19 min

Ólöf Nordal - ástríðustjórnmálamaður Óli Björn - Alltaf til hægri

    • Politics

Ólöf Nordal leit á það sem hugsjón að vera í stjórnmálum. „Maður gerir það af mikilli innri þrá og þarf að geta einbeitt sér að því,“ sagði Ólöf í viðtali við Morgunblaðið í september 2012 en þá hafði hún ákveðið að draga sig í hlé en hún snéri aftur á  sviðið nokkrum árum síðar. Ólöfu fannst alltaf skemmtilegast að „tengja saman ólík sjónarmið, líka hinna yngri og eldri“. Hún hafði enda unum af því að umgangast fólk, naut þess að ræða ólík sjónarmið – Ólöf kunni þá list að hlusta og rökræða – ýta undir skoðanaskipti.
Djúpstæð sannfæring Ólafar í stjórnmálum var byggð á trúnni einstaklinginn og á samfélag samhjálpar og náungakærleika. Hún var ástríðustjórnmálamaður. Í viðtali sagði hún: „Ef við höfum ekkert fram að færa, þá leggjum við upp í tilgangslausa ferð. Ef okkur tekst að koma því á framfæri, sem við viljum berjast fyrir, þá eigum við erindi.“
Ólöf meitlaði hugsjónir ágætlega í blaðagrein í júní 2010:
„Grunnstef Sjálfstæðisflokksins hefur ávallt verið frelsi einstaklingsins og réttur hans til athafna. Í þeim orðum felst jafnframt ákall um ábyrgð hans á gjörðum sínum og því samfélagi sem við viljum byggja hér upp.“
Auðvitað er útilokað að gefa heildstæða mynd af stjórnmálakonunni Ólöfu Nordal á nokkrum mínútum en ég vona að hlustendur verði einhverju nær um úr hvaða jarðvegi hugmyndir hennar voru sprottnar. Hún var varðmaður frelsisins. 

Ólöf Nordal leit á það sem hugsjón að vera í stjórnmálum. „Maður gerir það af mikilli innri þrá og þarf að geta einbeitt sér að því,“ sagði Ólöf í viðtali við Morgunblaðið í september 2012 en þá hafði hún ákveðið að draga sig í hlé en hún snéri aftur á  sviðið nokkrum árum síðar. Ólöfu fannst alltaf skemmtilegast að „tengja saman ólík sjónarmið, líka hinna yngri og eldri“. Hún hafði enda unum af því að umgangast fólk, naut þess að ræða ólík sjónarmið – Ólöf kunni þá list að hlusta og rökræða – ýta undir skoðanaskipti.
Djúpstæð sannfæring Ólafar í stjórnmálum var byggð á trúnni einstaklinginn og á samfélag samhjálpar og náungakærleika. Hún var ástríðustjórnmálamaður. Í viðtali sagði hún: „Ef við höfum ekkert fram að færa, þá leggjum við upp í tilgangslausa ferð. Ef okkur tekst að koma því á framfæri, sem við viljum berjast fyrir, þá eigum við erindi.“
Ólöf meitlaði hugsjónir ágætlega í blaðagrein í júní 2010:
„Grunnstef Sjálfstæðisflokksins hefur ávallt verið frelsi einstaklingsins og réttur hans til athafna. Í þeim orðum felst jafnframt ákall um ábyrgð hans á gjörðum sínum og því samfélagi sem við viljum byggja hér upp.“
Auðvitað er útilokað að gefa heildstæða mynd af stjórnmálakonunni Ólöfu Nordal á nokkrum mínútum en ég vona að hlustendur verði einhverju nær um úr hvaða jarðvegi hugmyndir hennar voru sprottnar. Hún var varðmaður frelsisins. 

19 min