1 hr 11 min

#9 Covid 19 smitaðir lýsa veikindaferlinu- Gönguskíðafólkið sem smitaðist í hópferð. Lifum lengur

    • Health & Fitness

Tuttugu og fjögurra manna hópur fór í gönguskíðaferð til Mývatns þann 12.mars síðastliðinn, degi áður en tilkynnt var um að samkomubann yrði sett á. Engan í hópnum grunaði hvað væri í vændum en ferðin heppnaðist vel, allir sváfu í sitthvoru herberginu og borðuðu saman í matsalnum en að öðru leyti var ekki mikil nánd í hópnum að frátalinni hópmynd í jarðböðunum. Hópurinn kom heim á sunnudagskvöldi en á þriðjudegi og miðvikudegi fundu nokkrir úr hópnum til flensueinkenna. Áður en vikan var á enda voru 20 af 24 með Covid 19 smit. Hvorki er vitað hvar fólkið smitaðist né hver smitberinn var. Helgi Jóhannesson 56 ára lögmaður og fjallagarpur og Andrea Sigurðardóttir 32 ára viðskiptafræðingur og fjallakona voru í þessum hóp og lögðust þau bæði í flensu 2-3 dögum eftir heimkomu. Helga Arnardóttir ræðir við þau í gegnum allt Covid 19 veikindaferlið sem tók hátt í 20 daga hjá þeim. Þau eru bæði hraust, reykja hvorug og hreyfa sig mjög mikið en þau lýsa veikindunum eins og rússíbanareið með eilífum slappleika og sleni.

Sjónvarp Símans styrkir þessa hlaðvarpsþáttaröð og fyrir þá sem ekki vita þá eru tvær sjónvarpsþáttaraðir af Lifum lengur sýndar á Sjónvarpi Símans Premium. Fyrsta þáttaröðin fjallar um fjórar lykilstoðir heilsu; næringu, hreyfingu, andlega heilsu og svefn. Allir eru hvattir til að horfa á hana núna í ljósi aðstæðna því þar er talað um hvernig hægt er að efla ónæmiskerfið og almennt heilsufar. Seinni þáttaröðin fjallar um langlífustu þjóðir heims á Bláu svæðunum þar sem Helga Arnardóttir ræðir við langlíft fólk þar og hér á landi og reynir að finna lykilinn að langlífi.

Tuttugu og fjögurra manna hópur fór í gönguskíðaferð til Mývatns þann 12.mars síðastliðinn, degi áður en tilkynnt var um að samkomubann yrði sett á. Engan í hópnum grunaði hvað væri í vændum en ferðin heppnaðist vel, allir sváfu í sitthvoru herberginu og borðuðu saman í matsalnum en að öðru leyti var ekki mikil nánd í hópnum að frátalinni hópmynd í jarðböðunum. Hópurinn kom heim á sunnudagskvöldi en á þriðjudegi og miðvikudegi fundu nokkrir úr hópnum til flensueinkenna. Áður en vikan var á enda voru 20 af 24 með Covid 19 smit. Hvorki er vitað hvar fólkið smitaðist né hver smitberinn var. Helgi Jóhannesson 56 ára lögmaður og fjallagarpur og Andrea Sigurðardóttir 32 ára viðskiptafræðingur og fjallakona voru í þessum hóp og lögðust þau bæði í flensu 2-3 dögum eftir heimkomu. Helga Arnardóttir ræðir við þau í gegnum allt Covid 19 veikindaferlið sem tók hátt í 20 daga hjá þeim. Þau eru bæði hraust, reykja hvorug og hreyfa sig mjög mikið en þau lýsa veikindunum eins og rússíbanareið með eilífum slappleika og sleni.

Sjónvarp Símans styrkir þessa hlaðvarpsþáttaröð og fyrir þá sem ekki vita þá eru tvær sjónvarpsþáttaraðir af Lifum lengur sýndar á Sjónvarpi Símans Premium. Fyrsta þáttaröðin fjallar um fjórar lykilstoðir heilsu; næringu, hreyfingu, andlega heilsu og svefn. Allir eru hvattir til að horfa á hana núna í ljósi aðstæðna því þar er talað um hvernig hægt er að efla ónæmiskerfið og almennt heilsufar. Seinni þáttaröðin fjallar um langlífustu þjóðir heims á Bláu svæðunum þar sem Helga Arnardóttir ræðir við langlíft fólk þar og hér á landi og reynir að finna lykilinn að langlífi.

1 hr 11 min

Top Podcasts In Health & Fitness