9 episodes

Podcast ætlað iðkendum Absolute Training sem og öllum sem hafa áhuga á andlegri og líkamlegri þjálfun.

Absolute Training Absolute Training

  • Health & Fitness
  • 5.0, 4 Ratings

Podcast ætlað iðkendum Absolute Training sem og öllum sem hafa áhuga á andlegri og líkamlegri þjálfun.

  Júní vika 2 - Árangur með Valgerði Tryggvadóttur og Láru Hafliða

  Júní vika 2 - Árangur með Valgerði Tryggvadóttur og Láru Hafliða

  Valgerður er sjúkraþjálfari og heldur úti Instagram síðunni MVMNThealth. Í sumar er Valgerður að þjálfa hlaupanámskeið Absolute Training í samstarfi við Movement Health ásamt Láru Hafliða, þjálfara Absolute Training. Valgerður og Lára hafa báðar mikinn áhuga á að vinna með fólki, hjálpa því að hreyfa sig rétt og  án verkja. Í þættinum deila þær því hvernig þær líta á árangur og hvernig það getur breyst. Það er mikilvægt að skilgreina árangur út frá sínum viðmiðum. 

  • 50 min
  Maí vika 4 - Heppni með Stellu Rósenkranz

  Maí vika 4 - Heppni með Stellu Rósenkranz

  Athugið: Hljóðgalli er á fyrstu 30 sek af þættinum. Stella Rósenkranz er einn flottasti dansari og danshöfundur okkar Íslendinga og hefur verið dugleg að skapa sér tækifæri á því sviði eða eins og sumir myndu segja,  hún hefur verið ótrúlega heppin með verkefni. Í þættinum er einmitt rætt  við Stellu um heppni og hvernig við getum aukið heppnina í okkar lífi og hvað heppni er í raun og veru. 

  • 35 min
  Maí vika 3 - Aldrei gefast upp með Katrínu Tönju

  Maí vika 3 - Aldrei gefast upp með Katrínu Tönju

  Katrín Tanja Davíðsdóttir er tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit og segir hún hugarþjálfun hafa hjálpað sér að líta öðrum augum á hverja keppnisgrein á heimsleikunum og þannig náð að einbeita sér að því að gera SITT besta. Katrín Tanja er með ótrúlegt hugarfar og lætur ekkert stoppa sig. Hún finnur leiðir til að komast þangað sem hún ætlar sér. Hún er algjör fyrirmynd og mikill innblástur. 

  • 50 min
  Maí vika 2 - Hamingja með Lilju Gísla

  Maí vika 2 - Hamingja með Lilju Gísla

  Lilja Gísla er athafnarkona mikil. Hún hefur stundað Absolute Training í meira en ár. Hún er með skýr markmið og leggur mikinn metnað í andlega vinnu. Hún er bloggari á Platonic.is, tónlistarkona, kökugerðarmeistari, yndisleg, skemmtileg, kraftmikil, jákvæð og hugrökk. Í þættinum er rætt um hamingju sem er umræðuefni vikunnar í viku 2 í maí hjá Absolute Training. Hvað er hamingja ? Hvernig getum við haft áhrif á það að hafa meira af henni í okkar lífi ? Allt þetta og margt fleira er rætt í Podcast þætti vikunnar. 

  • 40 min
  Maí vika 1 - To-Do listinn með Sólrúnu Diego

  Maí vika 1 - To-Do listinn með Sólrúnu Diego

  Sólrún Diego er löngu orðin þekkt fyrir frábær ráð þegar kemur að heimilisstörfum. Hún nýtir sér sérstaklega To-Do lista til að halda utan um þau verkefni sem framundan eru. Í þættinum deilir Sólrún því hvernig þetta byrjaði hjá henni, hvernig To-Do listinn hefur nýst henni og fjölskyldu sinni og fer svo fyrir sín markmið og hvað er framundan. 

  • 40 min
  Apríl vika 4 - Afsakanir með Láru Hafliða og Kollu Björns

  Apríl vika 4 - Afsakanir með Láru Hafliða og Kollu Björns

  Lára Hafliða og Kolla Björns eru þjálfarar Absolute Training. Í þættinum er rætt um afsakanir og hvernig við frestum oft markmiðum okkar útaf þeim. Stundum eru við búin að skilgreiða okkur á ákveðin hátt og þannig búin að búa til afsakanir sem jafnvel ferðast með okkur í gegnum lífið. 

  • 39 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
4 Ratings

4 Ratings

Anna Lilja ,

Mæli með!

Ef þú átt 30-40 mín til að hlusta á eitthvað podcast þá er þetta það!
Hvetjandi, einlægt og skemmtilegt podcast!

Top Podcasts In Health & Fitness