36 episodes

10 bestu er þáttur þar sem viðmælendur koma og spila sín 10 uppáhaldslög. Það rifjast upp margar skemmtilegar sögur þegar þú spilar lög sem eru nálægt þér í hjarta og eru í algjöru uppáhaldi.
Kynnumst í gegnum tónlistina og í gegnum venjulegt spjall um hitt og þetta!

Þátturinn er tekinn upp í Podcast Stúdíó Akureyrar, www.psa.is. Kostendur þáttarins eru X-mist, Blackbox pizza Akyreyri, Dressmann og Glerártorg.

10 bestu með Ásgeiri Ólafs Ásgeir Ólafsson Lie

  • Music

10 bestu er þáttur þar sem viðmælendur koma og spila sín 10 uppáhaldslög. Það rifjast upp margar skemmtilegar sögur þegar þú spilar lög sem eru nálægt þér í hjarta og eru í algjöru uppáhaldi.
Kynnumst í gegnum tónlistina og í gegnum venjulegt spjall um hitt og þetta!

Þátturinn er tekinn upp í Podcast Stúdíó Akureyrar, www.psa.is. Kostendur þáttarins eru X-mist, Blackbox pizza Akyreyri, Dressmann og Glerártorg.

  10 bestu / Guðrún Veturliðadóttir, tónlistarkona og tæknimaður S4 E6

  10 bestu / Guðrún Veturliðadóttir, tónlistarkona og tæknimaður S4 E6

  Guðrún Veturliðadóttir ólst upp fyrir vestan og austan land.


  Hún flutti til Dublin og er að nema þar tónlistarupptöku og tæknistjórn en Covid sendi hana heim í fjarnám. (Music production).  Hún starfar fyrir Menningarfélag Akureyrar (MAK) og hefur tæknað nokkur stór verk fyrir SinfoniaNord sem er orðin heimsþekkt fyrir Hollywood upptökur á hinum ýmsu kvikmyndum.  Það er eitthvað spennandi á leiðinni í loftið frá henni en það var sama hvað ég gekk á hana, þá mátti lítið gefa upp. Mögulega getur þú gruflað það upp. 


  Guðrún fékk örlagaríkt símtal frá pabba sínum sem breytti stefnu hennar þegar hún hafði ráðið sig í vinnu á tjaldsvæði á Seyðisfirði. Eftir það símtal er hún í raun að elta drauminn.


  "Bara meiri músík" svarar hún ítrekað þegar hún fær spurninguna hvað sé framundan.


  Hún lifir og hrærist í tónlist og vinnur líka rauðu dagana. Tekur sér lítið frí.  Þessi unga kona á eftir að ná langt.


  Mundu bara nafnið.  Guðrún Veturliðadóttir. 

  • 2 hrs 16 min
  10 bestu / Herborg Rut Geirsdóttir, landsliðskona og leikmaður Ljungby í íshokkí S4 E5

  10 bestu / Herborg Rut Geirsdóttir, landsliðskona og leikmaður Ljungby í íshokkí S4 E5

  Herborg Rut mætti með sín 10 uppáhaldslög.


  Það er frábært að fá í sett til sín unga konu sem er svona opin fyrir tilfinningum og öllu sem viðkemur henni. Henni er nokk sama um almenningsálitið í dag en var það ekki alltaf. Hún hefur þurft að leggja mikið á sig til að komast þangað sem hún er komin í dag meðal annars með hjálp sérfræðinga. Hún flutti til Noregs sem lítil stelpa og hefur kynnst mörgum góðum vinum þar en hún segist vera mikill Akureyringur. Eftir að hún flutti til Svíþjóðar hefur líf hennar heldur betur breyst.


  Hún fékk covid og segir okkur hvernig það er að upplifa það og eftirköstin sem því fylgir nú rúmlega árið síðar . Hún er enn að díla við það.


  Frábært spjall við unga konu á uppleið í lífinu.


  Þetta viðtal er skylduáhlustun fyrir fólk sem langar að verða betri í íþróttinni sem þeir stunda eða ná einfaldlega betri tökum á lífinu aftur eftir erfitt covid tímabil. 

  • 1 hr 59 min
  10 bestu / Pétur Guðjóns, leikstjóri S4 E4

  10 bestu / Pétur Guðjóns, leikstjóri S4 E4

  Pétur hefur komið víða við. Hann ákvað fyrir 15 árum síðan að gera alltaf eitthvað skemmtilegt. Hann snéri við blaðinu eftir eitt og hálft taugaáfall og ákvað að taka sig á. Hann segir okkur sögurnar á bakvið N3, Hljóðbylgjuna, Frostrásina og útvarpið sem hann rak sjálfur og var afleiðing taugaáfallsins.  Leiklistin, leikstjórastólinn og fjölskyldan á hug hans í dag.  Hann frumsýnir fjögur verk á aðeins fimm mánuðum og geri aðrir betur. Hann dílar við kvíða með vinnu og hefur sínar eigin pælingar hvað það allt varðar. Hann samdi jólalag sem við spiluðum og annað lag sem Friðrik Ómar syngur. 


  Hann varð afi aðeins 40 ára og fékk að vita það þegar hann var í miðju gigg-i. Hann sá konuna sem hann ætlaði að giftast og eignast börn með þegar hann var aðeins 17 ára.  Enn eru það saman í dag.  33 árum síðar. 


  Pétur er einstaklega jákvæður og skemmtilegur viðmælandi.


   


   


   

  • 2 hrs 20 min
  10 bestu / Auður Ösp, leikmynda og búningahönnuður S4 E3

  10 bestu / Auður Ösp, leikmynda og búningahönnuður S4 E3

  Auður kom með sín 10 uppáhaldslög og spilaði þau. Hún lærði í Prag og starfaði sem iðnhönnuður fyrstu tíu árin. Hún var svo á sýningu í Milano þegar hún rambaði inn á stað þar sem allt snérist við. Nokkrum mánuðum síðar var hún flutt til Tékklands og var komin með íbúð á besta stað við Moldá í þriggja ára námi. 


  Við fáum að heyra allt varðandi uppsetningarnar hennar, stríðinina í stóra bró, og þegar Auðarholt sem hún er skírð í höfðuðið á, hennar heimili,  bókstaflega flæddi inni.  Þá komst hún ekki í skólann og þurfti að bíða uns flóðinu rénaði.


  Skemmtilegt viðtal við unga konu á uppleið í lífinu.  

  • 1 hr 44 min
  10 bestu / Hjalti Rúnar , leikari S4 E2

  10 bestu / Hjalti Rúnar , leikari S4 E2

  Hjalti mætti með sín 10 uppáhaldslög í Podcast stúdíó Akureyrar. Hann leikur í nýrri uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Benedikt Búálfi og leikur þar tvö stór hlutverk. Hann lék í kvikmyndinn Ikingut annað aðalhlutverkið þegar hann var aðeins 9 ára gamall og kynntist lífinu almennilega meðan á því stóð.


  Hann er tilfinningavera og þorir að tala um þær. Einu sinni mótmælti hann því að vera skutlað í sund og taldi hann bílstjórann ætla að kála sér. Hann mótmælti alltaf á fimmtudögum á skólalóðinni. Hann er sonur fyrrverandi leikhússtjóra LA og leikstjóra kvikmyndarinnar Regínu, Maríu og Bróa Ben. Hjalti er hálfbróðir Eyvindar Karlssonar. 


  Í bland við þennan frábæra 10 laga lista sem þessi frábæri listamaður mætti með, kom margt upp á yfirborðið hjá honum.  Meðal annars gömul skólaást sem hann telur sig vera kominn yfir en lagði hann í ástarsorg aðeins 13 ára gamall. 


  Hlustaðu á þetta frábært viðtal við jákvæðann Hjalta Rúnar Jónsson. 

  • 2 hrs 12 min
  10 bestu / Rúnar Eff - Ótrúleg saga. S4 E1

  10 bestu / Rúnar Eff - Ótrúleg saga. S4 E1

  Rúnar Eff er tónlistarmaður, margfaldur Íslandsmeistari í íshokkí og hann hefur víða komið við. Hann segir okkur sögurnar af því þegar hann hlaut verðlaun í Bandaríkjnunum fyrir besta söng og besta band á kántríverðlaunahátíð. Frá Eurovisíon ævintýrinu,  þegar hann spilaði í Las Vegas, Texas og  þegar hann fékk sér að borða í bænum La grange þar sem hann fékk í magann. Hann hefur tekið þátt í risa stórri uppfærslu í Danska sjónvarpinu (TV 2 Clemens AllStars 2 - Tag med til Joanna (2008) - YouTube ) og fengið tilnefnt að hann hafi náð að gera eina af 10 bestu coverum með A-ha á official heimasíðu þeirra norsku sveitar. 


  Ferillinn, öll ævintýrin og allt hitt í frábæru viðtali við góðan dreng. 


  Það er ný plata sem kemur út með honum á næstunni og hann er bara rétt að byrja. 

  • 2 hrs 4 min

Top Podcasts In Music