21 episodes

Ég heiti Friðrik Agni. Ég trúi að við getum farið okkar eigin leiðir í lífinu. Við höfum öll ástríðu, hæfileika og tilgang en erum við að fylgja tilgangi okkar? Ég sjálfur hef farið óhefðbundnar leiðir í mínu lífi því ég læt stjórnast af draumum og markmiðum. Í hlaðvarpinu munum við kynnast allskyns fólki í samfélaginu sem ég tel fylgja eigin neista í lífinu. Hvað býr að baki? Hvaða hugarfar? Hvaða leið fer fólk?

Þín eigin lei‪ð‬ Podcaststöðin

    • Health & Fitness
    • 5.0 • 4 Ratings

Ég heiti Friðrik Agni. Ég trúi að við getum farið okkar eigin leiðir í lífinu. Við höfum öll ástríðu, hæfileika og tilgang en erum við að fylgja tilgangi okkar? Ég sjálfur hef farið óhefðbundnar leiðir í mínu lífi því ég læt stjórnast af draumum og markmiðum. Í hlaðvarpinu munum við kynnast allskyns fólki í samfélaginu sem ég tel fylgja eigin neista í lífinu. Hvað býr að baki? Hvaða hugarfar? Hvaða leið fer fólk?

    #19 ÞÍN EIGIN LEIÐ: BLESS 2020 - HALLÓ 2021

    #19 ÞÍN EIGIN LEIÐ: BLESS 2020 - HALLÓ 2021

    ,,Ég hef aldrei upplifað svona mikið um sjálfan mig á svona stuttum tíma"

    Hvað lærðum við á þessu herrans ári sem er að líða og hvernig ætlum við að taka þann lærdóm með okkur inn í nýja árið? Árið 2020 var ófyrirsjáanlegt, fullt af blautum tuskum í andlitið en það leyndi einnig á sér og veitti ný tækifæri. Í þessum lokaþætti á fyrstu þáttaröð ÞÍN EIGIN LEIÐ gera Friðrik Agni og Anna Claessen upp árið 2020 og horfa dreymandi áfram í árið 2021.

    Takk fyrir samfylgdina!

    Friðrik Agni á Instagram 

    Anna Claessen á Instagram 

    ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíó Podcaststöðvarinnar er í samstarfi við Laugar Spa Organic Skincare.

    • 1 hr 36 min
    #18 ÞÍN EIGIN LEIÐ: PÁLL ÓSKAR JÓLASPECIAL

    #18 ÞÍN EIGIN LEIÐ: PÁLL ÓSKAR JÓLASPECIAL

    ,,Það að ég sé hommi er hvorki upphafið né endirinn á mínum ferli"

    Lokaviðtal ársins er tveggja tíma bomba með Páli Óskari. Hvað lærist af Covid? Hvernig fylgir þú gjöfinni sem þú hefur? Að koma út úr skápnum? Hvað vonar þú að fólk segi um þig þegar þú kveður? Hvers óskar þú þessi jól?

    Hlustaðu á magnaðan mann svara öllu þessu og meira til og þú fyllist innblæstri um jólin!

    Friðrik Agni á Instagram 

    Páll Óskar á Instagram 

    ÞÍN EIGIN LEIÐ er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og er í samstarfi við Laugar Spa Organic Skincare.

    • 1 hr 48 min
    #17 ÞÍN EIGIN LEIÐ: JÓLA HVAÐ?

    #17 ÞÍN EIGIN LEIÐ: JÓLA HVAÐ?

    ,,það er óþarfi að stressast...jólin koma hvort sem er"

    Í þessum sérstaka jólaþema þætti tala Friðrik Agni og Anna Claessen um jólastress. Af hverju er eitthvað til sem heitir jólastress? Eru jólin ekki friðarhátíð? Förum yfir hvað er mikilvægast fyrir okkur þessi jól og sleppum stressinu því jólin koma hvort sem er.

    Friðrik Agni á Instagram

    Anna Claessen á Instagram 

    ÞÍN EIGIN LEIР er tekið upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og er í samstarfi við Laugar Spa Organic Skincare.

    • 1 hr 2 min
    #16 ÞÍN EIGIN LEIÐ: NADIA SEMICHAT

    #16 ÞÍN EIGIN LEIÐ: NADIA SEMICHAT

    ,,Þú getur farið þína eigin leið”

    Ef þú hlustar bara á einn þátt í þessari viku - hlustaðu þá á þennan.

    Þórdís Nadia Semichat eða einfaldlega Nadia er kröftugur persónuleiki sem býr yfir ótrúlegri dýpt og karisma. Hún segir okkur frá helstu köflum á sinni litríku ævi en hún hefur farið víða og búið í Svíþjóð, Namibíu og New York. Saman fara Nadia og Friðrik svo í samfélagsleg málefni út frá upplifun sinni á því að vera ,,blandaðir Íslendingar”.

    Friðrik Agni á Instagram 

    Nadia á Instagram 

    Þátturinn er tekin upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og er í samstarfi við Laugar Spa Organic Skincare.

    • 1 hr 33 min
    #15 ÞÍN EIGIN LEIÐ: REYNIR HAUKSSON

    #15 ÞÍN EIGIN LEIÐ: REYNIR HAUKSSON

    ,,Ég fann minn takt. Hjartað mitt slær í Flamenco takti”

    Reynir Hauksson hreifst af tónlist frá barnsaldri og töfrunum sem fylgir því að spila hana. Það er forvitni innra með Reyni sem fleytti honum erlendis þar sem hann kynntist Flamenco tónlist. Þá var ekki aftur snúið. Flamenco var týnda púslið sem vantaði í líf Reynis. Í viðtalinu deilir hann sögu sinni um að uppgötva sjálfan sig í tónlistinni og tónlistina í sjálfum sér.

    Það er auðvelt að hrífast með Reyni og hvernig hann lýsir ástríðu sinni á tónlist. Njótið!

    Friðrik Agni á Instagram 

    Reynir á Instagram 

    Þátturinn er tekin upp í Nóa Siríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og er í samstarfi við Laugar Spa Organic Skincare.

    • 1 hr 17 min
    #14 ÞÍN EIGIN LEIÐ: DRAUMAR 2. HLUTI

    #14 ÞÍN EIGIN LEIÐ: DRAUMAR 2. HLUTI

    ,,Allir draumar okkar geta ræst ef við höfum hugrekki til þess að fylgja þeim eftir"

    Í þessum síðari hluta af draumaseríunni talar Anna Claessen aðeins um sína reynslu af því að fylgja sínum draumum eftir í Vín og L.A. Hvað gerði hún  og hvað hún hefur lært? Í lokin ræða Anna og Friðrik aðeins um markmið og drauma almennt og reyna að kjarna það niður hvað það þýðir fyrir þeim.

    Ertu að tengja? Ertu að dreyma? Láttu okkur vita!

    Friðrik Agni á Instagram 

    Anna Claessen á Instagram 

    Dans og Kúltúr 

    Þátturinn er tekinn upp í Nóa Siríus stúdiói Podcaststöðvarinnar og er styrktur af Laugar Spa Organic Skincare.

    • 1 hr 8 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
4 Ratings

4 Ratings