10 episodes

Hlaðvarpsþáttur í stjórn Birnu Maríu Másdóttur þar sem hún fær til sín góða gesti til að tala um íþróttir, heilsuna, mataræði eða bara eitthvað aðeins meira en bara GYM. Þættirnir eru frumfluttir vikulega á Útvarp 101 í síðdegisþættinum Tala saman.

Hoppaðu á GYM-vagninn!

aðeins meira en bara GYM Útvarp 101

  • Health & Fitness

Hlaðvarpsþáttur í stjórn Birnu Maríu Másdóttur þar sem hún fær til sín góða gesti til að tala um íþróttir, heilsuna, mataræði eða bara eitthvað aðeins meira en bara GYM. Þættirnir eru frumfluttir vikulega á Útvarp 101 í síðdegisþættinum Tala saman.

Hoppaðu á GYM-vagninn!

  #9: Indíana Nanna - Þjálfun, nýútgefin bók og vellíðan við hreyfingu.

  #9: Indíana Nanna - Þjálfun, nýútgefin bók og vellíðan við hreyfingu.

  Indíana Nanna Jóhannsdóttir er viðmælandi minn í þessum þætti af Aðeins meira en bara GYM. Indíana hefur gert það gott sem þjálfari síðustu ár og gaf nýverið út bókina Fjarþjálfun. Hún hefur leyft fólki að fylgjast með sínu daglega lífi á Instagram-síðu sinni en þar deilir æfingum, tæknilegum atriðum, uppskriftum og fleiru með fylgjendum sínum.

  • 42 min
  #8: Silja Úlfars - Klefinn.is kynnt til leiks

  #8: Silja Úlfars - Klefinn.is kynnt til leiks

  Silja Úlfarsdóttir, fyrrum afrekskona í frjálsum er viðmælandi þessa fyrsta þáttar 2020. Silja hefur í gegnum tíðina unnið með fullt af íþróttafólki úr ýmsum greinum. Þá hefur hún þjálfað það í snerpu og hlaupastíl og þjálfar bæði atvinnumenn, unglinga og unga krakka. Á dögunum setti hún af stað verkefni sem heitir Klefinn.is og er nýr fjölmiðill fyrir íþróttafólk. Í ljósi umræðna um íþróttafólk og styrki frá fyrirtækjum síðasta haust fannst Silju hún knúin til að demba sér í þetta verkefni en hún hafði lengi gengið með hugmyndina.

  Þátturinn er á vegum Útvarp 101.

  • 32 min
  #7: Arnar Péturs - Byrjendamistök í hlaupum, hlaupabrettið og langtímamarkmið.

  #7: Arnar Péturs - Byrjendamistök í hlaupum, hlaupabrettið og langtímamarkmið.

  Arnar Pétursson (eða Addi Pé) hefur í gegnum tíðina bæði æft og þjálfað hlaup sem hefur skilað góðum árangri enda sjöfaldur Íslandsmeistari í maraþoni. Hann gaf nýverið út bókina Hlaupabókin þar sem hann hefur tekið saman ýmis mikilvæg atriði um hlaup eins og upphitun, að vita tilganginn og hausinn í löngu hlaupi. Í þættinum ræðir Birna við hann um algeng byrjendamistök, langtímamarkmið og hvernig maður hættir að hata hlaupabrettið.

  Þátturinn er á vegum Útvarp 101.

  • 45 min
  #6: Júlían J.K. Jóhannsson - Heimsmeistari í réttstöðulyftu

  #6: Júlían J.K. Jóhannsson - Heimsmeistari í réttstöðulyftu

  Júlían J.K. Jóhannsson bætti sitt eigið heimsmet þegar hann lyfti 405,5 kg þann 23. nóvember síðast liðinn. Júlían er 26 ára gamall og hefur stundað kraftlyftingar síðan hann var 15 ára en honum hefur vægast sagt gengið vel á þessum 11 ára ferli. Á síðasta ári stimplaði hann sig inn sem heimsmeistari þegar hann tvísló fyrra heimsmetið (397,5 kg) þegar hann lyfti 398 kg í annarri lyftunni sinni og svo 405 kg í þriðju og síðustu lyftunni. Í þættinum fer hann í gegnum mótið og heimsmetið ásamt því að tala um stress og áhættur, markmið og framhaldið.

  Þátturinn er á vegum Útvarp 101.

  • 36 min
  #5: Arnhildur Anna - Hugarfar í kraftlyftum og hin fullkomna hnébeygja

  #5: Arnhildur Anna - Hugarfar í kraftlyftum og hin fullkomna hnébeygja

  Arnhildur Anna Árnadóttir er viðmælandi minn í þessum þætti. Hún er 27 ára félagsfræðingur og förðunarfræðingur, ljúf og kát en ekki síst magnaður íþróttamaður og hefur stundað kraftlyftingar í nokkur ár. Þar sem hún er sérfræðingur í að lyfta þungu spurði ég hana út í kraflyfturnar þrjár, hugarfar, litlu atriðin og svo leiddi hún mig í gegnum sína fullkomnu hnébeygju. Hún segir frá muninum á því að taka styrktaræfingu og Max-æfingu ásamt því hvernig hún stillir sig inn fyrir slíka æfingu. Um er að ræða spjall sem gírar þig í gang fyrir næstu (þungu) æfingu.

  Þátturinn er á vegum Útvarp 101.

  • 42 min
  #4: Unnar Helgason - Ofþjálfun og mikilvægi endurheimtar

  #4: Unnar Helgason - Ofþjálfun og mikilvægi endurheimtar

  Unnar Helgason er gestur minn að sinni en Unnar veit sitt hvað um þjálfun, heilsu og álag við líkamsrækt. Sjálfur er hann í hörkuformi og er einn af þessum sem byrjaði í CrossFit áður en allir byrjuðu í CrossFit. Hann hefur lagt sitt af mörkum við að efla CrossFit samfélagið á Íslandi og var til dæmis meðal þeirra sem komu CrossFit Akureyri á laggirnar en sömuleiðis hefur hann þjálfað CrossFit út um allan bæ. Ekki nóg með að vera fáranlega mikill CrossFit nagli heldur þá er hann líka búinn að vera að taka íþróttamenn eins og Gunnar Nelson í gegn og hjálpað til við að koma þeim í sitt besta form. Í þættinum töluðum við um muninn á ofþjálfun og of mikilli þjálfun, mikilvægi endurheimar og hvort öll þau tæki og tól sem fyrirtæki segja að hjálpi við endurheimt raunverulega skili árangur.

  Þátturinn er á vegum Útvarp 101.

  • 36 min

Customer Reviews

Hrabba K ,

Geggjað stöff!!

Fræðandi, chillað og skemmtilegt allt á sama tíma.. aka 3 flugur slegnar í einu höggi. Meira svona!

Top Podcasts In Health & Fitness

Listeners Also Subscribed To