7 episodes

Bestu vinkonurnar Þórunn Ívars og Alexsandra Bernharð ræða um móðurhlutverkið og fara þær yfir allt frá getnaði til meðgöngu, fæðingar og dagsins í dag ásamt því að fá til sín skemmtilega gesti í þessari tíu þátta seríu.

ÞOKAN Þórunn Ívars & Alexsandra Bernharð

  • Parenting

Bestu vinkonurnar Þórunn Ívars og Alexsandra Bernharð ræða um móðurhlutverkið og fara þær yfir allt frá getnaði til meðgöngu, fæðingar og dagsins í dag ásamt því að fá til sín skemmtilega gesti í þessari tíu þátta seríu.

  Brjóstagjöf: "Ég hefði bara getað verið í Mjólkursamsölunni"

  Brjóstagjöf: "Ég hefði bara getað verið í Mjólkursamsölunni"

  Umfjöllunarefni sjöunda þáttarins er brjóstagjöf en þið getið rétt svo ímyndað ykkur hversu spennt hún Þórunn var fyrir þessum þætti. Að mati Þórunnar & Alexsöndru var brjóstagjöfin eitt það erfiðasta við allt ferlið en eiga þær það sameiginlegt að hafa náð að vera með börnin lengi á brjósti. Það gekk þó ekki eins og í sögu í upphafi og fara þær yfir hindranirnar, sína reynslu af brjóstagjöfinni ásamt því að svara spurningum frá hlustendum. Þokan er gerð í samstarfi við Better You, Lansinoh og Johnsons Baby.

  • 1 hr 10 min
  Guðrún Sørtveit: ,, Ljósið í myrkrinu"

  Guðrún Sørtveit: ,, Ljósið í myrkrinu"

  Þórunn & Alexsandra fá til sín yndislegan gest en það er vinkona þeirra hún Guðrúnu Sørtveit. Guðrún er förðunarfræðingur, bloggari á Trendnet og er hún gengin 37 vikur með sitt fyrsta barn. Þær ræða meðgönguna, undirbúning og áfall sem Guðrún og kærasti hennar gengu í gegnum stuttu áður en hún verður ófrísk en lenti hún í að fá utanlegsfóstur nokkrum mánuðum áður. Þokan er gerð í samstarfi við Better You, Lansinoh og Johnsons Baby.

  • 1 hr 11 min
  Fyrstu dagarnir: "Og hvað nú?"

  Fyrstu dagarnir: "Og hvað nú?"

  Þórunn & Alexsandra fara yfir fyrstu dagana/vikurnar heima með nýfæddu börnin sín. Þær fara meðal annars yfir ábyrgðartilfinninguna sem fylgir nýja hlutverkinu, heimsóknir þessa fyrstu vikur, líkamann eftir fæðingu og byrjun á brjóstagjöf ásamt nokkrum vörum frá Lansinoh og Better You sem voru þeim nauðsynlegar. Þokan er gerð í samstarfi við Better You, Lansinoh og Johnsons Baby.

  • 1 hr 18 min
  Fæðingar: "Er þessi kona ennþá í fæðingu?"

  Fæðingar: "Er þessi kona ennþá í fæðingu?"

  Í þessum fjórða þætti Þokunnar halda Þórunn og Alexsandra áfram þar sem frá var horfið í þættinum um meðgöngurnar þeirra og fara yfir hádramatískar fæðingarsögur sínar. Önnur fæðingin átti sér stað á 41. viku og var löng en hin átti sér stað skyndilega á 35. viku. Þokan er gerð í samstarfi við Better You, Lansinoh og Johnsons Baby.

  • 1 hr 20 min
  Kristín Pétursdóttir: "Lognið á undan Storminum"

  Kristín Pétursdóttir: "Lognið á undan Storminum"

  Þórunn & Alexsandra fá til sín yndislegan gest en það er vinkona þeirra hún Kristín Pétursdóttir sem er leikkona, áhrifavaldur og mamma hans Storms. Þær fara yfir meðgönguna hennar Kristínar, fæðinguna og fyrstu dagana með Storm litla ásamt að koma aðeins inn á andlega líðan eftir fæðingu. Þokan er gerð í samstarfi við Better You, Lansinoh og Johnsons Baby.

  • 1 hr 8 min
  Meðganga: "Þá sé ég bara hreint blóð"

  Meðganga: "Þá sé ég bara hreint blóð"

  Í þessum þætti fara Þórunn & Alexsandra yfir meðgöngurnar sínar en þær eiga það sameiginlegt að þessir níu mánuðir voru ekki þeir auðveldustu. Þær ræða ýmsa kvilla sem upp komu ásamt sjúkdómi sem lítið er vitað um en er mjög alvarlegur bæði móður og barni. Þokan er gerð í samstarfi við Better You, Lansinoh og Johnsons Baby.

  • 1 hr 21 min

Customer Reviews

hallaabjorg ,

Takk

Takk fyrir ykkur og ykkar tíma 🤩🤩🤩🤩🤩❤️

Top Podcasts In Parenting

Listeners Also Subscribed To