46 episodes

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Heimskviður RÚV

    • News
    • 4.9 • 131 Ratings

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

    99 | Herskylda og staðgöngumæður í Úkraínu og danskur njósnaskandall

    99 | Herskylda og staðgöngumæður í Úkraínu og danskur njósnaskandall

    Rúmlega vikulangt stríðið í Úkraínu tekur eðlilega yfir flestallar fréttir þessa dagana. Innrás Rússa og afleiðingar hennar koma einnig við sögu í þættinum í dag. Frá innrás rússneskra herliðsins í Úkraínu hafa ótal Úkraínumenn rifið sig upp með rótum og lagt á flótta. En leiðir margra fjölskyldna hafa skilið vegna þess að stríðið kallar á hermenn. Víða hafa ættingjar þurft að kveðja nákominn karlmann á herskyldualdri. Samkvæmt herlögum, sem nú eru í gildi í landinu, eru karlmenn á aldrinum 18-60 ára skyldaðir til að vera eftir í Úkraínu og verjast. Jóhannes Ólafsson fjallar um málið.

    Stríðið í Úkraínu hefur margvísleg önnur áhrif. Staðgöngumæðrun er óvíða jafn aðgengileg og í Úkraínu. Þúsundir úkraínskra kvenna ganga ár hvert með börn foreldra um allan heim. Ferlið er bæði flókið og því fylgja ýmsar siðferðisspurningar. Aðstæður staðgöngmæðra og foreldra barnanna sem þær ganga með verða síst einfaldari þegar stríð brýst út í landinu. Birta Björnsdóttir fjallar um þetta.

    Og síðast en ekki síst eru það danskir njósnaskandalar. Nokkur hneyklismál tengd dönsku leyniþjónustunni hafa komið upp á undanförnum árum. Bandalags- og eða vinaþjóðir urðu Dönum gramar er upp komst að þeir hefðu leyft bandarísku leyniþjónustufólki aðgang að dönskum fjarskiptaköplum í þeim tilgangi að hlera æðstu ráðamenn. Bogi Ágústsson segir okkur allt um þetta.

    Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar og umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.

    • 40 min
    108 | Eftirspurn eftir úkraínskum konum og dauðarefsingar í Íran

    108 | Eftirspurn eftir úkraínskum konum og dauðarefsingar í Íran

    Þar sem er stríð, þar er kynferðislegu ofbeldi sömuleiðis beitt. Það virðist því miður vera einhverskonar lögmál, meira að segja enn þann dag í dag þrátt fyrir að aðgerðir gegn kynferðisofbeldi séu meira í umræðunni. Hluti af hjálparstarfi vegna stríðsins í Úkraínu miðar eingöngu að því að hjálpa konum á flótta undan mögulegu mansali, vændi eða öðru kynferðisofbeldi, og alveg ljóst að ekki er vanþörf á. Leit af úkraínskum konum í kynferðislegum tilgangi á netinu jókst um 200-600% strax eftir innrás Rússa í Úkraínu. Mjög víða, meira að segja hér á landi, hafa einhleypir karlmenn boðist til að hýsa ungar og huggulegar konur á flótta undan stríðsátökum í heimalandinu.
    Birta ræddi við Valiant Richie, sérfræðing hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, sem fer fyrir þeirri deild stofnunarinnar sem berst gegn mansali og kynferðisofbeldi í stríði.

    Læknirinn og fræðimaðurinn Ahmadreza Djalali, sem hefur verið í haldi í Íran frá árinu 2016, getur á hverri stundu búist við því að vera tekinn af lífi fyrir sakir sem mannréttindasamtök telja að eigi ekki við rök að styðjast. Djalali, sem er með íranskt og sænskt ríkisfang, er einn af fjölmörgum í haldi íranskra stjórnvalda sem eru með tvöfalt ríkisfang, annað þeirra íranskt. Þessir fangar virðast flestir nýttir til að beita pólitískum þrýstingi á önnur lönd. Hallgrímur Indriðason fjallar um málið.

    Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.

    • 38 min
    111 | Lokaþáttur - Jón Björgvinsson

    111 | Lokaþáttur - Jón Björgvinsson

    Það er komið að lokaþætti Heimskviða þetta misserið. Viðmælandi þáttarins er ekki af verri endanum. Sjónvarpsáhorfendur hafa séð fréttir frá Jóni Björgvinssyni frá öllum heimshornum. Jón hefur flutt fréttir frá Sómalíu, Írak, Afganistan, Kólumbíu, Nepal, Íran, Mið-Afríkulýðveldinu, Pakistan, Sýrlandi, Indónesíu, Mexíkó, Úganda, Rúanda og Líbanon, svo fátt eitt sé nefnt. Jón og félagar hans voru þeir fyrstu til að mynda fjöldagrafirnar í Bucha í Úkraínu eftir að rússneski herinn fór úr borginni. Þá var hann sömuleiðis sá fysti sem myndaði líkið af einræðisherranum Gaddafi í Líbíu árið 2011. Í viðtalinu svarar Jón því einnig hvernið það sé fyrir fréttamann að koma á stað sem allir aðrir eru að reyna að flýja frá og einnig hvernig það sé að fylgjast með og tala við fólk sem er að upplifa sínar erfiðustu stundir í lífinu.

    Ritstjórar og umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.

    • 43 min
    112 Sádarnir og golfið og kosningar í Kenía

    112 Sádarnir og golfið og kosningar í Kenía

    Í þessum fyrsta Heimskviðuþætti nýrrar þáttaraðar verður komið víða við.

    Framtíð keppnisgolfs er í mikilli óvissu eftir að ný mótaröð, sem Sádar fjármagna, kom fram á sjónarsviðið. Þeir ausa fé í íþróttir um allan heim og vonast til að morð og mannréttindabrot gleymist í stjörnufans og allsnægtum íþróttanna. Bjarni Pétur Jónsson kynnti sér málið.

    Niðurstöður nýafstaðinna forsetakosninga í Kenía voru tilkynntar fyrr í vikunni. Varaforseti landsins stóð uppi sem sigurvegari en sá þurfti að svara til saka fyrir Alþjóðasakamáladómstólnum í kjölfar kosninga árið 2007 þegar hann var sakaður um glæpi gegn mannkyni. Fráfarandi forseti landsins studdi hins vegar mótframbjóðanda hans, en sá beið nú ósigur í fimmta sinn í röð forsetakosningum í landinu. Líkt og í öll hin skiptin er óvíst hvort hann muni lúta niðurstöðunni. Birta Björnsdóttir fjallar um kosningarnar og skrautlega sögu frambjóðendanna.

    Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
    Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

    • 40 min
    117 | Serial og flóttinn frá Afganistan

    117 | Serial og flóttinn frá Afganistan

    Aðalpersónunni í hlaðvarpsþáttunum Serial, Adnan Syed, rúmlega fertugum Bandaríkjamanni, var sleppt úr fangelsi á mánudag, eftir 23 ára vist á bak við lás og slá. Syed var 17 ára þegar hann var handtekinn í Baltimore í Bandaríkjunum 1999, grunaður um að hafa myrt fyrrverandi kærustuna sína. Hann var fundinn sekur, þó að rannsókn lögreglu á morðinu hafi verið afar hroðvirknisleg, segja margir, og sönnunargögnin gegn drengnum í besta falli vafasöm. Syed er mjög líklega ekki eini maðurinn sem situr í steininum í Bandaríkjunum á grundvelli vafasamra sönnunargagna. Svo ég tali nú ekki um maður sem er dökkur á hörund. Talið er að um fimm prósent fanga í Bandaríkjunum séu saklausir af þeim glæp sem þeir sitja inni fyrir. Og í dag eru tvær komma ein milljón fangar þar í landi, sem þýðir að um 105 þúsund manns sitja saklausir í fangelsi. Sunna Valgerðardóttir fjallar um málið.

    Lygilegt er fyrsta orðið sem kemur upp í huga Árna Arnþórssonar, aðstoðarrektors Ameríska háskólans í Afganistan, um atburðarásina sem fór af stað þegar Talibanar náðu völdum. Hann stjórnar aðgerðunum um að koma fólki úr landi og í ágúst á fyrra leituðu vel á annað þúsund manns til hans dag og nótt. Rúmu ári eftir valdatöku Talibana vinna þau enn að því að koma burt, í síðasta mánuði var tæplega 70 konum snúið við á flugvellunum í Kabúl því þær höfðu ekki karlkyns fylgdarmann. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við Árna.

    Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

    • 43 min
    123| Mannskæður troðningur í Seúl og kosningar í Danmörku

    123| Mannskæður troðningur í Seúl og kosningar í Danmörku

    Meira en 150 manns, lang mest ungt fólk, krömdust til dauða í miðborg Seúl, höfuðborgar Suður Kóreu, um síðustu helgi. Fólkið var að fagna hrekkjavökunni, höfðu klætt sig upp í búninga að því tilefni og planið var að vera þar sem stuðið var mest. Itaewon hverfið í Seúl er lifandi djammsuðupottur, stútfullt af börum, skemmtistöðum og veitingastöðum - þar eru líka þröngar og sjarmerandi götur eins. Það var seint á aðfaranótt sunnudagsins síðasta, 29. október, sem þessar götur breyttust í dauðagildru. Hátt í hundrað þúsund manns söfnuðust saman á allt of litlu svæði í miðborginni, með hræðilegum afleiðingum. Lögreglan í Seúl hefur beðist afsökunar á því að hafa ekki brugðist rétt við, hafa ekki búið sig undir þennan fjölda, hafa ekki tekið til greina allan þann fjölda neyðarsímtala sem þeim barst frá því snemma um kvöldið um að þarna væri allt að stefna í óefni. Hátt í 200 mann særðust, sum lífshættulega. Þetta er mannskæðasta slys í Suður Kóreu síðan MV Sewol ferjan sökk 2014 með hátt í 500 farþega innanborðs, þar af létust yfir þrjú hundruð manns, mest ungt fólk. Sunna Valgerðardóttir fjallar um málið.

    Hallgrímur Indriðason er nýkominn frá Danmörku þar sem hann fylgdist með æsispennandi þingkosningum sem fram fóru á þriðjudag. Hallgrímur segir okkur frá kosningabaráttunni, kjördeginum og úrslitum kosninganna, þar sem má finna nokkra sigurvegara og aðra sem riðu ekki jafn feitum hesti frá kosningunum.

    Í Heimskviðum er fjallað um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta BJörnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

    • 40 min

Customer Reviews

4.9 out of 5
131 Ratings

131 Ratings

helenavattar ,

Frábærir þættir

Svo mikil synd að framleiðslu þáttana sé hætt. Vona svo sannarlega að þeir komi í loftið einhverntíma aftur.

Hrafnkell Á ,

Frábærir þættir

Skýrir, hnitmiðaðir og skemmtilegir.

Hannes Ingvar ,

Frábærlega fróðleg skemmtun.

Meira takk.

You Might Also Like

Í ljósi sögunnar
RÚV
Eftirmál
Tal
Þetta helst
RÚV
Heimsglugginn
RÚV
Þjóðmál
Þjóðmál
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson