starfi og einkalífi. Við ræddum einmitt þessa þætti betur og fórum yfir það hvernig er hægt að búa til aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs og hvernig við getum náð betri hvíld án þess endilega að sofa meira. Stytting vinnuvikunnar kom einnig til tals og þá sérstaklega í tengslum við að starfsfólk þarf að vera duglegra að nýta frítímann sinn til þess að sinna sjálfum sér. Einnig ræddum við mikið um hvernig stjórnendur og starfsfólk bera ábyrgð á þessum sálfélagslegu þáttum í starfi, hvaða skilaboð eru stjórnendur að senda, hvernig getur starfsfólk verið virkara og fengið aðra með sér í lið.

  Þátturinn er í boði 50skills og Akademias. 

  • 1 hr 17 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
18 Ratings

18 Ratings

Top Podcasts In Business

Listeners Also Subscribed To