58 episodes

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Rokkland RÚV

    • Music
    • 5.0 • 5 Ratings

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

    Að rótum rytmans ? Nashville og Memphis

    Að rótum rytmans ? Nashville og Memphis

    Rokkland leiðir hlustendur að þessu sinni um rætur hryntónlistarinnar í tónlistarborgunum Nashville og Memphis, en umsjónarmaður slóst í för með félögum úr FTT (Félag tónskálda og textahöfunda) til landsins sem gaf okkur rokk, soul, kántrí, fönk, jazz og blús. Rúmlega 40 manna hópur tónlistarmanna, maka þeirra og vina lagði upp í ferðalag til Ameríku fyrir rúmri viku í þeim tilgangi að komast að rótum rytmans eins og fararstjórinn, Jakob Frímann Magnússon orðaði það svo skemmtilega. Í Nashville var farið í Country Music Hall of Fame og síðan í Creative Workshop Recording hljóðverið þar sem tekið var upp nýtt lag sem varð til í þar og þá. Þaðan var haldið niður til Memphis þar sem byrjað var á að heimsækja Jack White í Third Man Records og síðan sjálfan Elvis í Graceland. Daginn eftir var farið í STAX museum þar sem sálartónlistin varð til á sjöunda áratugnum og svo Sun hljóðverið þar sem Elvis, Jerry Lee Lewis og Johnny Cash hófu ferilinn. Þaðan var svo farið í Royal studios, hljóðver sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar síðan 1956. Þar tók Keith Richards upp fyrstu sólóplötuna sína, þar hefur Mark Ronson unnið talsvert á undanförnum árum og sumarsmellur Bruno Mars, Uptown Funk, var tekinn upp þar. Súpergrúppa var sett saman í ferðinni sem samanstóð af hljómborðsleikara Stuðmanna, gítarleikara Sálarinnar, bassaleikara og píanóleikara Hjaltalín og trommara Deep Jimi & The Zep Creams og rokksveitar Rúnna Júl. Með sveitinni sungu svo söngvarar Sálarinnar, Baggalúts og Stuðmanna auk Björgvins Halldórssonar. Nokkur lög voru hljóðrituð í ferðinni, ný lög sem Bragi Valdimar Skúlason setti saman; Mojo og Hjartað mitt, og Björgvin Halldórsson hljóðritaði lagið sem Elvis söng fyrir Sam Phillips í Sun hljóðverinu 1956, That´s allright mama. Frá Memphis var svo haldið til Clarksdale þar sem blúsinn varð til, farið á Krossgöturnar sem sagan segir að blúsmaðurinn Robert Johnson hafi gert samning við sjálfan kölska, en Johnson varð afburðar-gítarleikari á aðeins nokkrum mánuðum og það gat hann ekki þakkað neinum öðrum en sjálfum myrkrahöfðingjanum sem tók sál hans í staðinn. Robert Johnson er ein helsta fyrirmynd manna eins og Eric Clapton og Keith Richards lést aðeins 27 ára gamall og lögin hans 29 sem voru hljóðrituð hafa verið hljóðrituð aftur og aftur og aftur í gegnum tíðina ? hann lést árið 1938. Við komum líka við á Ground Zero blúsklúbbnum í Clarksdale sem þeir eiga saman leikarinn Morgan Freemann og bæjarstjórinn í Clarksdale, Bill Luckett, en hann er auðvitað vinur fararstjórans, Jack Magnet. Á leiðinni var r

    • 1 hr 46 min
    Reeperbahn og Ryan Adams v.s Taylor Swift

    Reeperbahn og Ryan Adams v.s Taylor Swift

    Rokkland var á Reeperbahn Festival í Hamborg um helgina þar sem 5 íslenskar hljómsveitir voru auk tæplega 250 annara frá öllum heimshornum. Ryan Adams var að gefa út sína útgáfu af metsöluplötu kántrí-popp-stjörnunnar Taylor Swift, 1989 sem kom út í fyrra. Um þetta verður fjallað í Rokklandi. Íslensku hljómsveitirnar sem komu fram á Reeperbahn Festival um helgina eru Mammút, Júníus Meyvant, Agent Fresco, Sóley og Vök. Við heyrum í þessu fólki öllu nema Sóley í Rokklandi dagsins. Reeperbahn er hátíð ekki ósvipuð Iceland Airwaves. Þetta er borgarhátíð, haldin í Hamborg í Þýskalandi. Hátíðin stendur í fjóra daga. Hellingur af hljómsveitum sem spila á kvöldin og á daginn er ráðstefna. Á hverju ári er ein þjóð eða eitt land í brennidepli g kynnt sérstaklega og í ár var það Finnland. Við heyrum í nokkrum finnskum hljómsveitum í dag, nöfnum eins og LCMDF, Lapko og K-X-P. En þátturinn hefst á Ryan Adams sem var að gefa út sína útgáfu af metsöluplötu Taylor Swift sem hún gaf út í fyrra. Hann tók alla plötuna upp með sínu nefni og gerði hana að sinni. En hvers vegna? Þið fræðist um það með því að hlusta á þáttinn, en platan hefur fallið í góðan jarðveg. En Taylor Swift er fædd árið 1989, 25 ára gömul og ein skærasta poppstjarna bandaríkjanna í dag, búin að vera það í nokkur ár. Kántrí-popp-stjarna. Hún er frá smábænum Wayomissing í Pennsylvaniu en 14 ára gömul flutti hún þaðan og til Nashville þar sem allt er að gerast í músíkinni. Það stóð aldrei annað til hjá henni en að "MEIKAÐA" sem kántrísöngkona. Hún er yngsti listamaðurinn/lagahöfundurinn sem hefur verið á samningi hjá SONY/ATV Music Publishing House fyrirtækinu og þegar hún var 17 ára kom fyrsta platan hennar út. Eitt laganna þar fór alla leið í fyrsta sæti kántrí-listans í Ameríku og hún er yngsti tónlistamaðurinn í sögunni til að koma lagi á toppinn á kántrílistanum. Heyrum meira um þetta á eftir.

    • 1 hr 48 min
    Að rótum rytmans - Clarksdale og Memphis

    Að rótum rytmans - Clarksdale og Memphis

    Þar sem Soul tónlistin varð til og þar sem menn semja við Kölska á krossgötum. Í þættinum fyirir hálfum mánuði fjallaði ég um ferðina frábæru sem ég fékk að fara með í til Ameríku á dögunum; Að rótum rytmans, með félögum úr FTT (Félag tónskálda og textahöfunda) í tilefni af 30 ára afmæli félagsins sem var reyndar fyrir tveimur árum. Það var farið að rótum rytmans, að rótum rytmískrar tónlistar. VIð erum að tala um kántrí, blús, Soul, rokk og jazz. Heimsóttar tónlistarborgirnar Nashville þar sem kántríið á heima,Memphis þar sem rokkið fæddist með Elvis og Jerry Lee, og svo Soul-ið, Clarksadale þar sem Robert Johnson samdi við sjálfan Kölska á krossgötum, og svo New Orleans þar sem Lois Armstrong og Jazzinn urðu til. Í Rokklandi dagsins heyrum við í systrunum, dætrum Willy Mitchell sem eiga og reka Royal studios í Memphis, en þar hljóðriotaði Al Green mikið á sínum tíma, Keith Richards tók upp fyrstu sólóplötuna plötuna sína og Bruno Mars tók upp Uptown Funk í fyrra. Þar hljóðritaði íslensk súpergrúppa sem sett var saman í ferðinni tvö lög, þar af annað sem samið var á staðnum af Bragi Valdimas Skúlasyni. Í súpergrúppunni Nærsveitamenn eru meðlimir út Sálinni, Stuðmönnum, Hjaltalín, Brimkló og Rokksveit Rúnna Júl. Þessi lög hljóma í þættinum og hugsanlega aðeins í þetta eina sinn. Bill Luckett bæjarstjóri blúsbæjarins Clarksdale kemur við sögu líka. Hann segir okkur m.a. frá blúsmanninum Robert Johnson sem menn eins og Keith Richards og Eric Clapton segja að sé upphafsmaður alls. Án hans væri ekkert rokk. Og Sálar bræðurnir Stebbi og Gummi úr Sálinni hans Jóns Míns segja okkur frá SOULinu, í STAX í Memphis.

    • 1 hr 45 min
    Keith Richards og sveim frá Tálknafirði

    Keith Richards og sveim frá Tálknafirði

    Jón Ólafsson og Futuregrapher og Keith Richards eru í aðalhlutverki í Rokklandi dagsins. Platan EITT með þeim Jóni Ólafssyni úr Ný Dönsk og raftónlistarmanninum Futuregrapher sem kom út núna á dögunum hfur vakið mikla athygli. Hún vakti líka athygli mína og þess vegna hlustaði ég á plötuna og bað þá Jón og Tálknfirðinginn Árna Grétar sem er nafn Futuregrapher, í kjölfarið um að heimsækja Rokkland. Við heyrum í þeim og lög af plötunni í þætti dagsins. Keith Richards verður 72 ára í desember. Ég held að það sé útbreidd og almenn skoðun að það sé mjög skrýtið að maðurinn skuli vera á lífi, að hann sé ekki löngu dauður eftir allan ólifnaðinn, brennivínið, dópið, grasið og sígaretturnar. En áfram skröltir hann þó og núna í september var þriðja sólóplatan hans að koma út. Hún heitir Crosseyed Heart og um hana hefur veruð talsvert fjallað í músíkpressunni um allan heim. Hún hefur líka náð hærra á vinsældalistum en hinar plöturnar hans tvær (Talk is cheap 1988 og Main Offender 1992). Hún náði t.d. alla leið í fyrsta sæti í Austurríki og í Argentínu. Ég ætla að spila lög af öllum sólóplötunum hans hérna á eftir og svo heyrist aðeins í honum sjálfum, og Rolling Stones líka. Biggi Hilmars og Lennon, og Morrissey koma líka við sögu.

    • 1 hr 43 min
    Svalir eins og á húsum...

    Svalir eins og á húsum...

    Arnar og Helgi sem eru Úlfur Úlfur eru gestir Rokklands á sunnudaginn. Þeir eru frá Sauðarkróki, voru saman í hljómsveitinni Bróðir Svartúlfs semsigraði í Músíktilraunum árið 2009. Bróðir Svartúlfs gaf út eina plötu en liðaðist síðan í sundur. Arnar og Helgi héldu áfram að gera músík, eru í dag tveir eftir og önnur platan þeirra, Tvær plánetur hefur heldur betur slegið í gegn. Þeir tala um æskuna á Sauðarkróki, um Músíkítilraunir, Tom Waits, Eminem, Ace of Base og þráhyggjuna. það er hiti í rappsenunni í dag, líklega meiri en verið hefur í næstum 15 ár. Úlfur Úlfur kemur fram á Airwaves og ég ætla líka að kynna til sögunnar nokkur af erlendu nöfnunum sem koma fram á Airwaves í ár. Þátturinn hefst svo á umfjöllun um hár-metal-plötunur.

    • 1 hr 55 min
    Grímur velur ofan í lýðinn

    Grímur velur ofan í lýðinn

    Rokkland vikunnar er eitt af fjölmörgum upphitunarnúmerum Iceland Airwaves 2015 sem fer fram vikuna 4.-8. nóvember nk. Auk allra íslensku hljómsveitanna sem koma þar fram eru erlendu böndin 72 talsins. Grímur Atlason sem er framkvæmdastjóri hátíðarinnar kemur í heimsókn með 5 hljómsveitir og listamenn sem hann segir okkur frá og spilar tóndæmi með. Allt eru þeta hljómsveitir og listamenn sem honum þykir ástæða til að mæla sérstaklega með. VIð heyrum líka í fleiri erlendum sveitum sem koma á Airwaves, öðrum en Grímur mælir með - .t.d. bönd sem Rokkland mælir með. Sumar af þessum sveitum spila líka á Off-venue dagskránni þannig að allir ættu að geta séð og heyrt ef þeir bara komast að heiman og dántán Reykjavík rokk-city. Söngkonan Adele kemur líka við sögu, en hún sendi fyrir helgina frá sér nýtt lag, (Hello) það fyrsta í 4 ár og það er plata væntanleg í nóvember. Hún mun heita 25 en Adele er 27 ára. Er hún að þykjast vera yngri en hún er? Hinar plöturnar hennar tvær heita 19 og 21. Rokkland býður svo líka upp á örlítið af tónleikaupptökum frá fyrri Airwaves hátíðum.

    • 50 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
5 Ratings

5 Ratings

Top Podcasts In Music

Einmitt
Einar Bárðarson
Fílalag
Fílalag
Ást & praktík
Hipsumhaps
The Metallica Report
Metallica & Pantheon Media
Sunnudagssögur
RÚV
About A Girl
Double Elvis