21 episodes

Í baráttu gegn hindurvitnum

Útvarp Vantrú Vantrú

  • Science

Í baráttu gegn hindurvitnum

  Guðlast og góða bókin - Viðtal við Úlfar Þormóðsson

  Guðlast og góða bókin - Viðtal við Úlfar Þormóðsson

  Í þessum þætti sunnudagaskólans ræða þeir Birgir og Hjalti við rithöfundinn, fyrrverandi ritstjóra Spegilsins og dæmda guðlastarann Úlfar Þormóðsson. Auðvitað var mikið rætt um guðlast og Spegilsmálið, en einnig var rætt um áhugaverð málefni eins og upphaf alheimsins, prestastéttina og túlkun biblíunnar.

  • 1 hr
  Afmælisþáttur (þriðji hluti)

  Afmælisþáttur (þriðji hluti)

  Í dag eru tíu ár síðan Birgir Baldursson birti greinina Lygin um sannleikann á þá nýstofnuðu vefriti sem bar nafnið Vantrú. Að því tilefni birtum við þriðja og síðasta hluta afmælisþáttarins með Birgi, Matta Á. og Óla Gneista við hljóðnemann. Þessi hluti fjallar um háskólamálið, félagsfræðilegar skilgreiningar, gagnrýnendur og fylgismenn Vantrúar og þau áhrif sem Vantrú hefur haft á trúmálaumræðu á Íslandi. Fyrsta hluta afmælisþáttarins má finna hér og annan hluta hér.

  • 1 hr 5 min
  Afmælisþáttur (annar hluti)

  Afmælisþáttur (annar hluti)

  Hér birtist annar hluti afmælisþáttar Vantrúar með þeim Birgi, Matta Á. og Óla Gneista við hljóðnemann. Þessi hluti fjallar um trúmálaumræðurnar, úrskráningar, svarthöfða, páskabingó, háskólamálið ásamt mörgu öðru.

  • 49 min
  Afmælisþáttur (fyrsti hluti)

  Afmælisþáttur (fyrsti hluti)

  Fyrir tíu árum tóku nokkrir trúleysingjar sig saman og stofnuðu vefritiði Vantrú. Í tilefni af þessu settust þrír af stofnendum vefritsins niður fyrir framan hljóðnema og rifjuðu upp upphaf vefritsins og nokkra merka punkta í sögu vefritsins og félagsins sem stofnað var í kjölfarið. Eins og flestir vita er vefritið og félagið fyrir löngu síðan orðinn mikilvægur vettvangur fyrir skoðanaskipti um trúmál og tengd málefni. Við hljóðnemann sátu þeir Birgir Baldursson, Matthías Ásgeirsson og Óli Gneisti Sóleyjarson. Afmælisþátturinn verður sendur út í þremur hlutum. Fyrsti þáttur fjallar um upphafið á strik.is, rökræður á Annáll.is, stofnun vefritsins og félagsins.

  • 1 hr 11 min
  Trúlausir til helvítis, Ágústínusarverðlaunin og hótun í póstkassa.

  Trúlausir til helvítis, Ágústínusarverðlaunin og hótun í póstkassa.

  Þátturinn var tekinn upp þann 30. maí og meðal efnis í þessum þætti er trúlausir fara til helvítis eftir allt, kynning á þremur eftstu sætunum í Ágústínusarverðlaunum Vantrúar 2012 og hótun í póstkassa. Þáttastjórnandi var Hafþór Örn og gestir voru Haukur Ísleifsson, Óli Gneisti og Matthías Ásgeirsson.

  • 1 hr 4 min
  Ólöglegt páskabingó, krossfestingar, páskaegg og loftslagsmál

  Ólöglegt páskabingó, krossfestingar, páskaegg og loftslagsmál

  Þátturinn var tekinn upp fyrsta apríl og meðal efnis er ólöglegt páskabingó, krossfestingar og páskaegg. Að auki var tekið létt viðtal við Svein Atla Gunnarsson, sem ásamt Höskuldi Búa Jónssyni er ritstjóra vefsíðunnar Loftslag.is. Rætt var við Svein Atla meðal annars um efasemdarmenn, afleiðingar hlýnunar og hinn vísindalega leiðarvísi, sem er upplýsingabæklingur sem þeir félagar hafa tekið sig til og þýtt. Þáttastjórnandi var Hafþór Örn og gestir voru Haukur Ísleifsson og Kristján Lindberg.

  • 1 hr 4 min

Top Podcasts In Science