12 episodes

Hlaðvarpsþáttur í stjórn Birnu Maríu Másdóttur þar sem hún fær til sín góða gesti til að tala um íþróttir, heilsuna, mataræði eða bara eitthvað aðeins meira en bara GYM. Hoppaðu á GYM-vagninn!

aðeins meira en bara GYM Útvarp 101

  • Health & Fitness
  • 4.8 • 30 Ratings

Hlaðvarpsþáttur í stjórn Birnu Maríu Másdóttur þar sem hún fær til sín góða gesti til að tala um íþróttir, heilsuna, mataræði eða bara eitthvað aðeins meira en bara GYM. Hoppaðu á GYM-vagninn!

  #10: Andrea Rún - Af hverju að hugleiða?

  #10: Andrea Rún - Af hverju að hugleiða?

  Andrea Rún Carlsdóttir er viðmælandi þáttarins. Andrea starfar sem jógakennari og nuddari og hefur lært hvoru tveggja. Þá hefur hún einnig lært hugleiðslujóga, Yoga Nidra, sem snýst um að ná algerri djúpslökun. Í þættinum ræðum við kostina við að hugleiða, leiðir til að læra að hugleiða og tökum eina lauflétta öndunaræfingu sem getur hjálpað til við að ná hugarró.

  • 38 min
  Hugleiðsla með Andreu Rún

  Hugleiðsla með Andreu Rún

  Andrea Rún Carlsdóttir starfar sem jógakennari og nuddari og hefur lært hvoru tveggja. Þá hefur hún einnig lært hugleiðslujóga, Yoga Nidra, sem snýst um að ná algerri djúpslökun. Hér leiðir hún okkur í gegnum ca. 30 mínútna hugleiðslu . Hugleiðslan byrjar á 1:40 - Komum okkur vel fyrir og leyfum okkur að ná algerri djúpslökun saman. (Bannað að dæma að ég sé að anda hátt þarna á hliðarlínunni).

  • 30 min
  #9: Indíana Nanna - Þjálfun, nýútgefin bók og vellíðan við hreyfingu.

  #9: Indíana Nanna - Þjálfun, nýútgefin bók og vellíðan við hreyfingu.

  Indíana Nanna Jóhannsdóttir er viðmælandi minn í þessum þætti af Aðeins meira en bara GYM. Indíana hefur gert það gott sem þjálfari síðustu ár og gaf nýverið út bókina Fjarþjálfun. Hún hefur leyft fólki að fylgjast með sínu daglega lífi á Instagram-síðu sinni en þar deilir æfingum, tæknilegum atriðum, uppskriftum og fleiru með fylgjendum sínum.

  • 42 min
  #8: Silja Úlfars - Klefinn.is kynnt til leiks

  #8: Silja Úlfars - Klefinn.is kynnt til leiks

  Silja Úlfarsdóttir, fyrrum afrekskona í frjálsum er viðmælandi þessa fyrsta þáttar 2020. Silja hefur í gegnum tíðina unnið með fullt af íþróttafólki úr ýmsum greinum. Þá hefur hún þjálfað það í snerpu og hlaupastíl og þjálfar bæði atvinnumenn, unglinga og unga krakka. Á dögunum setti hún af stað verkefni sem heitir Klefinn.is og er nýr fjölmiðill fyrir íþróttafólk. Í ljósi umræðna um íþróttafólk og styrki frá fyrirtækjum síðasta haust fannst Silju hún knúin til að demba sér í þetta verkefni en hún hafði lengi gengið með hugmyndina.

  Þátturinn er á vegum Útvarp 101.

  • 32 min
  #7: Arnar Péturs - Byrjendamistök í hlaupum, hlaupabrettið og langtímamarkmið.

  #7: Arnar Péturs - Byrjendamistök í hlaupum, hlaupabrettið og langtímamarkmið.

  Arnar Pétursson (eða Addi Pé) hefur í gegnum tíðina bæði æft og þjálfað hlaup sem hefur skilað góðum árangri enda sjöfaldur Íslandsmeistari í maraþoni. Hann gaf nýverið út bókina Hlaupabókin þar sem hann hefur tekið saman ýmis mikilvæg atriði um hlaup eins og upphitun, að vita tilganginn og hausinn í löngu hlaupi. Í þættinum ræðir Birna við hann um algeng byrjendamistök, langtímamarkmið og hvernig maður hættir að hata hlaupabrettið.

  Þátturinn er á vegum Útvarp 101.

  • 45 min
  #6: Júlían J.K. Jóhannsson - Heimsmeistari í réttstöðulyftu

  #6: Júlían J.K. Jóhannsson - Heimsmeistari í réttstöðulyftu

  Júlían J.K. Jóhannsson bætti sitt eigið heimsmet þegar hann lyfti 405,5 kg þann 23. nóvember síðast liðinn. Júlían er 26 ára gamall og hefur stundað kraftlyftingar síðan hann var 15 ára en honum hefur vægast sagt gengið vel á þessum 11 ára ferli. Á síðasta ári stimplaði hann sig inn sem heimsmeistari þegar hann tvísló fyrra heimsmetið (397,5 kg) þegar hann lyfti 398 kg í annarri lyftunni sinni og svo 405 kg í þriðju og síðustu lyftunni. Í þættinum fer hann í gegnum mótið og heimsmetið ásamt því að tala um stress og áhættur, markmið og framhaldið.

  Þátturinn er á vegum Útvarp 101.

  • 36 min

Customer Reviews

4.8 out of 5
30 Ratings

30 Ratings

Hrabba K ,

Geggjað stöff!!

Fræðandi, chillað og skemmtilegt allt á sama tíma.. aka 3 flugur slegnar í einu höggi. Meira svona!

You Might Also Like