1 hr 14 min

#6 Nuno Alexandre Bentim Servo - Mógúll Kokkaflakk í eyrun

    • Food

Í þessum þætti kom einn stórtækasti veitingamaður Reykjavíkur í heimsókn, sjálfur Nuno Alexandre Bentim Servo. Nuno er frá Portúgal en hefur búið hér á landi í rúm þrjátíu ár. Hann er stórtækur í veitingabransanum og er yfirleitt þekktur sem Nuno í tvíeykinu Nuno og Bento. Saman reka þeir fimm veitingahús í Reykjavík sem hafa verið meðal þeirra vinsælustu í bænum lengi. Það er mál manna í bransanum að svo virðist sem þeir félagar kunni ekki að stíga feilspor því allt sem þeir hafa opnað hefur náð miklum vinsældum. 
Nuno er sem sagt líka þekktur sem Nuno á Tapas, Nuno á  Apótekinu, Nuno á Sæta svíninu, Nuno á Sushi Social og Nuno á Fjallkonunni. 
Hann mætti til mín með þessa líka fínustu rauðvínsflösku og við töluðum um allt milli himins og jarðar. Upphafið á veldinu, málaferli vegna Sushi social vinnusemi og bara hreinlega allt. Mjög lifandi og skemmtilegt spjall, enda er Nuno með skemmtilegri mönnum. 
Kokkaflakk í eyrun boði Ægisgarður í Ægir Brugghúsi og Omnom súkkulaðigerðar. Það er Hljóðkirkjan sem framleiðir Kokkaflakk. Hljóðkirkjan býður upp á fimm þætti í viku. Það er Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

Í þessum þætti kom einn stórtækasti veitingamaður Reykjavíkur í heimsókn, sjálfur Nuno Alexandre Bentim Servo. Nuno er frá Portúgal en hefur búið hér á landi í rúm þrjátíu ár. Hann er stórtækur í veitingabransanum og er yfirleitt þekktur sem Nuno í tvíeykinu Nuno og Bento. Saman reka þeir fimm veitingahús í Reykjavík sem hafa verið meðal þeirra vinsælustu í bænum lengi. Það er mál manna í bransanum að svo virðist sem þeir félagar kunni ekki að stíga feilspor því allt sem þeir hafa opnað hefur náð miklum vinsældum. 
Nuno er sem sagt líka þekktur sem Nuno á Tapas, Nuno á  Apótekinu, Nuno á Sæta svíninu, Nuno á Sushi Social og Nuno á Fjallkonunni. 
Hann mætti til mín með þessa líka fínustu rauðvínsflösku og við töluðum um allt milli himins og jarðar. Upphafið á veldinu, málaferli vegna Sushi social vinnusemi og bara hreinlega allt. Mjög lifandi og skemmtilegt spjall, enda er Nuno með skemmtilegri mönnum. 
Kokkaflakk í eyrun boði Ægisgarður í Ægir Brugghúsi og Omnom súkkulaðigerðar. Það er Hljóðkirkjan sem framleiðir Kokkaflakk. Hljóðkirkjan býður upp á fimm þætti í viku. Það er Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

1 hr 14 min